Mikil leti hefur kvalið mig..............................................................

Mikil leti hefur kvalið mig undanfarnar vikur, ég hef ekki bloggað, ég hef ekki nennt að lesa blogg hjá öðrum, rétt litið inná fésabókina, og þá til þess að gera alls konar hálf kjánalegar þrautir, og komist að þeirri niðurstöðu að ég er ekki eins sniðug og ég hélt, nema að það sé ekkert að marka þessa fésabók(er náttúrlega örugg á því að fésabókin getur ekki reiknað rétt út mínar gáfur).

Sólin er búin að hlýja okkur vel undanfarna daga, það liggur við að það sé búið að vera of heitt, en ég hef unað mér vel í hitanum, og legið flesta daga úti í garðinum, fáklædd og vel smurð með sólarvarnarkremum. Ég er auðvitað orðin kaffibrún, og afar freknótt, en í dag er mér sama um freknurnar, það var verra að lifa með þær þegar að ég var yngri.

Eiginlega er ég búin að vera eins og hann Palli sem að varð einn í heiminum, þessa vikuna sem að ég er búin að vera heima. Gunnel á fyrstu hæðinni er á endalausu kallafari, hún kemur heim öðru hvoru til þess að ná í hrein föt, og líta eftir póstinum, reyndar dró hún upp nokkra vel vaxna arfa í gær, og varpaði ég öndinni léttara þegar að ég sá það(var orðin dauðhrædd um að þurfa sjálf að fara að eltast við arfann) Hans vökvar blómin með hangandi hendi, honum líður illa þessa dagana, enginn drekkur kaffi með honum á morgnana, enginn smyr brauðið hans, engin grillar með honum á kvöldin, enginn slær í borðið með honum og blótar útlendingum sem að tröllríða landinu, því að hún sem að tók þátt í þessu með honum smyr núna brauðið fyrir annan mann og á öðrum stað.

Ég legg á stað í vinnuferð á morgun, og óska öllum góðrar viku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er stundum svo gott að vera PalliGangi þér vel í vinnunni mín kæra

Jónína Dúadóttir, 13.8.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband