Bara um hitt og þetta

Ég ætla bara að rabba um hitt og þetta, er ekkert að blanda mér í stjórnmálin heima, hef ekkert vit á þeim málum.

Verð samt að viðurkenna að ég varð steinhissa þegar að ég las að hann Davíð væri kominn til Moggans, og ónefnd kona hringdi í mig og sagðist ætla að seigja upp áskrift sinni hjá Morgunblaðinu, og nú væri Fréttablaðið komið með jafn mikið af minningargreinum, og þá engin ástæða til að halda tryggð við Moggann og Davíð.

Mér varð á að rölta út í Mollið okkar, erindið var nú að kaupa stækkunargler, ég nota auðvitað allskonar gleraugu, bæði alvöru gleraugu og líka þessi ódýru sem að eru alveg ágæt í flestum tilvikum, nema þegar að ég ætla að reyna að sjá hvað takkarnir á myndavélinni minni þýða.

 Nú eftir mikið rölt í búðunum, þá tókst mér að finna eina búð sem að seldu stækkunargler, ekki nóg með það, ég get líka notað stækkunarglerið sem vasaljós, fékk batterí með, get þá athugað takkana á myndavélinni minni í kolsvarta myrkri, að tala um að slá tvær flugur í einu höggi.

Í gleði minni yfir stækkunarglerinu, sem að er líka vasaljós, ákvað ég að gera smá innkaup í matarbúðinni.

Þar gerði ég þessi frábæru kaup, eftir að hafa hent kaffi og klósettpappir í körfuna hjá mér, þá rekst ég á flotta plastbauka, einn var í laginu eins og hvítlaukur, einn var eins og venjulegur laukur, og svo var einn eins og sítróna.

Mér sýndist standa á verðmiðanum að allir ættu að kosta þrjátíu krónur, ég hefði átt að taka upp stækkunarglerið, en þegar að ég kom að kassanum, þá kostaði hver baukur þrjátíu krónur, en auðvitað lét ég það ekkert á mig fá, og keypti alla þrjá.

Og núna er hvítlaukurinn minn kominn í baukinn sinn, laukurinn er í sínum bauk. Því miður átti ég bara hálfa sítrónu, en þessi hálfa sítróna er líka kominn í fagur gulan sítrónubauk.

Á milli þess sem að ég baka kanilsnúða, eða rúlla kjötbollur, þá er ég að hreinsa til í skápum og skúffum eina ferðina enn. Það er ótrúlegt hvað safnast að manni. En núna fær Hjálpræðisherinn ekkert frá mér, núna tek ég myndir af öllu,og set inná netið, því að núna vil ég fá peninga fyrir fötin mín.

Ég las um í morgunblaðinu okkar, að á sama stað sem að ég sel mitt hafurtask, þar voru seldir gamlir útgengnir táfýlu skór, sem að Christer Pettersson sem að var gruaður um morðið á Palme, hafði gengið í, fyrir sjö þúsund sænskar krónur.

Nú læt ég þetta gott heita, óska öllum góðs dags.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 1.10.2009 kl. 18:43

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Jamm, Heidi furðulegt hvað okkur ætlar að ganga erfiðlega að fá Dabbann til að "setjast í helgan stein"!  Seig Bláa höndin, og vill vera að hræra í hlutunum með sínum löngu bláu fingrum.  Leist vel á baukana þína nýju...en asskoti yrðu þeir dýrir í frónverskum krónum.

Sigríður Sigurðardóttir, 11.10.2009 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband