Árið 2009 er komið hérna í Torreveija

Þá er fyrsti dagurinn á nýja árinu hálfnaður. Hér í Torrevieja er smá sól, rigning kom um hádeigið, lítið af fólki var á ferli þegar að ég fór í þessa daglegu gönguferð mína.

Götusóparar voru að sópa götur og gangstéttar bæjarins, enginn af þeim leit upp þegar að ég skálmaði fram hjá þeim, enda svo sem ekki mikið að sjá, hálf gömul kelling í gallabuxum og strigaskóm.

Reyndar mætti ég prúðbúnu fólki á leið í kirkjuna, undantekningalaust voru mennirnir í dökkum jakkafötum, sumir með hatta, nokkrar af konunum voru í stórum pelsum, jú þær eru í pelsum hérna í sumarblíðunni.

Í gær var haldið uppá gamlárskvöld að rússneskum sið, mikill og góður matur, tengdadóttirin var hakkandi og rífandi niður alla hugsanlega matvöru, og svo var stærðarinnar önd meistaralega steikt í ofninum, borðuð með blómkáli, eplum og gulrótum.

Ég bauð náttúrlega fram aðstoð mína, og sýndi margra ára leikni mína og kunnáttu í að skræla kartöflur.

Auðvitað var skálað fyrir nýju ári, tengdadóttir mín kom með tólf vínber sem að ég átti að borða og óska mér einhvers góðs á nýja árinu á meðan að klukkan sló tólf slög, auðvitað átti ég að ná því að éta þau öll og óska mér tólf óska, mér tókst nú bara að ná því að borða sex, en þá á ég að fá uppfylltar sex óskir, og ég er harðánægð með það. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Við erum sem betur fer öll snillingar í einhverjuSannarlega girnilegur maturinn

Jónína Dúadóttir, 1.1.2009 kl. 16:00

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Já maturinn var góður, og kartöflurnar vel og vandlega skrælaðar, ég skóf nokkrar gulrætur líka af sömu list.

Heiður Helgadóttir, 1.1.2009 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 99436

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband