1.1.2009 | 17:19
Kaup á vændi................
Ekki veit ég hvort að ég hef rétt fyrir mér, en ég held að sannleikurinn sé sá að margir menn eigi erfitt með að ná sambandi við hitt kynið af ólíkum ástæður, það getur verið fötlun eða afskræmislegt útlit, eina leiðin fyrir þessa menn til að fá smáhlýju hjá hinu kyninu er að kaupa hana.
Mannskepnan er nú einu sinni sköpuð með þessa blessaða náttúru. Og ef að það eru til konur sem að vilja aðstoða þessa menn mót þóknun er það þá ekki kaup og sala á milli tveggja fullorðinna aðila.
Nú er ég ekki að mæla vændi bót, og alls ekki þar sem að neysla og drykkja hrekur konuna út í þessa atvinnu. Þetta er nú kölluð elsta atvinnugrein konunnar, einhver er nú ástæðan fyrir því.
Ég held að boð og bönn í þessum málum geri þetta allt saman verra, nær væri að vera með löglega staði undir lækniseftirliti.
![]() |
Kaup á vændi orðin ólögleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.1.2009 | 15:08
Árið 2009 er komið hérna í Torreveija
Þá er fyrsti dagurinn á nýja árinu hálfnaður. Hér í Torrevieja er smá sól, rigning kom um hádeigið, lítið af fólki var á ferli þegar að ég fór í þessa daglegu gönguferð mína.
Götusóparar voru að sópa götur og gangstéttar bæjarins, enginn af þeim leit upp þegar að ég skálmaði fram hjá þeim, enda svo sem ekki mikið að sjá, hálf gömul kelling í gallabuxum og strigaskóm.
Reyndar mætti ég prúðbúnu fólki á leið í kirkjuna, undantekningalaust voru mennirnir í dökkum jakkafötum, sumir með hatta, nokkrar af konunum voru í stórum pelsum, jú þær eru í pelsum hérna í sumarblíðunni.
Í gær var haldið uppá gamlárskvöld að rússneskum sið, mikill og góður matur, tengdadóttirin var hakkandi og rífandi niður alla hugsanlega matvöru, og svo var stærðarinnar önd meistaralega steikt í ofninum, borðuð með blómkáli, eplum og gulrótum.
Ég bauð náttúrlega fram aðstoð mína, og sýndi margra ára leikni mína og kunnáttu í að skræla kartöflur.
Auðvitað var skálað fyrir nýju ári, tengdadóttir mín kom með tólf vínber sem að ég átti að borða og óska mér einhvers góðs á nýja árinu á meðan að klukkan sló tólf slög, auðvitað átti ég að ná því að éta þau öll og óska mér tólf óska, mér tókst nú bara að ná því að borða sex, en þá á ég að fá uppfylltar sex óskir, og ég er harðánægð með það.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar