Stundum er lífið svo stutt

Í kvöld var hringt í mig frá Íslandi, og mér var sagt lát konu á besta aldri, ég var reyndar búin að frétta af veikindum hennar, en gerði mér ekki grein fyrir að þau væru svona alvarleg.

Við þessa frétt fór ég að hugsa um hvað lífið væri stundum skrítið, í þessu tilfelli var þetta kona sem að var búin að eiga margar erfiðar stundir í sínu lífi, en síðustu árin voru búin að vera léttari, hún eignaðist góðan mann, og var hamingjusöm með honum, og svo deyr hún þegar að allir bitarnir voru komnir á sinn stað, og allir héldu að núna færi hún að njóta lífsins, njóta alls þess sem að hún hafði ekki getað gert áður.

Í gær var líka hringt í mig frá Íslandi, en það voru engar dánarfregnir sem að betur fer, en það var kona sem að lenti í skilnaði sem að varð ákaflega erfiður fyrir hana, og mörg tárin voru felld. En hún var svo heppin að kynnast góðum manni, sem að hafði sjálfur gengið í gegn um sömu erfiðleikana, og þar fundu tvær góðar sálir hvor aðra. Þrátt fyrir góðar stundir með nýja manninum þá ólgar hún inní sér af reiði út í fyrri manninn, og er ég stundum hrædd um að þessi biturleiki eigi eftir að fara illa með hana og jafnvel eyðileggja gleðina yfir nýja manninum sem að vill allt fyrir hana gera.

Sannleikurinn er sá, að við eigum að reyna að njóta hverrar gleðistundar, hver veit nema að það sé sú síðasta, við eigum að reyna að fyrirgefa og gleyma, munum eftir góðu hlutunum, gleymum smáhlutunum sem að pirra okkur öðru hvoru, og okkur á eftir að líða mikið betur.

Enginn er fullkominn sem að betur fer, og öðru hvoru verðum við jafnvel að sætta okkur við að þurfa að byrja uppá nýtt, snúa bakinu við fortíðinni, en taka á móti framtíðinni með opnum örmum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta er svo rétt hjá þér, lífið verður líka miklu auðveldara ef við látum gamla biturð og reiði afturfyrir. Það eina sem reiðin út í einhver gerir, er að láta okkur sjálfum líða illa og lífið er allt of stutt til að eyða því í vanlíðan sem við getum sjálf losað okkur við

Eigðu góðan dag flotta kona

Jónína Dúadóttir, 5.2.2009 kl. 07:56

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Þakka fyrir falleg orð mín kæra

Heiður Helgadóttir, 5.2.2009 kl. 13:04

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Heyr, Heyr mín kæra, eins og talað úr mínu hjarta.

Sigríður Sigurðardóttir, 5.2.2009 kl. 17:35

4 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Þakka þér fyrir það Sigga mín

Heiður Helgadóttir, 5.2.2009 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband