18.4.2009 | 23:06
Enn ein kannabisræktunin
Mér svona datt í hug hvort að verið væri að rækta kannabis, ætlað til útflutnings, til þess að afla gjaldeyris.
Lokuðu kannabisverksmiðju á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:41 | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er allavega ágætis hugmynd, þó ég haldi að það sé gert upp að vissu marki.
við gætum selt bandaríkjamönnum og stöðvað peningaflæði til fíkniefna barónanna í Mexíkó.
gústi (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 00:47
Heiður Helgadóttir, 19.4.2009 kl. 10:24
Allt kannabis sem er ræktað á Íslandi er svo keypt aftur hér á landi.
Jökull (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 13:30
Þá væri hægt að halda að helíngur þjóðarinnar totti kannabis dags daglega
Heiður Helgadóttir, 19.4.2009 kl. 21:04
Það þykir mér hvorki ólíklegt né óeðlilegt enda er Kannabis allra meina bót.
Matthías (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 00:11
Matthíasallra meina bót, reyndar veit ég að krabbameinssjúklingar fá stundum kannabis, en er ekki kannabisnotkun oftast byrjun á öðru sterkara
Heiður Helgadóttir, 20.4.2009 kl. 08:41
Áttu við hassið? Það má vera þó ég viti það ekki í raun. Í dag veit maður ekkert hverju þeir blanda útí það, blómin eru heilsusamlegri kostur.
Matthías (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 13:32
Verð að viðurkenna vankunnáttu mína í þessum efnum, hvað eru blómin
Heiður Helgadóttir, 20.4.2009 kl. 19:33
Blómin koma á kvenplönturnar og á þessum blómum eru THC-kristallar. Blómin innihalda mest af THC og þegar talað er um að reykja gras eða Marijúana þá er átt við blómin. Blómin eru einfaldlega klippt af plöntunni og þurrkuð, engin eiturefni eru notuð til þess að verka þau eins og t.d. þegar hassið er framleitt.
<img_src="http://www.cannabis-seeds.co.uk/product_images/1197/thumbs/1/velvet-bud.jpg">
Hérna sérðu blómin
Matthías (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 20:57
Æ, kóðinn virkar ekki.
http://www.cannabis-seeds.co.uk/product_images/1197/thumbs/1/velvet-bud.jpg
Hérna slóðin á myndina.
Matthías (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 20:59
Ég þakka Matthíasi fyrir upplýsingarnar, komst ekki inn á síðuna, en veit nú betur hvað þú áttir við.
Heiður Helgadóttir, 20.4.2009 kl. 22:50
Hehehe....allir út úr reyktir....kreppa hvað?.....kosningar.....eru þær ekki eftir 2 ár? Nei, smá grín. Mæli ekki með kannabis, nema þú sért með slæmt krabbamein og mikla verki því tengdu!
Sigríður Sigurðardóttir, 20.4.2009 kl. 23:37
Sigga, hef heyrt þetta um að krabbameinssjúklingum sé leift að nota kannabis, en hvar er það keypt
Heiður Helgadóttir, 21.4.2009 kl. 09:32
Það er keypt af sömu aðilum og selja öðru fólki kannabis. Kannabis er fullkomlega ólöglegt lyf á Íslandi. Í sumum fylkjum Bandaríkjanna er þó hægt að nálgast svokallað "Medical Marijuana" með læknisvottorði en slíkt hefur ekki gerst hér á landi. Staðreyndin er sú að Kannabis er mjög hentugt lyf við mörgum sjúkdómum þar sem það slær á ýmis einkenni (t.d. kvíða, þunglyndi, gigt, gláku, lystarleysi, asthma, ógleði osfrv.)og því má nota það til dæmis samfara geislameðferð.
Matthías (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 12:58
Ja hérna Matthias, ég ætti kannski að fara út í kannabíið, en ég á til að þjást af kvíða, þunglyndi og asthma.
Heiður Helgadóttir, 21.4.2009 kl. 13:25
Það er auðvitað möguleiki. Mér finnst samt að þú ættir að kynna þér plöntuna vel áður, því hún hentar nefnilega ekki öllum. Ég er sjálfur haldinn félagskvíða og hef gert tilraunir með kannabis. Það minnkaði líkamlegu einkennin t.d. hjartsláttinn sem fylgir oft félagskvíða og ég fann ekki til þeirra óþæginda sem ég finn yfirleitt fyrir útaf kvíðanum. Þegar áhrif plöntunnar voru farin að dvína var ég þó kominn aftur í sama far og venjulega. Ég held að eina alvöru lausnin við kvíðanum sé hugræn atferlis meðferð en ekki kannabis. Kannabis getur samt slegið á líkamlegu einkennin tímabundið.
Matthías (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.