Og í hverju verður Frú Obama á þriðjudaginn????????????????????

Þá er komið sunnudagskvöld, dagurinn hefur farið í lestur dagblaða og tímarita, ekki hafa farþegarnir truflað okkur, afar fámennt en um leið góðmennt.

Ég las um hana Frú Obama sem að verður fyrsta svarta forsetafrúin í sögunni, kannski ekki sú síðasta. Hún veit greinilega hvar skápurinn á að standa, og virðist hafa forsetann í hendi sér, ekki veitir nú af að reyna að hafa stjórn á þessum forsetum, sem að auðvitað vaða í viljugum konum um leið og að þeir eru komnir í Hvíta húsið. Sagt er í blaðinu að það sé nú eins gott að hann Obama sé ekkert að leika sér með vindla og konur í ávala herberginu, þar sem að konan hans myndi lemja hann í klessu og síðan fara frá honum ef að hún kæmist að því að hann væri í mömmuleik með öðrum konum.

Mér líst vel á þessa dömu, hana Frú Obama, og auðvitað er ég yfir mig spennt að sjá í hverju hún verður á þriðjudaginn, varla verður hún í einhverri gamalli druslu, verður hún í Kennedy kjól og með perlufesti, eða í flottri dragt, skildi Obama gefa henni flottan pels í tilefni dagsins.

Ég fæ svör við þessu öllu saman á þriðjudaginn, get varla beðið.

Stjörnuspáin mín er góð, mér er bent á að taka lífinu með ró, og það er ég svo sannarlega búin að gera, mér er bent á að tala mikið, og svei mér þá ef að ég er ekki búin að vera með hálfgerða munnræpu síðustu daga.

Hvað er svo fólk að halda því fram að það sé ekkert að marka stjörnuspár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 19.1.2009 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband