23.7.2009 | 10:10
Sólin er í malmö í dag
Loksins komin heim, eftir annasama viku úti á sjó. Það eru sumarfrí í mörgum löndum, og velja margir að fara í húsbílum um Evrópu, og byrja ferðina á því að fara með okkur yfir til Þýskalands, eða frá Þýskalandi til Svíþjóðar.
Þjóðverjarnir eyða gjarnan sínu fríi í Svíþjóð, ódýrt fyrir þá, enda fá þeir margar krónur fyrir evrurnar sínar.
Og Pólverjarnir eru okkur tryggir, þeir eru ennþá að vinna í Noregi, og koma með þykka bunka af seðlum inn í búðina okkar, og kaupa dýrustu og fínustu ilmvötnin handa henni, sem að býður heima, og óhemju mikið súkkulaði handa börnunum.
Íslendingar fara öðru hvoru með okkur, ég gef mig sjaldan á tal við þá, en átti samt skemmtilegt samtal við einn myndarlegan landa sem að er búsettur í Noregi, og var á ferð með vinum sínum.
Ekki var eins gaman að hitta íslensku konuna sem að setti upp þóttasvip, þegar að hún borgaði með kortinu sínu, og mér varð á að lesa upp nafnið hennar(vil ekki skrifa það), og reif af mér kortið, og strunsaði í burtu. Samt var ég nýþvegin og hafði vandað mig við greiðsluna, hélt hún að ég vildi koma í kaffi til hennar.
En litli drengurinn hennar stoppaði og brosti til mín, hann kunni sig betur en mamman.
Ég er stundum að velta fyrir mér hvort að það sé æskilegt fyrir hjónabönd að fara í húsvagna og húsbíla sumarfrí, fer ekki fólk á tauginni að kúldrast í pínulitlum húsvagni eða húsbíl í fleiri vikur, oftast eru þetta fimm manns, pabbi, mamma og þrjú börn.
Og svo þarf fjölskyldan að vera saman daga sem nætur í fleiri vikur, þetta fólk sem annars hittist bara á kvöldin og um helgar, og hefur þá ekki tíma til þess að verða pirruð út í hvort annað.
Það kæmi mér ekki á óvart þó svo að margir skilnaðir yrðu eftir húsvagna og húsbíla sumarfrí.
Slæ botninn í þetta, enda komið gott veður hérna hjá okkur í Malmö, í gær var óttalega grátt og rigning, en í dag skín sólin.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:16 | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skilaðu kveðju til sólarinnar frá mér og eigðu góða helgi
Jónína Dúadóttir, 24.7.2009 kl. 08:13
Júmm, vinkona lítið rými getur aukið álag á sambönd.....en svo mega líka sáttir vel við una þó þröngt sé. Svo máske hefur frúin verið orðin önug fyrir.....en samt engin ástæða að taka það út á þér! Sólarkveðjur frá litla Fróni.
Sigríður Sigurðardóttir, 25.7.2009 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.