Ungir menn sakaðir um nauðgun á 17 ára stúlku

Góðan og blessaðan daginn gott fólk. Ekki veit ég hvort að andinn kom aftur til mín eftir nokkra tíma svefn yfir sjónvarpinu. Ég vildi fullvissa mig um að hann Obama yrði forseti, eiginlega var ég afskaplega hlynnt henni Hilary Clinton, fannst tími til kominn að kona færi að hræra í kallaveldinu í Ameríkunni, en hann Obama er næst bestur, sem dökkur maður á hann eftir að leggja sig allan fram, til að sanna að dökka fólkið er ekki síðra en það hvíta, og reynir hann örugglega að koma óefnum í góðæri, og svo er hann ósköp sætur maður, en það passar vel  í landi dýrkunar á fólki sem að líkist Barbie dúkkunni.

Annars vakti athygli mína og reiði, frétt um 17 ára stúlku sem að hafði kært nauðgun, ekki var það einn maður heldur þrír eða fjórir, sem að höfðu framið þennan ljóta verknað.

Ég fer að velta fyrir mér hvað sé að þessum piltum, er þetta að þeirra mati einhverskonar karlmennska, að fleiri manns ráðast á stúlku varla komna af barnsaldri og nauðga henni.

Eiga þessir ungu menn systur á sama aldri, hefði þeim þótt hið besta mál ef að henni hefði verið nauðgað af fjölda manns.

Fannst þeim þetta sniðugt, voru þeir að grobba sig af þessu við hvorn annan, töldu þeir sér trú um að 17 ára stúlkan hafi ekkert viljað frekar, en að fleiri manns notuðu sér hana.

Var hún undir áhrifum áfengis og þar að leiðandi léttari bráð.

Verða þessir menn dæmdir, fá þeir minni dóm en sokkaþjófur fær í Ameríkunni.

 

Óska öllum góðs dags.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Það er eitt sem ég hef meiri áhyggjur af en  hversu langan tíma í fangelsi þessi menn fá. Og það er hvernig hjálp þessi unga stúlka fær. Það er nefninlega ekki nóg að setja þá í fangelsi. Það þarf að gera henni kleift að vinna út úr og ná sér eins og hægt er. Það þýðir peningar og tíma. Og mikið af því. Við höfum heyrt allt of mörg dæmi af því hvað þessar stúlkur ganga í gegnum áður en þær síðan fara að vinna í málunum, ef þær þá gera það nokkurtímann.

Hafðu það gott í dag.

Anna Guðný , 5.11.2008 kl. 10:50

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Akkúrat Anna Guðný, ég mundi ekki eftir þessu, þegar að ég í æsingu minni yfir framkomu piltanna skrifaði þetta. Auðvitað er áríðandi að stúlkan fái hjálp, og vona ég að sú hjálp sé til heima, en um leið eiga mennirnir sem að frömdu þennan glæp að fá langan dóm, ekki eitthvað skilorðsbundið, eða sleppt út eftir nokkra mánuði. Eigðu góðan dag

Heiður Helgadóttir, 5.11.2008 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 99394

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband