Veit ekki hvort að ég ætla að skilja við tölvuna mína

Jæja, loksins læt ég verða að því að blogga, en tölvan mín er ennþá í óstandi, eða bansettu ástandi, ég ræð ekkert við hana, og þeir sem að áttu að lækna hana af þessari vitleysu, réðu ekki við neitt.

Það gekk svo langt að ég var farin að hugsa um skilnað, ég var farin að laumast inn í tölvubúðir, farin að skoða aðrar tölvur, var farin að gefa öðrum yngri og fallegri tölvum hýrt auga, en ákvað svo að gefa henni einn séns, svona eins og að maður gerir áður en að það er sótt um skilnað, en auðvitað ef að tölvan fer ekki að haga sér almennilega, þá verður skilnaður, og hún lendir út í ruslatunnu.

Annars er tíðindalaust hérna í Svíþjóðinni, nema að kvefpestir herja hérna, og varð undirrituð svo illa kvefuð að ég fór heim úr vinnunni, og er búin að vera óttalega nefmælt, fólk hefur átt erfitt með að skilja mig þegar að ég hef verið að reyna að tjá mig um veikindi mín, eða kannski vildu þau ekki skilja mig, skrítið hvað fólk er tillitslaust þegar að ég verð veik, oft þarf ég að hlusta á langar veikindasögur hjá öðrum, það hafa verið klukkutíma fyrirlestrar um bakveikindi og botnlangabólgur, og ég hef verið svo þolinmóð að hlusta á þetta, en sömu manneskjur næstum því skella á mig þegar að þau heyra að ég er orðin veikluleg í röddinni.

 En þetta er allt saman að lagast, og í kvefinu er ég búin að horfa á margar góðar myndir, það ósköp notalegt að liggja fyrir, með hlýja sæng, stóra kodda og jafnvel dotta öðru hvoru. En látið ykkur ekki detta í hug að ég sé með dúnsængur og kodda, ég er dýravinur og myndi aldrei láta það spyrjast um mig að ég lægi með sæng fulla af dún sem að er reitt af varnarlausum fuglum, ég sá þátt um daginn, hann var það ógeðslegur að ég gat ekki horft á hann allan, en þar var sýnt þegar að fuglagreyin voru reitt til þess að fá dún. Og hefði ég átt dúnsæng, þá hefði sú sæng farið beint út í öskutunnu.

Nú slæ ég botninn í þetta, enda orðið alltof langt. Óska öllum góðs kvölds.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gaman að heyra frá þér, en ekki þetta með kvefið samt, vona þér batni sem allra fyrstVeistu heillin mín að dúnninn í íslensku dúnsængurnar er tekinn úr hreiðrunum, dúnn sem fuglarnir reyta sjálfir af sér til að fóðra hreiðrin með að innan

Eigðu gott kvöld mín kæra

Jónína Dúadóttir, 4.2.2009 kl. 20:31

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Mikið létti mér við þessar fréttir um dúninn, en ég hef aldrei átt dúnsæng, en það er nú mest út af ofnæmi, annars ef að ég færi út í dúnsængakaup, þá færi ég heim til Íslands og keypti sængina þar, væri þá örugg á að þar hefðu engir fuglar verið reittir og píndir en þetta prógramm um fuglana og dúninn var óhuggulegt Besta kveðja til þín mín kæra Jónína

Heiður Helgadóttir, 4.2.2009 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 99426

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband