4.10.2008 | 20:19
Mikið til í þessu
Margir menn sem að eru búnir að vera í föstu sambandi, eiga erfitt með að venja sig við að lifa einir, þess vegna eru þeir oft fljótari en konur til að fara í fast samband aftur.
Ég þekki persónulega mann sem að skildi eftir margra ára hjónaband, það tók nokkrar vikur fyrir hann að finna nýja konu, og sagði hann mér að ástæðan væri einfaldlega sú, að hann gæti ekki verið einn.
Konan hans fyrrverandi er aftur á móti ennþá karlmannslaus, og virðist una hag sínum vel.
Ekkjumenn binda sig fyrr en ekkjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þekki líka svona dæmi
Jónína Dúadóttir, 4.10.2008 kl. 20:46
Þetta er rétt hjá þér Heidi og er margrannskað auðvitað. En ástæðurnar gefur fólk ekki upp í rannsóknum sem eru oftast í formi spurningalista. ( menn vilja víst kalla þetta rannsóknartæki) Tilgáta mín er þessi: Líf karlsins: Konan fyllir oft upp tómarúm sem karlinn getur ekki verið án en þegar hún deyr hefur hann oft möguleika ( hreint líffræðilega) á (yngri) konu og freistar þess vegna gæfunnar - eðlilega. Konan sem var vön yndislegu átoriteti sem hún saknar og finnur ekkert álíka sem hún getur sætt sig við. Oftast er hún komin úr barneign, hefur misst sína kvenlegu eiginleika. Það hefur einnig sín áhrif, því það er það sem karlmenn sækjast eftir. Ekkert er þó einhlít þesum efnum - og vináttan og ástin fer eftir reglum himinsins.
Guðmundur Pálsson heimilislæknir.
Guðmundur Pálsson, 4.10.2008 kl. 21:49
Þvílíkt kjaftæði Guðmundur....að segja að konur sem eru komnar úr barneign missi sína kvenlegu eiginleika og yndisleika ! Ja hérna ! En hvað þá með karla sem eru komnir á aldur um og eftir fertugt ?? - missa þeir þá ekki karlmannleika sinn og verða lítt aðlaðandi í augum kvenna ? Ég er ung og ekki hef ég áhuga á mönnum um fertugt og eldri.Þessi tilgáta þín er röng og hallast frekar í átt til að gera lítið úr konum á ákveðnum aldri....það eldast allir Guðmundur,konur og karlar,en það ætti þú nú að vita ekki satt !
En það sem skiptir höfuðmáli er að fólk sé ástfangið og vilji eiga samleið saman.En jú mikið rétt að karlmenn eiga verra með að vera einir og eru í rauninni vængbrotnir án yndslegra kvenna og vilja öryggi,ást og umhyggju í fari ástkvenna sinna.
solla (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 03:05
Tad er aldeilis yfirlýsingar hjá tér ágæti Gudmundur........Læknirinn sjálfur sem ætti nú ad manni finnst vera menntadur nóg til ad kunna sín.
Konur missa ekki kvenleika sinn tó úr barneign séu komnar. Madur minn tvílík vitleysa hjá tér.
Ég var á tónleikum í gær tók myndavélina mína med og myndadi fólkid í salnum ad gamni mínu.Í morgunn skodadi ég svo tessar myndir tók einmitt eftir tví hvad voru margar fallegar,KVENNLEGAR konur tarna á mínum aldri (ca 50 ) og yngri........
Karlarinir yfir fertugt voru líka glæsilegir og flottir ...Voru ekkert farnir ad missa glæsileikann eda karlmannleikann
Endemis kjaftædi er tetta í tér ágæti Gudmundur.
Ég er kannski ein af teim konum sem ekki geta verid einar og tá hvad ??? Gerir tad nokkud til.....
Tad er svo gott ad elska.
Gudrún Hauksdótttir, 5.10.2008 kl. 08:29
Jónína, mörg svona dæmi eru til.
Guðmundur, ég get nú ekki haldið með þér, þetta í sambandi við að konur verði minna aðlaðandi eftir vissan aldur. Enda held ég að í okkar nútíma þjóðfélagi þá fari elli kerling frekar vel með okkur öll sömul. Fólk eldist vel, hugsar ákaflega vel um sig. Og fáir menn sem að eru orðnir einir eftir langa sambúð eða hjónaband, eru á höttum eftir konu sem að getur alið þeim börn, flestir af þeim eru búnir með þann pakkann, og velja þá konu sem að er líka búin með þann pakkann.
Heiður Helgadóttir, 5.10.2008 kl. 10:22
Solla, þú veist hvað þú ert að tala um, gott hjá þér.
Jyderupdrottningin, þið eruð með bein í nefinu dömur mínar
Heiður Helgadóttir, 5.10.2008 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.