Kaup á vændi................

Ekki veit ég hvort að ég hef rétt fyrir mér, en ég held að sannleikurinn sé sá að margir menn eigi erfitt með að ná sambandi við hitt kynið af ólíkum ástæður, það getur verið fötlun eða afskræmislegt útlit, eina leiðin fyrir þessa menn til að fá smáhlýju hjá hinu kyninu er að kaupa hana.

 Mannskepnan er nú einu sinni sköpuð með þessa blessaða náttúru. Og ef að það eru til konur sem að vilja aðstoða þessa menn mót þóknun er það þá ekki kaup og sala á milli tveggja fullorðinna aðila.

 Nú er ég ekki að mæla vændi bót, og alls ekki þar sem að neysla og drykkja hrekur konuna út í þessa atvinnu. Þetta er nú kölluð elsta atvinnugrein konunnar, einhver er nú ástæðan fyrir því.

Ég held að boð og bönn í þessum málum geri þetta allt saman verra, nær væri að vera með löglega staði undir lækniseftirliti.


mbl.is Kaup á vændi orðin ólögleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er algjörlega sammála þér í þessu. Það ætti að lögleiða vændi og jafnvel opna "Bordel" Með auðvitað  ströngu eftirliti. Ástæður mannskepnunar sem leita sér náðar hjá vændiskonu geta verið margar....

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 17:43

2 identicon

Ég er ekkert sérstaklega hlynntur vændi en heldur ekkert á móti því. Það sem ég er á móti er að í þessum málum hafa Svíar og nú Norðmenn farið offari á hreinlega fölskum forsendum. Rannsókn eftir rannsókn sýnir að þessi rómaða "sænska aðferð" hefur engan veginn virkað, það eina sem hefur gerst er að vændið er ekki eins sýnilegt, það er ekki eins mikið úti á götunum. Af einhverjum ástæðum er árangurinn alltaf talinn út frá fjölda kvenna í götuvændi en horft framhjá því að vændið hefur færst meira inn á netsíður þar sem konur auglýsa þjónustu sína og að vændið hefur færst t.d. yfir til Danmerkur.

Eina svæðið í Svíþjóð hefur sem getur sýnt minnkað vændi síðan 1999 er Vestur Skánn, en það vill einmitt þannig til að 1. júlí 2001 opnaði Eyrarsundsbrúin og ferðir til Kaupmannahafnar urðu auðveldari og fljótlegri - á sama tíma hefur fjöldi sænskra vændiskvenna farið úr því að vera einungis ein og ein í að vera um 20% af vændiskonum í Kaupmannahöfn og sænskum viðskiptavinum vændiskvenna í Kaupmannahöfn hefur fjölgað verulega. Sama hefur gerst í Helsingør, vændiskaupin hafa einfaldlega færst yfir sundið þar líka, ferjur fara á milli Svíþjóðar og Danmerkur þar á 20 mín. fresti.

Þekkt vændi annars staðar í Svíþjóð er þegar komið upp fyrir tölurnar sem voru fyrir lagasetninguna 1999 og heldur áfram að aukast. Þar sem aðgengið að löglegu vændi er ekki til staðar hefur vændið strax náð fótfestu aftur og jafnvel aukist sums staðar. Þar sem hægt er að komast í löglegt vændi með því t.d. að taka lest yfir eitt sund hefur vændið minnkað, einfaldlega vegna þess að það er miklu gáfulegra að stunda það þar sem það er löglegt, bæði fyrir vændiskonuna og viðskiptavininn.

Virkni þessara laga hefur nánast eingöngu byggst á því að breiða yfir vændið, þannig að það sjáist ekki - fólkið sem trúir því að þessi lög séu að virka trúir því eingöngu vegna þess að það sér ekki vændiskonurnar úti á götu lengur og afneitar rannsóknum sem sýna þveröfugt.

Hér er grein sem fjallar um þetta:
http://www.thelocal.se/9621/20080110/

Smá partur úr greininni: 

Feminist author Petra Östergren is also sceptical to claims of a fall in prostitution:

"We have no data that indicates that prostitution overall has decreased, even if some data showed an initial fall in street prostitution". She is backed up by a new report from the National Board of Health and Welfare, which admits that it can't say whether the law has reduced the number of prostitutes:

"It is impossible to show any simple causal links between...legislation and changes in prostitution," the report states.
 

Gulli (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 18:10

3 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Ragnheiður Arna, er innilega sammála þér, þakka innlitið

Gulli, þetta er rétt hjá þér, vændi hefur alls ekki minnkað né horfið nema þá af götunum. Netið er yfirfullt af auglýsingum frá fölum konum, eitt Danskt dagblað yfirfullt af auglýsingum frá konum sem að eru til sölu, en Svíar og Norðmenn eru eins og strútar sem að stinga hausunum niður í sandinn, og halda að þeir séu að fyrirbyggja vændi, hlægilegt.

Heiður Helgadóttir, 1.1.2009 kl. 18:29

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mér er svo sem nokk sama nema ... að ég er á móti lagasetningu sem mun aldrei ná tilgangi sínum nema síður sé. 

Ég þekki til sænsku aðferðarinnar því ég bjó í SE á þeim tíma.. mæli með að fólk sjái myndina lija4ever sem er einmitt um þrælahald og hvað gerist þegar þetta hverfur af götunum..

Norðmenn eru í eðli sínu góðir en í góðmennsku sinni þá eru þeir oft frrekar treggáfaðir.. eins og þessi lagabálkur þeirr ber með sér og núna er rifist í noregi um fjármagnið sem átti að fara í þetta en það er víst eitthvað á reiki.. einnig hef ég lesið viðtal við fyrrv. vændiskonu í noregi sem komst inn í prógrammið þeirra en er komin aftur í vændið því þetta var ekki alveg að gera sig eins til stóð..

tryggjum öryggi vændiskvennana og þá held ég að allir geti verið sáttir. 

Óskar Þorkelsson, 1.1.2009 kl. 18:56

5 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Óskar, ég hef séð myndina Lilja4ever, var að ég held góð lýsing á þvi hvað skeður þegar að verið er að banna hluti, það var sannsöguleg mynd því miður. Og það er betra að tryggja öryggi þeirra kvenna sem að eru í þesum bransa, því að vændi hefur alltaf verið til, og á alltaf eftir að vera til, þetta hefur verið atvinna fjölda kvenna í gegn um aldirnar.

Heiður Helgadóttir, 1.1.2009 kl. 19:39

6 identicon

Takk fyrir góðar bloggfærslur, Heiður.

Gleðilegt ár.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 00:20

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ertu komin heim heillin ?

Jónína Dúadóttir, 6.1.2009 kl. 07:29

8 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Ungi Svenni, þakka þér fyrir það, og sömuleiðis Gleðilegt ár.

Jónína mín, er komin heim og farin að vinna.

Heiður Helgadóttir, 6.1.2009 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 99395

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband