Um allt og ekkert

Ég ætla ekki að blogga um kreppu, erfiða tíma, peninga, jólaundirbúning eða sjúkdóma. ég held að ég bloggi bara um létta og ómerkilega hluti í dag.

Ég sá í heimsókn minni á netsíðum DV að ungir og myndarlegir menn afar vöðvamiklir, unnu sem þjónar á konukvöldi, þeir voru hálfberir(allt í lagi með það), örugglega gaman fyrir konukvöldskonurnar að sjá velvaxna menn svona einu sinni. En ekki nóg með það, þessir ungu menn voru búnir að sprauta súkkulaði á fagurlega byggða efrihluta sína, ég fór að velta fyrir mér til hvers það væri gert, áttu konukvöldskonurnar að smakka á súkkulaðinu þegar að líða fór á kvöldið.

Ég las um hvað það væri mikill vandi að synda í laugunum heima, ef að þú syndir fram og til baka, þá tekur þú of mikið pláss, æskilegt er að synda í hring(eins og bókstafurinn O), það er vandlifað, ég sjókonan varpaði öndinni léttar yfir að vera blessunarlega laus við svona vandamál, enda illa synd, og ofan á það vatnshrædd, fer nú samt í bað öðru hvoru.

Ein af Sex and the City stjörnunum bendir á ráð við flugþreytu, og það er að vaka lengi, skemmta sér og svo að stunda kynlíf. Ég er að velta fyrir mér hvort að hún laumi á góðum ráðum við flughræðslu. Ef svo er þá má hún alveg hafa samband við mig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gott hjá þér að blogga um skemmtilegt .

Kristín Katla Árnadóttir, 12.11.2008 kl. 10:28

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 12.11.2008 kl. 13:04

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Það hefur örugglega verið gaman á konukvöldi, ég hefði nu samt ekki viljað sleikja af þeim súkkulaðið.

Knus

Kristín Gunnarsdóttir, 12.11.2008 kl. 13:55

4 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Var þetta kroppa-súkkulaði??

Guðný Einarsdóttir, 12.11.2008 kl. 19:25

5 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Katla mín, þakka þér fyrir það

Jónína mín, táknar þetta að þú sért sammála

Kristín, veit ekki hvort að það átti að sleikja af þeim súkkulaðið, það var ekki minnst á það

Guðný, er kroppasúkkulaði til, hverjir framleiða það Nói/Sirius, kannski tilvalin tækifærisgjöf

Heiður Helgadóttir, 12.11.2008 kl. 23:10

6 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 13.11.2008 kl. 06:28

7 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Já synda í hringi, segir þú vinkona.  Jæja það er ekki von á öðru í hringavitleysis dansi yfirvalda í kreppunni!

Sigríður Sigurðardóttir, 13.11.2008 kl. 16:34

8 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Já, það er vanlifað stelpur mínar, þakka innlitið Helga og Sigga

Heiður Helgadóttir, 13.11.2008 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband