Hetjurnar ekki lengur hetjur

Í gær spjallaði ég lengi við vinkonu mína, og auðvitað var minnst á ástandið heima á Íslandi.

Sonur þessarar konu er flugmaður, og flýgur út um allan heim, samstarfsmenn hans eru margir hverjir Íslenskir flugmenn sem að tala um ástandið og flottræfilsháttinn heima.

Einn hafði sagt frá 25 einkaþotum sem að voru í eigu nýríkra Íslendinga, og stóðu tilbúnar á vellinum, svona ef að eigendurnir vildu skreppa í kvöldmat fyrir utan landsteinana.

Mér dettur í hug hann Ingvar í Ikea, ekki er hann frægur fyrir einkaþoturnar sínar, hann lét sig hafa það að ferðast eins og venjulegur Svensson, hann sat með öllum hinum, enginn Saga klassi þar.


mbl.is Ást á milljarðamæringum kulnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég hef aldrei borið virðingu fyrir fólki bara af því að það á peninga, það verður að hafa eitthvað miklu meira en bara það, til að öðlast mína virðingu

Góðan daginn mín kæra

Jónína Dúadóttir, 20.10.2008 kl. 07:14

2 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Margur verður af aurum api, sammála fyrri ræðumanni, peningar hafa aldrei heillað mig.

Bara gott fólk hefur heillað mig og góð dýr.

 Hafðu það sem best í dag. Kv Gleymmerei og Emma.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 20.10.2008 kl. 07:25

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Margur verdur af aurum api ..tetta máltæki hafa íslendingar notad mikid í áranna rás en kannski tó aldey eins og nú.Peningar eru ekki allt í lífinu en án teirra getum vid ekki verid.

En flottræfilsháttur ....tad er önnur saga.

Fadmlag inn í daginn tinn.

Gudrún Hauksdótttir, 20.10.2008 kl. 08:13

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Jamm, og þeir eru nokkuð margir "aparnir" sem afneita öllu peningasukkinu, segjast hafa tapað öllu, en eru svo að byggja snekkjur í útlöndum eða versla sé villur og hvað ekki.

Sigríður Sigurðardóttir, 20.10.2008 kl. 20:15

5 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Margur verður af aurum api,er það ekki einhvernvegin þannig

Guðný Einarsdóttir, 20.10.2008 kl. 20:55

6 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Mikið rétt hjá ykkur, mínar kæru dömur, þakka kveðjurnar

Heiður Helgadóttir, 20.10.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 99397

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband