19.10.2008 | 10:22
Sunnudags hugleiðingar
Sunnudagsmorgunn í Malmö, nei fyrirgefið, það er komið hádeigi, og ég sit ennþá í náttfötunum, með hlunkinn minn góða, og nýt þess að drekka Arvids kaffi.
Ég er búin að lesa helstu fréttir í Mogganum, Vísir og DV, mér finnst gaman að lesa DV, svolítið krassandi fréttir. Lá við að ég missti andlitið þegar að ég las um hana Britney Spears, konukindin er svo sveitó að hún rakar sig ekki undir höndunum, og ég sem að hélt að hún væri svo mikið fyrir rakstur, ekki er langt síðan að hún rakaði af sér allt hárið, og nú á ég við höfuðhárið, kannski fékk hún ofnæmi fyrir rakvélum eftir það.
Og svo er það gellan hún Paris Hilton, hún er líkust horrenglu nýsloppinni frá fangabúðum, aldrei hef ég skilið dálæti karlmanna á þeirri konu, nei þakka veit henni Marilyn okkar Monroe, það var kona með línurnar á réttum stöðum.
Verst er að hafa misst af Davíðs mótmælamótinu , ég hef ekkert á móti Davíð, en greinilega var þetta hið fjörugusta mótmælamót, kannski hefði ég hitt vini og ættingja með heimatilbúin spjöld. Kannski hefðum við fengið okkur kaffisopa og með því, og talað um kreppuna, og helv.... hann Davíð.
Hvar skildi Davíð hafa haldið sig, sat hann heima í skotheldu vesti og með hjálm á höfðinu, ákvað hann að gefa skít í Seðlabankann, og fara að framleiða lopapeysur, sá hann fyrir sér hópa af skjálfandi ferðamönnum, sem að ekkert þráðu meira en að geta keypt sér hlýja peysu til að klæða af sér norðanáttina, sá hann fyrir sér stafla af 100 evru seðlum, sá hann fyrir sér nýjan banka stútfullan af evrum og pundum.
Merkilegt var að lesa um verksmiðjuna sem að var komin í Hafnarfirði, dópverksmiðjuna, ætluðu þeir að fara út í útflutning þessir krimmar, vonandi var framleiðslan ekki ætluð Íslendingum.
Jafn merkilegt var að lesa um innkaup á Rolex klukkum, á krepputímum er metsala á þessum lúxus varningi, sefur almenningur þá með Rolex klukkur undir koddunum, kemur til greina að í framtíðinni verði ekki borgað með handónýtum Íslenskum seðlum, í stað þess verði borgað með Rolex klukkum.
Slæ botninn í þessar sunnudags hugleiðingar mínar.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:19 | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þessa sunnudagshugleiðingu mín kæra
Jónína Dúadóttir, 19.10.2008 kl. 16:23
Helga skjol, 19.10.2008 kl. 16:45
Ekkert að þakka mín kæra Jónína
Helga, Sömuleiðis
Heiður Helgadóttir, 19.10.2008 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.