Svona um daginn og veginn

Sit hérna með kaffið mitt og blogga eins og að ég fái borgað fyrir það, þess á milli les ég annarra blogg, sem að eru oft á tíðum stórskemmtileg.

Ég les hvað hún sem að alltaf er í strætó skrifar, óskaplega góður penni, stundum skrifar hún um ekki neitt, þannig að það verður samt heilmikið.

Mikið skrifar hún um flóttafólkið á Akranesi þessa dagana, og er það fróðlegur lestur, og virðist vera sem að stuðningsfólkið hafi tekið flóttafólkið inn í hjörtu sín, og er ekkert annað en gott hægt að seigja um það, og vonandi að flóttafólkið eigi eftir að semja sig Íslenskum siðum, og una sér vel í okkar kalda landi.

Mikið er gert fyrir þetta fólk, og get ég ekki að því gert að mér dettur svona í hug, hvort að jafn mikið sé gert fyrir okkar fólk sem að miður má sín og hafa farið undir í lífinu, og nú á ég við heimilslausa fólkið okkar, það fer að verða kalt að hýrast á götum borgarinnar, vonandi fær það gefins skjólflíkur, og jafnvel matarbita öðru hvoru.

Hér í Svíþjóð er líka farið að kólna, haustlitirnir eru komnir, fallegustu litir sem að til eru, og varð ég vör við í búðarrápi mínu í gær, að haustlitirnir eru líka komnir í haust tískunni, það lá við að ég freistaðist til að kaupa jakka í yndislegum gulum lit, en þar sem að ég læt ekki allt eftir mér, þá fór ég jakkalaus heim.

Um leið og ég skrifa þetta, þá hlusta ég á stjórnmálafólkið í sjónvarpinu, og mér svona datt í hug, hvort að skilyrði fyrir góðum stjórnmálamanni væru, að vera afar lyginn maður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég held að annað hvort ertu lyginn og ferð þá út í stjórnmál eða þá að þú verður lyginn af því að vera að vasast í stjórnmálum

Jónína Dúadóttir, 18.9.2008 kl. 09:52

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Jónína, þetta er trúlega nokkuð rétt hjá þér.

Ditta, hef grun um að mikill sannleikur sé í þínum orðum.

Heiður Helgadóttir, 18.9.2008 kl. 15:39

3 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 18.9.2008 kl. 17:32

4 identicon

Sæl Heidi Helga.

Já, Bloggheima-lestur víkkar sjóndeildarhringinn og fær mann til að hugsa um menn og málefni sem annars hefðu ekki komið í blöðum,nema af því að  BLOGGIÐ er til staðar.Góðar stundir.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 17:54

5 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Helga, þakka kveðjuna.

Þórarinn, bloggið er oft stórskemmtilegt, oft er ég að hugsa um að hætta í blogginu, en svo kemst ég í stuð aftur, þú kannast við þetta. Besta kveðja

Heiður Helgadóttir, 18.9.2008 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband