16.9.2009 | 09:05
Mig vantar engar fokking nærbuxur, eða hrukkukrem
Jæja þá er ég komin heim í rólegheitin, eftir stress og lítinn svefn úti á sjó.
Það er ekki mikið sem að truflar mig hérna í litla húsinu okkar, nema síminn, sem að hringir óspart, og eru það mest fólk sem að er að reyna að plata mig til að kaupa allskyns óþarfa.
Í gær hringdi ung stúlka(eftir röddinni að dæma)og spurði hvort að ég vildi ekki fá sendar nærbuxur, þær fyrstu áttu að vera gjöf til mín, svo átti ég að kaupa nokkur pör fyrir afar hagstætt verð. Nú vil ég ekki fá neinar fokking nærbuxur, og ég er með allar skúffur fullar af nærbuxum, og ég vel út mínar nærbuxur sjálf og hananú.
Ein hringdi og vildi senda mér smá túpu af hrukkukremi, svo gat ég pantað stóra túpu eftir að hafa prófað innihald litlu túpunnar. Hvernig gat hún vitað að ég þyrfti hrukkukrem, er leitað að kellingum á vissum viðkvæmum öldrum og þær gabbaðar til þess að kaupa vasilín í flottum umbúðum. Ég þakkaði ekki einu sinni fyrir boðið, ég sagðist ekki vera með eina einustu hrukku í mínu fagra smetti, og lagði á, já, já smálygar eru ekki saknæmar.
Og svo hringdi hann frá rafmagnsveitunni, hann heilsaði eins og að við værum nánir vinir, sem að drykkjum kaffi saman á hverjum deigi, en þá var ég búin að fá nóg af þessu fólki, og vildi alls ekki taka þátt í samtalinu um rafmagnsreikningana mína.
En svona fyrir utan það að vera pirruð út í þessi grey sem að reyna að auðgast á því að selja okkur alls kyns drasl, þá er lífið bara nokkuð gott. Úti skín sólin, og ætla ég að fara út í langan göngutúr, óska öllum góðs dags.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:32 | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.