20.4.2009 | 08:33
Um daginn og veginn
Og enn skín sólin á okkur hérna í Malmöborg, mikið verður nú skapið léttara þegar að veðrið er gott, og engin vandamál eru svo slæm að ekki sé hægt að leysa þau.
En væri ég búsett á Íslandinu mínu, þá væri ég í miklum vandræðum, og nú á ég við væntanlegar kosningar. Ég er fegin að losna við þá ábyrgð að þurfa að velja út einn flokk, og kjósa þann flokk, og komast svo að því eftir kosningar, að öll loforðin og faguryrðin voru eintómt bull.
En ég vona að sá flokkurinn komist að, sem að getur haft áhrif á dýrtíð og atvinnuleysi.
Mikið er smyglað af eiturlyfjum, miðað við það mikla magn sem að er tekið flestalla daga vikunnar, væri hægt að halda, að meira en helmingur þjóðarinnar sé farin að styrkja sig á dópi, eða farnir að reykja gras, kannski veitir fólki ekki af því, í því ástandi og öryggisleysi sem að ríkir í landinu, en verst er nú að vita til þess að höfuðpaurarnir nást sjaldan, þeir geta setið á sínum breiðu afturendum, og lifað flott á kostnað annarra, þar er ekkert atvinnuleysi.
Nú er sólin farin að lokka mig út til sín, ég held að ég skelli mér út í sólbað með bókina sem að ég er að lesa, en það er frábær bók eftir frábæran rithöfund Margaret Yorke.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:31 | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jamm, held kannski að ég halli mér í góða bók á kosningadaginn, og sleppi því að mæta.....eða skila auðu.....eða...æ...hvernig á maður að vita hvað skal kjósa?
HJÁLP!
Sigríður Sigurðardóttir, 20.4.2009 kl. 23:33
Góðan dag þarna í sólinni
Jónína Dúadóttir, 21.4.2009 kl. 06:17
Sigga mín, lokaðu bara augunum, og settu X einhversstaðar það skiptir ekki svo miklu máli hvar það lendir
Jónína prjónína, sömuleiðis mín kæra
Heiður Helgadóttir, 21.4.2009 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.