29.1.2009 | 16:33
Fimmtudagur úti á sjó
Þá er kominn fimmtudagur, en það er dagur baunasúpunnar, og á eftir súpunni fáum við nýbakaðar pönnukökur með sultu og rjóma. Ég þarf svosem ekki að taka það fram að flestir tóku vel til matar síns, og sú sem að skrifar þessar línur var enginn eftirbátur hinna.
Gleymd voru hlaup á brettum, ég gleymdi líka áhyggjum af einhverjum bannsettum keppum sem að voru að trufla mig um daginn. Ég hugga mig við að á veturna er ósköp eðlilegt að bæta á sig, eiginlega á fólk að vera soldið þybbið á veturna, það er gott að vera með smá varaforða á sér, svona í kuldanum.
Svo held ég að karlmönnum finnist nú alltaf mikið skemmtilegra að hafa eitthvað almennilegt að taka utan um, enginn maður vill vera með einhverja horrenglu og eiga á hættu að slasa sig á beinunum.
Ein bloggvinkona mín er komin út úr skápnum, hún er allt í einu orðin hann, og ekki nóg með það, hann er þessi frábæri penni, og bind ég vonir mínar við að eiga eftir að lesa marga rómana eftir hann.
Við erum að leggja af stað til Þýskalands, og slæ ég botninn í þetta. reyni að kíkja á bloggvini mína á morgun.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
´Eg vildi að hafa svolítinm varaforða en að vera þessi horrengla sem ég er
Kristín Katla Árnadóttir, 29.1.2009 kl. 17:22
Eigðu góðan dag mín kæra
Jónína Dúadóttir, 30.1.2009 kl. 06:31
Já sammála ad vid eigum ad hafa smá forda ,sérstaklega á veturna:)
Góda ferd til Týskalands.
Gudrún Hauksdótttir, 30.1.2009 kl. 08:55
Góða ferð vinkona, og eigðu góða helgi.
Sigríður Sigurðardóttir, 30.1.2009 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.