Elisabeth sem að er 99 ára og ástfangin...........

Og þá er komið mánudagskvöld, einn dagur eftir, eða ein blússa eftir, svo fer ég heim. Eins og venjulega er lítið að gera hjá okkur, en við erum farin að venjast þessu letilífi, og erum hætt að kvíða yfir aðgerðarleysinu.

Ég kasta mér yfir blöðin um leið og þau koma um borð til okkar, það sem að vakti athygli mína í dag var grein um hana Elisabeth sem að er 99 ára og er ástfangin í honum Pella sem að er bara 69 ára (að tala um lambakjöt), Elisabeth kynntist Pella fyrir tveimur árum, hún hafði verið í bæjarferð og tók strætó heim, þegar að hún steig af strætó á stoppistöðinni heima hjá sér, þá hittir hún nágrannakonu sína sem að var að tala við ákaflega viðkunnanlegan mann, þau voru kynnt fyrir hvort öðru, og nokkrum dögum seinna var kerla búin að fá símanúmerið hjá honum í gegn um nágrannakonuna, hún hringdi og bauð honum heim, sagðist hafa sagt við hann, "komdu og sjáðu hvað ég bý vel", Pelle kom eins og skot og var boðið uppá þurran vermont, Pelle drakk þurra vermontinn með góðri list, og bauð Elisabeth að koma heim til sín og fá sér vænan sjúss með honum. Eftir það uppgötuðu þau hvað þau pössuðu vel saman, og Elisbeth segist vera jafn ástfangin í dag og hún gat orðið á sínum yngri árum.

Þetta er góð og sönn saga sem gleður mann svona mitt í öllu krepputali


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband