Föstudagsrugl

Og þá er kominn föstudagur. Veðrið gæti ekki verið betra hérna í Malmöborg, og þessi veðurblíða á að endast yfir hvítasunnuna.

Ég sem að skrifa þessar línur, sit ennþá í náttfötum með morgunkaffið mitt, ég sef alltaf svo lengi á morgnana, er næturmanneskja, get setið uppi á kvöldin, en finnst fátt betra en að fá að sofa út á morgnana, svona þegar að ég er í fríi frá vinnunni.

Annars skeður lítið hérna, annað en þetta venjulega, gamlar konur og gamlir menn eru rænd, annað hvort úti á götu, eða að það er ráðist inn á heimili þeirra. Enginn hefur verið drepinn síðustu daga, að mér vitandi. Þetta lætur kuldalega, en svona er daglega lífið í svolítið stærri borg en  Reykjavíkinni okkar, samt finnst mér nokkuð mikið ske þar, miðað við hausatölu.

Ég er búin að sitja við lestur bloggara hérna á Moggablogginu, margir feikilega góðir pennar eru hérna, verst hvað fólk gefst upp á að blogga, mér finnst ólíkt skemmtilega að vera hérna, en á þessari bansettu fjesbók, sem að er svo vinsæl að það hálfa væri nóg. Auðvitað kíki ég öðru hvoru inn þar, en finnst fjésbókin vera mest fyrir yngri kynslóðina, miðað við alla leikina sem að mörgum finnst svo gaman að. Ég er með fleiri tilboð frá hinum og þessum, í hvert skipti sem að ég lít inn, en verð að viðurkenna, að ég nenni ekki að opna þau, og hananú.

Ætla núna að fara að skvera mig upp, í föt, og jafnvel að greiða mér, áður en að ég skíst í bæinn, hver veit hvern maður getur hitt í bænum(svona smágrín).

Óska öllum góðs dags.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sammála þér með bloggið, ég er ekkert að gefast upp hérna... bara mikið að gera í kjötheimi mínumEigðu góðan dag sæta og góða helgi

Jónína Dúadóttir, 29.5.2009 kl. 11:33

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Sömuleiðis, góða helgi mín kæra

Heiður Helgadóttir, 29.5.2009 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 99439

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband