30.9.2009 | 20:11
Snúðabakstur
Ég sé að margir skrifa um mat hérna. Ég ætla að skrifa smávegis um bakstur, en eins og allir vita, þá þarf sérstaka hæfileika til þess að baka vel útlítandi kökur, sem að eru um leið bragðgóðar.
Ég er búin að uppgötva að ég er bara með þeim betri í snúða bakstri. Ég held að fáir hafi séð fallegri snúða, en þá sem að ég bakaði í dag.
Ég fór eftir Amerískri uppskrift, og eins og að þið vitið þá er nú allt svo stórt í Ameríkunni, snúðarnir mínir urðu líka stórir, lyftu sér eftir kúnstarinnar reglum, og ilmuðu eins og snúðarnir í Ameríkunni.
Ég nenni ekki að taka myndir af snúðunum, en geri það næst, og spái því að flestir fái vatn í munninn við þá sjón.
Mikið annað hef ég ekki afrekað, enda er ég nýkomin heim, eftir annasama viku, og frekar leiðinlegt veður.
Auðvitað er haustið komið til okkar hérna í Malmö, en í dag var góður haustdagur, sól öðru hvoru, og fallegu haust litirnir eru farnir að koma fram á trjám og öðrum gróðri.
Ég læt þetta gott heita(óttalegt röfl er þetta í kerlingunni) hugsið þið. En þar sem að enginn annar hrósar mér, þá verð ég að gera það sjálf.
Óska öllum góðrar nætur.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vildi geta skroppið til þín í snúðakaffispjall, ég er viss um að ég mundi njóta félagsskaparins... og snúðanna auðvitað líkaErtu til í að gefa mér uppskriftina ?
Jónína Dúadóttir, 30.9.2009 kl. 21:50
Ég hefði ekki slegið hendinni á móti því. Sendi uppskriftina áður en að ég fer út aftur
Heiður Helgadóttir, 1.10.2009 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.