Um hitt og þetta, kóngulær, ferðafólk og vændi

Og enn skín sólin á okkur hér í Malmöborg, en í dag get ég ekki legið í leti, í dag er þvottadagur.

Ég þarf að draslast með skítugan þvott niður í kjallara, og stugga við kóngulónum, sem að eru með lögheimili í þvottahúsinu hjá okkur, sagt er að við, hérna í gamla húsinu okkar séum með afar stórar og pattaralegar kóngulær, miðað við aðra kjallara. Það er náttúrlega vegna þess, að við drepum ekki okkar kóngulær, en hér er talið mikið ógæfuverk að drepa kónguló, og verður það til þess að ég þykist ekki sjá þessar feitu kóngulær, sem að skjótast upp um alla veggi, þegar að ég heimsæki þvottahúsið okkar.

Þegar að ég gluggaði í fréttir á forsíðu Moggans, þá sá ég að ferðamenn koma mikið til Íslands þessa dagana, er ekki nema gott um það að seigja, ekki veitir af að fá gjaldeyrir inn í landið. Annars fannst mér frekar dýrt heima, en auðvitað var ég með lélegan gjaldeyrir, sænskar krónur.

Um leið rak ég augun í fréttirnar um þá, sem að kaupa vændi, verða fundnir til saka fyrir það athæfi sitt, að kaupa sér ástarstund. Vitnað var í sænsk lög, en eftir því sem að ég best veit, þá hefur vændi ekki minnkað, það fer öðru vísi fram, dömurnar eru meira í eigin íbúðum, götuvændið hefur kannski minnkað eitthvað, en aldrei verður hægt að koma í veg fyrir vændi. Og því miður er sannleikurinn sá, að margir menn eiga í erfiðleikum með að ná sambandi við hitt kynið, og leita þá til falra kvenna, einfaldlega vegna þess að allir eru fæddir með þessa blessuðu náttúru, fallegir sem ljótir.

Ég er ekki að mæla vændi bót, og alls ekki ef að eiturlyf og börn eru innblönduð, annars lít ég á vændi sem illa nauðsýn fyrir þá sem að ekki eiga kost á öðru.

Óska öllum góðs dags. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 99392

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband