Bara um hitt og þetta

Í dag skín sólin á okkur hérna í Svíþjóðinni, á eftir fer ég út með góðan reifara, klædd þeim svarta, sem að er svo klæðilegur, þegar að ég dreg inn magann(þetta með magann er nú smá djók), en hvenær kemur í tísku að vera soldið bústinn og með útstæðan maga.

Ef að ég man rétt, þá er það í einhverju arabalandi, sem að konur þykja fallegastar vel feitar, kannski ættu allar vel feitar og magamiklar að flytja þangað.

Í gær fór ég í "kolaportin" okkar hérna í Malmö, mikið fólk var á ferðinni, og var virkilega gaman að rölta þarna og sjá hvað var á borðstólum. Verð samt að viðurkenna að ekkert vakti áhuga minn það mikið að ég drægi upp þunnleita budduna, enda eins gott, ég þarf að telja krónurnar þennan mánuðinn.

Fyrir utan eitt "kolaportið" stóð sígaunakona, hún var frekar illa klædd, og kallaði til mín, madam, kallaði hún, ég varð svo upp með mér að vera kölluð svona fínu nafni, að ég stoppaði og átti eiginlega von á því að hún bæði mig um nokkrar krónur fyrir mat, en hún dró upp digran gullhring, sem að hún otaði að mér, og vildi að ég keypti handa manninum mínum. "Ekta gull, madam" sagði hún. "Þinn maður voða glaður, þú kaupa gull til hann". Þegar að mér tókst að koma henni í skilning um að engan ætti ég manninn, þá vildi hún að ég keypti hringinn fyrir væntanlegan mann. Auðvitað fór ég hringlaus frá henni.

Mikið er nú gott að ekkert manntjón varð í brunanum á Þingvöllum, dauða hluti er alltaf hægt að endurnýja.

Mín elsta minning frá Þingvöllum er þegar að ég var lítil hnáta, í hvítum sokkum og svörtum lakkskóm, með slaufu í hárinu. Það var einhver samkoma þar, og mikið fólk, og óskaplega gott veður.

Ég man vel eftir ísnum sem að ég fékk, og eins er mér minnistætt að ég sá konu sem að lá í sólbaði, og var ber að ofan, og var ég óspart skömmuð þegar að ég góndi á hana. Í dag þætti það ekki mikið mál þó svo að kellingar lægju berar að ofan í Þingvallalaut.

Ég slæ botninn í þetta með þessari Þingvalla endurminningu minni, óska ykkur sem að lesa þetta, góðs dags.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Eigðu líka góðan dag í sólinni mín kæraHér er núna eðlilegt íslenskt sumarveður, sólarlaust og 10 stiga hiti... passar ég er komin í smá sumarfrí, en það er allt í lagi við erum búin að hafa svakalega gott veður svo lengi

Jónína Dúadóttir, 13.7.2009 kl. 08:40

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Eigðu nú gott og huggulegt frí kæra jónína

Heiður Helgadóttir, 13.7.2009 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband