Bara um hitt og þetta

Ég er orðin svo löt við bloggið, eiginlega vegna þess að mér finnst ég hafa svo lítið að skrifa um.

Auðvitað vona ég að einhverjir sakni mín, þó svo að ég hafi aldrei komist ofar en að vera ein af fimmtíu mest lesnu bloggurum, svona einstaka sinnum.

Hér í Malmö er farið að kólna, og er okkur hótað snjóblandaðri rigningu í nótt.

Flestir eru komnir í vetrarföt, áberandi eru svartir og gráir jakkar, væri hægt að halda að fólk væri hrætt við aðra liti. Og auðvitað eru flestir komnir með trefla og húfur, oftast í gráum og svörtum lit.

Ég undirrituð skrapp í bæinn í gær, og heimsótti hinar og þessar skransölur, en það er með því skemmtilegasta sem að ég geri, því meira drasl, þess betra.

Auðvitað geri ég góð kaup öðru hvoru, í þessum leiðöngrum mínum, í gær fann ég þennan flotta svarta fjörutíu tals kjól(eins og móðir mín var í þegar að hún var ung). Ég saup hveljur þegar að ég fann hann, og svo þegar að hann passaði svona ljómandi vel(auðvitað mátaði ég hann, mitt í öllu draslinu) þá hélt ég varla vatni. Út fór ég með þennan fagra kjól, og verður hann notaður um næstu helgi, en þá fer ég á smáskemmtun, sem að er kölluð "hrukkur og hundrað pör af skóm".

Ég fer með vinnufélaga mínum, konu á besta aldri. Við konurnar á besta aldri vildum fá Daniel vin minn með okkur, en hann snéri bara upp á sig, og sagðist ekki vera kominn með hrukkur eins og sumir. Ég benti honum á að það væri nú farið að halla undir fæti hjá sumum(hann er jú kominn yfir þrítugt, þessi elska), og svo veit ég fyrir víst að hann á minnst fimmtíu pör af skóm. 

Ég hef verið að dunda mér við að færa til húsgögnin heima hjá mér, og er með stóra hillu sem að ég ætlaði að setja niður í geymslu. Ég fékk fuglaskoðunarmanninn til þess að hjálpa mér, og vorum við komin hálfa leiðina niður í stigann hjá mér, þá komust við hvorki upp né niður. Við festumst með hilluna, Kristján fuglamaður var orðinn eldrauður í framan og hrópaði til mín, "hvernig tókst þér að koma hillunni upp", ég sagði eins og að satt var, að það voru flutningakallar sem að sáu um það.

Þarna stóðum við nokkuð lengi, og komumst hvorki upp né niður, en þá kom Hans á fyrstu hæðinni, hann hafði heyrt í okkur, og kom hann með góð ráð, og hrópaði hvatningarorð til okkar þegar að við vorum að gefast upp, og á endanum komumst við upp með hilluna aftur, og stendur hún úti á gangi, og verð ég víst að sætta mig við að hafa hana þar.

Læt þetta gott heita.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ææææ... ég vildi ég hefði verið þarna og fengið að sjá ykkur í stiganum brasandi við fjárans hilluna... Hefði nú samt boðið fram hjálp skoGóða helgi ljúfan mín, gott að fá að lesa frá þér... ég hef saknað þín

Jónína Dúadóttir, 16.10.2009 kl. 14:07

2 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

það getur oft verið flókið að koma hlutum upp og niður stiga kannast aðeins við það síðan ég var á leigumarkaði, og oft koma upp fyndnar uppákomur,,,Gangi þér vel samt að koma hilluskömminni fyrir

Guðný Einarsdóttir, 20.10.2009 kl. 09:50

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Jaso, og mig sem einmitt bráðvantar hillu....verð máske að "flytja" á ganginn til þín....láttu þér líða vel í skammdeginu, vinkona.

Sigríður Sigurðardóttir, 28.10.2009 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband