31.12.2008 | 12:52
Og þá er komið að síðasta degi ársins
Þá er komið að síðasta degi ársins. Líklega eigum við öll eftir að muna eftir árinu 2008, það var árið sem að kreppan byrjaði, þessi árans kreppa sem að ríkir út um allan heim, og ekki síst heima á Íslandi.
Við verðum bara að vera bjartsýn og vona að kreppuskömmin hverfi frá okkur á komandi ári.
Hér á Spáni er gott veður, en sólin er ekkert að ónáða okkur í dag, það lítur út fyrir rigningu.
Þegar er fólk farið að sötra kampavín, sá það greinilega á gönguferð minni, og því ekki að gera sér glaðan síðasta dag ársins.
Ég fer fljótlega að pakka fyrir heimferð, ég er endurnærð eftir fríið mitt, það eina sem að skyggði á ferðina, var að sonur minn komst ekki heim, en tengdadóttir mín hefur stjanað þess meira við mig, sem sárabót fyrir fjarveru sonarins.
Ég kem nýklippt heim, og með flottan lit á hárinu, já tengdadóttir var fljót að klippa kellinguna og gera mig fína í hárinu, hún er frábær hárgreiðslukona, verst að ég get ekki tekið hana með mér til Svíþjóðar.
Í kvöld höldum við uppá gamlárskvöld með móður hennar og sonum tengdadótturinnar, myndarlegir ungir menn, þeir eiga eftir að bræða mörg ungmeyjarhjörtu í framtíðinni.
Ég vil enda þennan pistil minn með að óska ykkur öllum Góðs komandi árs, og fyrst og fremst vil ég óska öllum góðrar heilsu á komandi ári, því að á meðan að við höldum heilsunni þá erum við rík.
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt nýtt ár mín kæra vina og takk fyrir bloggvináttuna á gamla árinu
Jónína Dúadóttir, 31.12.2008 kl. 19:03
Sömuleiðis kæra Jónína
Heiður Helgadóttir, 1.1.2009 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.