Frá húsinu mínu......................................

Í dag er gott veður, reyndar var veðurspákallinn í morgunsjónvarpinu eitthvað að dylgja um smá skúra, en eins og að allir vita, þá er sjaldan hægt að taka mark á þessu veðurfólki.

Hér í litla húsinu mínu gengur á ýmsu. Eins og að ég hef sagt frá í eldri bloggum, þá eru sex íbúðir í húsinu mínu, og við sem að búum í  fimm íbúðum erum einhleyp, flest öll höfum við verið gift einhvertíma, og í sambúðum, en eigum það öll sameiginlegt að okkur finnst svo ljómandi gott að geta ráðið okkur sjálf, þið vitið þetta, að þurfa ekki að taka tillit, og að vera með matinn tilbúinn á slaginu sjö.

Eða ég hélt að við værum sammála í þessum málum, en hvað manni getur skjátlast. Nú er Gunnel garðyrkjukona komin á bullandi kallafar, ekkill sem að er vinur vina þeirra, kom auga á dömuna í kaffiboði hjá góðum vinum, og linnti ekki látum fyrr en að honum tókst að fá stefnumót. Svo að núna er ekki talað um garðrækt lengur, nú tölum við Gunnel um sexí undirföt, og vorum við sammála um svona glansandi með blúndum, og fer hún í bæjarferð í dag, ég fæ að sjá árangurinn í kvöld.

Ég er ósköp ánægð með þetta, en hef samt áhyggjur af garðinum okkar, því að það er ekki hægt að anna bæði köllum og ógresi á sama tíma, eða.

Kristján fuglaskoðunarmaður leynir líka á sér, hann er kominn með kærustu. Greinilega var hann ekki alltaf að skoða fugla um helgar, eins og að við hérna í húsinu héldum. Allt í einu birtist hann með þéttvaxna konu sér við hlið, og Hans vissi uppá hár, hvenær sú þétta fór að gista hérna í íbúðinni við hliðina á mér.

Svo að það eru miklar breytingar hérna í húsinu mínu, en sem betur fer eru þær jákvæðar, og er gaman að sjá þetta góða fólk svona hamingjusamt. Ég verð nú samt að viðurkenna, að ég vona að þetta ástarvesen á þeim, verði ekki til þess að þau fari að flytja frá húsinu okkar, ég vil alls ekki missa þau frá mér.

Óska öllum góðs dags.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Sigríður Sigurðardóttir, 15.7.2009 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband