25.6.2009 | 23:41
Bara um hitt og þetta, einkamálin og þá beisku
Í dag er búinn að vera mikill letidagur hjá mér, það er nauðsýnlegt að vera með algjöra letidaga öðru hvoru, ég mæli með því, það ætti að vera regla hjá öllum að taka að minnsta kosti einn letidag í mánuði.
Ég er samt búin að glugga í helstu fréttir á netinu, brá þegar að ég sá frétt um andlát Michael Jacksons, hef hálf vorkennt honum í gegn um árin, það hlýtur að vera mikið að, þegar að fallegur dökkur maður getur ekki sætt sig við hörundslit sinn, og verður að hvítu viðundri.
Ég las líka um sex manna fjölskilduna sem að situr uppi með tvær íbúðir og lóð, og eru í dag, atvinnulaus. Um leið finnst mér hálf skrítið að það hafi verið hægt að fá svona háar peningaupphæðir lánaðar, ekki ætla ég að dæma þetta fólk, trúlega eru nokkuð margir sitjandi í sömu súpunni.
Og enn eru jarðskjálftar heima á litla landinu mínu, þetta fer að verða daglegur viðburður, það fer bara svolítið um mig þegar að ég les þessar fréttir.
Eftir lestur net dagblaðanna skellti ég mér inn á "Einkamálin", svona til að athuga hvaða heiðursmenn stæðu til boða þar. Einn var sniðugur, hann var atvinnulaus, og um leið og hann óskaði eftir kynnum við góða konu, þá bauð hann fram þjónustu sína í pípulagningum og húsaviðgerðum. Ég óska honum alls góðs, vona að hann fái bæði konuna og vinnuna.
Einn var giftur, hann var 15 sentímetrar, ég held að það hafi ekki verið hæð hans, um leið skrifaði hann, "mig langar að ota mínum tota", Jesús minn, vonandi kemst ekki konan hans í þessi ósköp.
Einn var feikilega rómantískur, hann vildi fljúga á vængjum ástarinnar um himinbláan himininn, og lofaði með mörgum fögrum orðum, hvernig hann myndi veita réttri konu eilífa ást(og ýmislegt annað). Eftir lestur þessara og nokkra annarra, gafst ég upp, en vona að sá atvinnulausi finni eitthvað við sitt hæfi.
Beisku droparnir sem að eru í framleiðslu hjá mér eru orðnir drykkjarhæfir, ég smakkaði á þeim áðan, og held að þeir hafi heppnast vel, bragðið minnir mig á Svarta dauða, og er ég eiginlega á þeim skónum, að láta bara gestina halda að þetta sé heimatilbúinn Svarti dauði, svona til þess að losna við leiðinda athugasemdir um að þetta séu skrítnir Beiskir dropar.
Nú læt ég þetta gott heita, óska öllum góðrar nætur.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Breytt 26.6.2009 kl. 00:00 | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jónína Dúadóttir, 26.6.2009 kl. 06:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.