7.12.2009 | 23:07
Hef ekki bloggað í lengri tíma...........................
Ég er búin að vera afar upptekin kona síðustu vikur, hef ekki haft tíma fyrir blogg né fésabók.
Kannski hélduð þið að, nú væri sú gamla komin á kallafar, og gæti engu öðru sinnt, en ég verð að gera ykkur soldið vonsvikin, enginn maður hefur komist inn á mitt piparkonu heimili nema hann mágur minn og þá í fylgd með systur minni.
En ég er búin að vera á kafi í tölvunni minni, og er að leita að fallegum skartgripum, sem að ég sel á netinu, og er ég farin að selja smávegis, og er nokkuð bjartsýn á framhald af því.
En að leita að réttum söluaðilum er sko ekkert grín, og fer óskaplegur tími í það.
Hér í Malmö er allt á kafi í jóla undirbúningi, eins og í öllum öðrum löndum, mikið fólk í búðunum, og finnst mér margir vera hálf pirraðir á svipinn, enda ekkert grín að leita að réttum jólagjöfum, á réttu verði.
Ég ætla að halda uppá jólin í Malmö, hef ekki verið heima á jólunum í fleiri ár, og eiginlega kominn tími til þess að vera bara heima í rólegheitum.
Auðvitað er ég búin að draga fram alls kyns jólaskraut, og er búin að vera steinhissa á því hvað ég á marga jólasveina, og núna eru jólasveinarnir út um allt hjá mér, ósköp sætir kallagreyin, og ekki eru þeir að trufla mig, en það hefði lifandi jólasveinn gert.
Á morgun fer ég í svínainflúensusprautu, og verð nú að viðurkenna að mér kvíðir fyrir, ég er nefnilega lítið fyrir sprautur, og búið er að fylla mig af alls kyns hryllings frásögnum um hvað geti skeð eftir sprautuna, eiginlega er talið hættulegra að sprauta sig, en að fá flensuna.
Þetta kemur allt í ljós á morgun, og ef að mér tekst að lifa af sprautuna, þá læt ég ykkur vita.
Læt þetta gott heita, óska öllum góðs kvölds.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að lesa loksins eitthvað frá þér mín kæraSvínaflensusprautan er ekkert mál, það er búið að sprauta stóran hluta þjóðarinnar... þar á meðal mig... og ég þekki engan sem hefur veikst af henniEn endilega láttu vita hvernig gengur
Jónína Dúadóttir, 8.12.2009 kl. 06:11
Gaman að lesa frá þér.
Innlitskvittt og knús á þig
Þórhildur Daðadóttir, 8.12.2009 kl. 10:07
Svínaflensubólusetningin er ekkert mál.....þú lifir þetta af, vinkona, spái ég.
Gangi þér vel með jólaundirbúninginn og sveinana.
Sigríður Sigurðardóttir, 16.12.2009 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.