19.10.2008 | 09:32
Er ekki hægt að snúa dæminu við
Þá geta ekki kaupmennirnir í Glasgow lengur nuddað á sér hendurnar í fögnuðinum yfir því, að nú séu kaupbrjáluðu Íslendingarnir a leiðinni til þeirra, og tæmi búðirnar á nokkrum dögum.
Er þá ekki tilvalið að fá Skotana til Íslands í verslunarferðir fyrir jólin.
Innrásinni aflýst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2008 | 16:40
Fjöldi manns mættu, en voru þeir fimm hundruð eða fjögur þúsund
Þarna var greinilega vel mætt, ég las sömu frétt í DV, en þar var talað um fjögur þúsund manns.
Svolítill munur á tölu þeirra sem að lögðu á sig að mæta og mótmæla Davíð greyinu. Mikið er um að vera heima á litla skerinu okkar, og ekki allt sérlega skemmtilegt.
Mótmæla Davíð Oddssyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2008 | 10:58
Sætt viðtal, eða á ég að kalla það krúttlegt viðtal
Þetta var nú ósköp sætt viðtal við forsetafrúna okkar, og gaman að hún kann að meta lopapeysurnar okkar, hún leit líka vel út, klædd lopapeysu, og með fullt af lopapeysum fyrir framan sig, greinilega á hún til skiptanna, kemur til greina að hún sé sjálf farin að prjóna.
Dorrit bjartsýn á framtíðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.10.2008 | 06:34
Giftar konur æsast upp við nektardans
Ég er vöknuð fyrir allar aldir hérna í Svíþjóðinni, og dunda mér við lestur blaða á netinu.
Eiginlega er ég orðin þreytt á kreppufréttum, svo að ég skellti mér inn á DV, svona til þess að fá svolítið krassandi ekki kreppufréttir.
Ég vona að hann Lalli fái húsaskjól yfir höfuðið, það fer að verða nöturlegt að þurfa að hafast við á götunni, með aleiguna í plastpoka, og mannleg réttindi eru að eiga rúmflet til að sofa í.
Ég fékk á sínum tíma senda mynd um þann mann, sú mynd varð svo vinsæl af Íslendingum hér í Malmö, að hún tíndist.
Skrítið var að lesa um barnaníðing sem að tekið opnum örmum af Vottum Jehova, en konan hans var gerð burtræk úr sama söfnuði, þegar að hún skildi við hann, margt er nú skrítið í kýrhausnum, sagði kerlingin, og var það rétt hjá henni.
Ég las líka um manninn sem að er að fara út í nektardansinn aftur, er ekki alltaf verið að ónotast út í konur sem að strippa, er betra að menn geri það, og er rétt hjá honum að giftu kerlurnar æsist meira upp við sjón nakins manns, en þær ógiftu. Ég hefði nú haldið að þær giftu væru öllu vanar, og létu sér fátt um finnast, þó svo að einhver kall væri að dilla sér ber fyrir framan þær.
Og í öllum kreppufréttunum, er merkilegt að lesa um Bakkabræður sem að eru að byggja stærðarinnar sumarhús, er kreppan ekki komin til þeirra.
Ekki vildi ég vera Davíð Oddsson þessa dagana, skildi hann sofa vært á nóttunni, er hann í skotheldu vesti undir jakkafötunum, er hann einn af hötuðustu mönnum landsins, á hann eftir að verða staurblankur í kreppunni. Sirrý spákona er búin að sjá í kristalkúlunni sinni að hann sé alls ekki búinn að seigja sitt síðasta orð, og verður fróðlegt að vita hvort að sá spádómur rætist.
Er ekki þetta gott í bili.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.10.2008 | 17:33
Vel heppnuð ferð til Póllands
Ég hef verið löt í blogginu, en vil þakka öllum sem að sendu mér faðmlag, það veitir ekki af því á þessum slæmu tímum.
Póllands ferðin var afar vel heppnuð, við vorum meira að seigja heppin með veður. Þessi nýja ferja sem að við fórum með, valdi okkur vonbrigðum, og þó ekki, við fengum engar nýjar hugmyndir, en sannfærðust um að búðin okkar er til fyrirmyndar.
Við fórum í langan göngutúr í Szczecin, borg með 400 þúsund íbúa, einn af ferðafélögunum er fæddur þar, og á foreldra á lífi, sem að búa þar, og var hann góður leiðsögumaður, og vorum við afar ánægð með gönguferðina.
Við fórum auðvitað í búðarráp, og á markað, úrvalið í búðunum var ótrúlegt, en engin af okkur nennti að versla mikið, flest öll keyptum við megrunar te, sem að er selt í apótekum, og ekki er hægt að kaupa í Svíþjóð. Verðin voru nokkuð góð, ein af okkur fór inn í matarbúð, og fannst úrvalið stórfenglegt, og verðin svipuð eða aðeins ódýrari en í Svíþjóð.
En auðvitað sáum við líka fólk sem að rótaði í ruslatunnum í leit að mat, og gamlar fátæklega klæddar konur sátu á kössum á götunni, og seldu sveppi.
Hér í Malmö er gott veður, en það er farið að kólna mikið, ég var svo heppin að fá diskana með "Næturvaktinni" senda frá systur minni, og er ég búin að horfa á þá í dag, og skemmti mér vel.
Gott í bili, óska öllum góðrar helgi.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2008 | 05:36
Föstudagur á milli Þýskalands og Svíþjóðar
Við erum á leið til Þýskalands, klukkan er fimm hjá mér, en bara þrjú hjá ykkur, og trúlega eru þið flest öll sofandi vært í rúmum ykkar, og vonandi dreymir ykkur fallega drauma, vonandi dreymir ykkur ekki um kreppuna. Kreppuna sem að allir tala um, og flestar fréttir í blöðunum fjalla um kreppu og hversu slæmir tímar séu framundan hjá okkur.
Hér í vinnunni hjá mér tölum við ekki mikið um kreppuna lengur, við tölum mest um Póllands ferð, sem að verður farin á þriðjudaginn, mikil mómæli hófust þegar að við lásum okkur til um að einhverjir vildu fara á nuddstofu og heit böð í Póllandi, því hver hefur áhuga fyrir nuddi og heitum pottum, þegar að hægt er að hafa það huggulegt á götumörkuðum, og jafnvel hægt að gera góð kaup, því að ennþá er hægt að gera góð kaup í Póllandi.
Ein ekki kreppufrétt, hún Angelina Jolie er svo léleg húsmóðir að hún kann ekki einu sinni að sjóða egg, þetta viðurkennir hún í kjaftablaði, og putar svolítið með munninum um leið. Aumingja Brad Pitt er greinilega kófsveittur í eldhúsinu við matargerð, en sagt er að hann geri það svo gjarnan, með aðstoð góðra manna í eldhúsinu þeirra, og fátt hugsar hann meira um, en hvað hann ætli að malla á morgunverðarborðið fyrir puntmunninn og börn þeirra.
Þetta var nú ágætisfrétt.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.10.2008 | 05:43
Allar fréttir eru ekki vondar fréttir
Allt gengur sinn vanagang hjá okkur sjófólkinu, mikið er spekúlerað í ástandinu heima á Íslandi, evran hefur hækkað hjá okkur, og framundan er 5% hækkun á öllum vörum hjá okkur.
Volvo á í erfiðleikum, og stendur til að fjölda uppsagnir verði þar, í sjónvarpi er talað um þrjú til fjögur þúsund manns.
En allar fréttir eru ekki vondar fréttir, Victoria Beckham sefur með hanska og sokka, fyrir utan hanskana og sokkana sefur hún í Evu klæðum, áður en að hún setur á sig náttklæðnaðinn, þá smyr hún kremi á hendur og fætur. Skildi honum David finnist eiginkonan vera sexí, þegar að hún skríður uppí rúm til hans.
Óska öllum góðs dags.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.10.2008 | 05:56
Þá er það vinnuvika framundan
Ég vaknaði snemma í morgun, og setti strax á sjónvarpið, svona til að fylgjast með kreppunni.
Mikið er rætt um litla Ísland, þeir í sjónvarpinu velta fyrir sér hvort að Ísland rúlli yfir, ein kona spurði, "en er ekki óvenjulegt að lönd verða gjaldþrota".
Ég man ekki betur en að Færeyjar hafi orði gjaldþrota fyrir nokkuð mörgum árum.
Eiginlega verð ég svolítið leið þegar að það eru bara slæmar fréttir í öllum fjölmiðlum, ég man ekki eftir að hafa heyrt jákvæða frétt dögum saman, ég hef verið dugleg að hafa samband við ættingjana, fáir af þeim töluðu um kreppuna, aftur á móti sögðu systur mínar mér frá mikilli sláturgerð á þeirra heimilum, ekki veitir nú af að fylla frystikisturnar fyrir magran vetur.
Ég fer fljótlega af stað í vinnuna, einkabílstjórinn minn kemur og nær í mig, saman brunum við til Trelleborgar, á leiðinni verður mest talað um vinnuna, og kannski minnumst við á kreppuna.
Hér í Malmö er gott veður, veðurspáin fyrir vikuna er góð, vonandi er eitthvað að marka það, óneitanlega er þægilegra að vinna í góðu veðri og um leið að losna við sjóveika farþega.
Ég óska öllum góðrar viku.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 07:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.10.2008 | 15:51
Sendið þetta lið heim
Annar árásarmannanna handtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.10.2008 | 15:32
Er ekki tilvalið að nota tækifærið
Ég hef verið löt í blogginu undanfarna daga, en hef fylgst nokkuð vel með fréttum frá Íslandi, og verið í símasambandi við systur mína.
Systir mín bar sig vel, ég tek það fram að hún á enga sparaða peninga í banka, né verðlaus hlutabréf. Hún sagði, "nú verðum við að kaupa Íslenskar vörur, og ekkert annað". Mér svona datt í hug eftir samtalið, hvort að hveiti og sykur fer þá að verða munaðarvara. Verður kökubakstur bara fyrir ríka fólkið.
En þar sem að krónan er svo léleg, er þá ekki tilvalið að plata ferðamenn til okkar. Ferðamenn með nóg af evru seðlum, er ekki tilvalið að ná þeim fyrir jólin, svo að jólasalan verði ekki minni en í fyrra.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar