13.12.2008 | 09:16
Rabb um allt mögulegt og ómögulegt
Nú er ég óðum að hressast af þessari flensu minni, er að verða ég sjálf aftur, er hætt að halda til í rúminu, nema auðvitað á nóttunni, ósköp er nú alltaf notalegt að vera í eigin rúmi svona öðru hvoru, til að leiðrétta væntanlegan misskilning þá þarf ég að sofa í vinnunni minni, ég er ekki sofandi hjá út um allan bæ, svona ef að einhverjum datt það í hug.
Ég er búin að lesa helstu fréttir í Mogganum, DV og Vísir. Verð að viðurkenna að mér brá þegar að ég las dánarfrétt Rúnars Júlíussonar, þessa frábæra manns, sem er dáinn langt fyrir aldur fram, ég hélt alltaf uppá hann, og svo fannst mér hann vera svo sexí maður.
Ég rakst á blogg um sölu á hlutum frá Tíbet, virtist vera sem að 10% af sölu yrðu send til líðandi í Tíbet, af einhverjum ástæðum datt mér í hug hvort að ekki hefði verið betra að senda þessi 10% til íslendinga utanlands, sem að virðast vera í stórkostlegum fjárhagsvandræðum, eftir að kreppan margumtalaða skall á og einhverjir eru jafnvel að verða heimilislausir, þar sem að þeim tekst ekki að borga húsaleigu.
Ég er sem betur fer í góðri vinnu, þó að launin séu léleg, en get rétt ímyndað mér örvæntinguna við að vera að missa heimilið sitt, að spara við sig í mat er létt, en hér er fólk rekið á götuna ef að leigan er ekki borguð á réttum tíma.
Hér í húsinu mínu gengur allt sinn vanagang, ég fæ morgunblaðið inn um bréfalúguna frá nágrönnum mínum. Hans á fyrstu hæðinni er búinn að raka af sér Hitlers skeggið, hann er síbrosandi þessa dagana, enda kominn með yndisfagrar og mjallahvítar tennur, hann gæti tekið þátt í tannkrems auglýsingu og bæri af þar.
Hjúkkan á þriðju hæðinni er grunuð um græsku, hún er greinilega að reyna að komast í vinfengi við annan eiganda hússins okkar, hjá honum sem að er ekkjumaður og drekkur bara lítil vínglös. Gunnel og Hans gruna hjúkkuna um að vera að semja um lægri húsaleigu, og að þess vegna láti hún líkindalega við húseigandann, ég bað þau um að fylgjast vel með þessu, og fannst mér nú að þau gætu boðið hjúkkunni í kaffi, svona til að fá nánari upplýsingar. Ég hef svo lítinn tíma í njósnir, en ef að þau hafa rétt fyrir sér, þá verðum við hin sem að búum hérna að láta vel að hinum eigandanum.
Og nú læt ég þetta gott heita.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:35 | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott þú ert hressari mín kæra
Jónína Dúadóttir, 13.12.2008 kl. 16:14
...aaaah flensan yfirstaðin! Frábært.
Sigríður Sigurðardóttir, 14.12.2008 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.