Sunnudags hjal

Það er rigning hér í Malmöborg, grátt og hráslagalegt úti. Ég læt fara vel um mig hérna inn í hlýjunni, með hlunkinn minn fullann af nýlöguðu kaffi, er hægt að hafa það betra.

Ég nenni ekki að skrifa né lesa mikið meira um kreppuna, læt öðrum um það, en óneitanlega fannst mér einkennilegt að lesa í Mogganum, að biðraðir hafi myndast við nýja leikfangabúð, ég hélt í fávisku minni að svona í byrjun kreppunnar væri fólk ekki að eiða peningum í leikföng.

 Fyrir utan það að mér finnst börn eiga alltof mikið af dóti, þegar að ég kem í heimsókn til barnafólks, þá eru barnaherbergin oftast yfirfull af dóti, það er varla pláss eftir fyrir börnin sem að búa þar.

Þegar að ég var lítil, þá átti ég ekki mikið dót, en aftur á móti fékk ég bækur, jólagjafirnar voru bækur, og oft las ég sömu bækurnar aftur og aftur, og stundum urðu þær skemmtilegri því oftar sem að ég las þær. 

Í dag er ekki svo algengt að börn og unglingar lesi, og finnst mér að þau missi af miklu, fátt er skemmtilegra en að lesa góða bók.

Ég veð úr einu í annað, en í gær voru umræður um menn sem að eiga erfitt með að lifa einir eftir lengri sambúð eða hjónaband.

Einn góður maður benti mér á það að konur fylli upp tómarúm hjá mönnum, mikið rétt hjá honum, en menn fylla líka upp tómarúm hjá konum.

En þessi góði maður benti líka á að ástæðan fyrir að konur væru ekki svo fljótar að fara í nýja sambúð, væru til dæmis, að oft væri konan komin úr barneign, og hafi misst sína kvenlegu eiginleika. Kannski er eitthvað til í þessu, en ég vil samt halda því fram að við konur séum spennandi allt okkar líf, þó svo að við getum ekki eignast börn lengur, nema þá með aðstoð, en eru þær ekki hálf sjötugar að ala börn úti í hinum stóra heimi.

Konur í dag eru spennandi konur, mesta fyrra er að halda að kona sem að er komin yfir beitingartímabilið, verði minna spennandi kona, með skeggvöxt á efri vörinni, vörtu á hökunni, klædd krimplín kjól og fótlaga skóm. Nei í dag eru konur á öllum öldrum klæddar nýjustu tísku, þær sem að eru einar daðra við kallana, kynlíf er stundað fram á grafarbakkann, enda ekkert vandamál lengur, með allar olíur og hjálpartæki sem að eru í boði.

Ein góð vinkona mín er komin yfir sextugt, hún er nýlega komin í samband við mann á svipuðum aldri, þau eru yfir sig ástfangin, hún lítur út eins og nýútsprungin rós þessi elska, löngu komin úr barneign.

Nú ætla ég ekki að þreyta ykkur lengur, með sunnudags ruglinu mínu, vona að þið öll fáið góðan dag með sunnudagssteikinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég nenni ekki að tala um kreppuna ætla hugsa eitthvað annað.

Eigðu góðan sunnudag.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.10.2008 kl. 10:12

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Fíflalætinn í honum "bloggvini tínum"

Konur eru bara flottar og hana nú.   ég nenni heldur ekki ad skrifa eda tala um kreppuna núna ,finnst nóg komid ad sinni.

Kvedja inn í hlýjan sunnudag.

Gudrún Hauksdótttir, 5.10.2008 kl. 11:28

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hvaða kreppa ha ? Löngu komin í fréttabindindiÉg hitti minn núverandi þegar ég var 44 ára, þá löngu komin úr barneign og við erum ástfangin upp fyrir hausÞakka þér fyrir sunnudagsruglið þitt og hafðu það gott í dag

Jónína Dúadóttir, 5.10.2008 kl. 12:45

4 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Verða konur ekki bara sætari með aldrinum?

Nei ég bara spyr.

Ein í barneign

Þórhildur Daðadóttir, 5.10.2008 kl. 14:04

5 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 6.10.2008 kl. 06:37

6 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Hef verið alltof löt til að blogga stelpur mínar, en þakka innlitin hjá mér.

Heiður Helgadóttir, 7.10.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 99353

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband