22.10.2008 | 06:19
Góðan daginn
Góðan og blessaðan daginn, öll sömum.
Hér sit ég á gráum miðvikudagsmorgni í Malmöborg, og er með hlunkinn minn fullann af nýlöguðu Arvid kaffi, ég nýt þess að sitja hérna fyrir framan tölvuna mína, ég drekk kaffið mitt, dáist að því hvað kaffið er gott, ég kveiki í sígarettu(þetta átti ég ekki að skrifa) ég lít út um gluggann, og horfi eftir götunni minni, ég sé konu með stórann svartan hund, hundurinn pissar á ljósastaur, konan bíður á meðan, þegar að hundurinn er hættur að pissa þá halda þau áfram ferð sinni, ég horfi á eftir þeim og tek eftir því að konan er í náttfötum undir kápunni, kannski ætlar hún að skríða uppi aftur, og kannski fær sá svarti að kúra til fóta hjá henni.
Ég gladdist mikið þegar að ég sá frétt þess efnis að súkkulaði væri gott fyrir heilsuna, ég sem elska súkkulaði, en læt sjaldan eftir mér að fá mér súkkulaði, vegna hræðslu minnar við að verða of feit. En nú fer ég að láta eftir mér súkkulaðiát, hvað gerir maður ekki til að halda heilsunni, því dýrmætasta sem að við eigum.
Ég er búin að pakka fyrir vikuferð að heiman, stundum finnst mér ég búa í ferðatösku, en hugga mig við að ég sé með vinnu, það eru ekki allir svo lánsamir.
Ég óska öllum góðrar viku.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:13 | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja elskan mín, ég hefði nú getað sagt þér þetta með súkkulaðið og mín rannsókn var sko alveg ókeypis nema fyrir mig og er búin að standa yfir í mörg, mörg ár Ég hef nefnilega alltaf haldið því fram að súkkulaði er hollt... að minnsta kosti fyrir sálina
Gangi þér vel í vinnunni mín kæra og komdu heil heim
Jónína Dúadóttir, 22.10.2008 kl. 07:09
Þetta var besta frétt lengi, gott að eitthvað jákvætt kemur mitt í öllu krepputalinu.Eigðu góða viku kæra Jónína
Heiður Helgadóttir, 22.10.2008 kl. 07:22
Sammála Jonínu med súkkuladid.....Bætir hressir og kætir.
gangi tér vel á ferdinni um borgir og bí.
Eigdu gódann dag.
Gudrún Hauksdótttir, 22.10.2008 kl. 09:05
Sæl Heidi Helga.
Sirius suðusúkklaði á 3 hæðum, ég mæli með þvi.
Kærlekskveðjur
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 07:39
Ég tók ykkur á orðinu, ég át fullt af súkkulaði í gær, allt er nú gert fyrir heilsuna, bestu kveðjur til Jónínu, Dönsku drottningunnar og síðast og ekki síst Þórarinns.
Heiður Helgadóttir, 23.10.2008 kl. 15:48
hvorki meira en kg af súkkulaði á dag kemur skapinu í lag... engir tollar á súkkulaði í innkaupakörfunni minni
Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 18:44
Súkkulaði er bara snilld....gott fyrir líkama og sál
Sigríður Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.