Hef ekki bloggað lengi, en nú er komið haust......................................

Ég hef ekki bloggað vikum saman, og verið löt við að lesa blogg hjá mínum kæru bloggvinum, hef eiginlega ekki lesið Moggann undanfarnar vikur, nema þá helstu fréttir og fasteigna auglýsingarnar.

Nú er haustið komið til okkar hérna á Skáni, mikið rok er hjá okkur, og þegar að ég var úti í gönguferð í dag, þá þakkaði ég mínum sæla fyrir að vera ekki lauflétt, annars hefði ég tekist á loft upp, og fokið eitthvað út í buskann. Svo að það er nú gott að vera soldið búttuð öðru hvoru, nema þegar að manni dettur í hug að máta föt.

Mér varð á að þvælast inn í Mollið, varð að hvíla mína lúnu fætur, og þá er tilvalið að labba um í rólegheitum í fatabúðunum, og svo er hægt að setjast niður öðru hvoru, yfirleitt eru stólar fyrir utan prófklefana, og þar sat ég dauðpirruð á sjálfri mér og yfirviktinni, því að ég líktist mest litlum fíl í öllu sem að ég mátaði, og ekki nóg með það, ég tók eftir því að ég var grænleit í framan í sumum speglunum, og er ég að velta fyrir mér hvort að ég eigi að hafa samband við búðareigendur, og benda þeim á hvað það sé áríðandi að vera með góða spegla, helst svona sem að fegra viðskiptavinina, og jafnvel geri þá grennri en þeir eru. Ég er örugg á því að salan myndi aukast.

Nú læt ég þetta gott heita, óska öllum góðs kvölds.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Hverra manna skyldi konan vera? Sérdeilis forvitinn ef hún er af Rangæskum ættum.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 4.9.2009 kl. 17:38

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Bergsætt í föðurætt, móðurættin frá Langanesi. Góð blanda held ég.

Heiður Helgadóttir, 4.9.2009 kl. 18:04

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það ert ekki þú ljúfan mín, það eru fötin Gaman að þú skulir skrifa hérna

Jónína Dúadóttir, 5.9.2009 kl. 19:23

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Grænu speglarnir eru einnig til hér.  Minnir illilega á sjóveiki, og jafnvel "litla græna menn frá Mars", þá mátað er fyrir framan slíka grænspegla.  Botna þetta ekki vinkona.  En góðar stundir og vonandi fer veður að skána á þínum slóðum.

Sigríður Sigurðardóttir, 13.9.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband