Smá blogg á föstudagsmorgni

Jæja kominn tími á smá blogg. Ég er búin að liggja helsjúk í rúminu í heila tvo daga, trúlega þessi bansetta inflúensa, ég hef sofið og horft á sjónvarpið, og um leið vorkennt sjálfri mér, þar sem að það er enginn annar sem að gerir það.

Tek sem dæmi, þegar að fólk hringir til mín og ég svara með veiklulegri rödd minni, þá hefur enginn áhuga fyrir inflúensunni minni, fólk lætur móðan mása um ómerkilega hluti eins og kreppu og jólagjafir, í stað þess að ræða um veikindi mín, mér finnst nú að það sé nú hægt að forvitnast um hversu margar verkjatöflur ég sé búin að taka inn undanfarna tvo daga, eins hvort að ég drekki mikið vatn, og ekki hefði nú skaðað ef að einhver hefði viljað vita hvort ég væri búin að svitna mikið.

Nei fólk er hætt að taka tillit til hvors annars. En vegna þessarar pestar minnar þurfti ég að fresta Spánarferð minni fram á þriðjudag, átti annars að öllu forfallalausu að fara í fyrramálið.

Ég átti afmæli fyrir nokkrum dögum, og héldu vinnufélagar mínir vel uppá það, puntuðu baðherbergið mitt með borðum, blómum og vínflöskum, ég fékk minni háttar sjokk þegar að ég opnaði baðherbergishurðina um morguninn, og á klósettinu var flottur jólapúði, ekki veit ég hvort að þeim fannst ég vera orðin svo hrum að ég þyrfti eitthvað mjúkt til að setjast á þegar að ég er búin í sturtunni á morgnana. En þetta var ósköp sætt af þeim, og var gert í skjóli næturinnar við mikið fliss, og um leið hræðslu um að kellingin vaknaði mitt í öllu saman og kæmi skjögrandi inn á klósettið. Við erum nefnilega sí pissandi á ferjunni, og viljum kenna mikilli vatnsdrykkju og titringinum um.

Læt þetta gott heita í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga skjol

Knús á þig mín kæra og vonandi batnar þér sem allra fyrst og já innilega til hamingju með daginn um daginn

Helga skjol, 12.12.2008 kl. 15:43

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Elsku vinkona láttu þér nú batna sem allra fyrst og innilega til hamingju með daginn um daginn.  Leiðinlegt að þurfa að fresta Spánarferðinni.

  Og ertu nú áreiðanlega að drekka mikið og NÓG?  Ertu enn hráblaut af svita 2- 3 sinnum á dag, og annað eins á nóttunni?  Og þarftu enn að taka mikið af verkjatöflum?  Og enn alveg grútmáttlaus og búinn eftir eina ferða á "jólapúðasalernið"?  Ef svarið er "já" við öllum spurningum, er þér enn ekki bötnuð flensan.  Rúmið og vatnið bestu vinirnir þar með.

  Njóttu þín svo vel á Spáni, vinkona.  Knús og ljós til þín.

Sigríður Sigurðardóttir, 13.12.2008 kl. 00:08

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Láttu þér batna fljótt........ Gleðileg jól ljúfust.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.12.2008 kl. 00:32

4 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Þakka þér fyrir það Helga mín

Sigga mín,mikið er að einhver skilur mig og getur sett sig inn í vanlíðan síðustu daga, ég var í SVITABAÐI ég át fullt af VERKJATÖFLUM og ég drakk mikið VATN.

En núna er ég að koma til, er bara með leiðindahósta ennþá

Katla mín, kærar þakkir fyrir það

Heiður Helgadóttir, 13.12.2008 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 99439

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband