Færsluflokkur: Bækur
5.11.2008 | 10:23
Ungir menn sakaðir um nauðgun á 17 ára stúlku
Góðan og blessaðan daginn gott fólk. Ekki veit ég hvort að andinn kom aftur til mín eftir nokkra tíma svefn yfir sjónvarpinu. Ég vildi fullvissa mig um að hann Obama yrði forseti, eiginlega var ég afskaplega hlynnt henni Hilary Clinton, fannst tími til kominn að kona færi að hræra í kallaveldinu í Ameríkunni, en hann Obama er næst bestur, sem dökkur maður á hann eftir að leggja sig allan fram, til að sanna að dökka fólkið er ekki síðra en það hvíta, og reynir hann örugglega að koma óefnum í góðæri, og svo er hann ósköp sætur maður, en það passar vel í landi dýrkunar á fólki sem að líkist Barbie dúkkunni.
Annars vakti athygli mína og reiði, frétt um 17 ára stúlku sem að hafði kært nauðgun, ekki var það einn maður heldur þrír eða fjórir, sem að höfðu framið þennan ljóta verknað.
Ég fer að velta fyrir mér hvað sé að þessum piltum, er þetta að þeirra mati einhverskonar karlmennska, að fleiri manns ráðast á stúlku varla komna af barnsaldri og nauðga henni.
Eiga þessir ungu menn systur á sama aldri, hefði þeim þótt hið besta mál ef að henni hefði verið nauðgað af fjölda manns.
Fannst þeim þetta sniðugt, voru þeir að grobba sig af þessu við hvorn annan, töldu þeir sér trú um að 17 ára stúlkan hafi ekkert viljað frekar, en að fleiri manns notuðu sér hana.
Var hún undir áhrifum áfengis og þar að leiðandi léttari bráð.
Verða þessir menn dæmdir, fá þeir minni dóm en sokkaþjófur fær í Ameríkunni.
Óska öllum góðs dags.
Bækur | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.11.2008 | 20:53
Andlausi dagurinn
Dagurinn í dag er búinn að vera andlausi dagurinn minn, hafið þið ekki orðið fyrir þessu. Ég hef sest fyrir framan tölvuna ætlað að skrifa eitthvað viskulegt(svona einu sinni), en ekki getað komið neinu skammarlaust frá mér.
Ég er búin að lesa DV, mér finnst gaman að DV blaðinu, vonaðist til þess að lesa krassandi fréttir þar, svona til að koma heilabúinu í lag, hélt að frétt um Harrison Ford væri um ólifnað hans í Hollywood, að kallinn velti sér í sukki og svínaríi, nei, nei, þá er mannrolan klæddur baunagrasabúningi, og þetta þykir fréttnæmt. Ég hef aldrei þolað Harrison Ford, alltaf fundist kallinn líta út fyrir að þjást af mikilli tannpínu, og vera stútfullur af verkjapillum.
Hér er sama gráa veðrið, rigningarsuddi og hálfgerð þoka seinni partinn, fólk sem að maður mætir á förnum vegi, er vetrarlega klætt, og flestir komnir með húfur dregnar niður fyrir eyru.
Ungir menn þeysast um bæinn á vespum, tveir saman, annar keyrir hinn slítur veski af gömlum konum, eða að þeir stoppa og gefa sér tíma til að ræna símum og peningaveskjum af (oftast) eldri mönnum.
Þetta er fólkið sem að á að taka við af okkur, sem betur fer eru ekki allir svona, en alltof margir.
Óska öllum góðrar nætur.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Og það er kominn þriðjudagur, mikið líður nú tíminn fljótt, áður en að ég veit af verð ég orðin kelling komin á aldur, sitjandi með fjarstýringu í þægilegum stól, horfandi á allar "sápur" sem að ég geri ekki í dag.
Hér í Malmö er þetta venjulega gráa veður, og rigningarsuddi, gott er nú að losna við fjandans rokið.
Ég er í löngu fríi, þar sem að ferjan mín er í Gautaborg í slipp, við fengum að velja starfsfólkið hvort að við vildum fara með, og dunda okkur við hreingerningar, en löt erum við, ekkert af okkur hafði áhuga fyrir því, völdum að vera heima hjá okkur, og nota kraftana í hreingerningar heima hjá okkur, en ég verð nú að viðurkenna að fríið hjá mér hefur farið í allt annað en að hreingerningar, en ég á nokkra daga eftir.
Ég er ekki búin að gefa upp alla von um að bloggvinir mínir sendi mér kall, mér svona datt í hug hvort að einhver af bankaköllunum þyrfti að flýja land, með margar millur í trillunni sinni, hann er velkomin til mín, og getur svo sem fengið að vera svo lengi sem að einhverjar millur eru eftir, og um leið þarf hann að vera duglegur í tiltektum og þvottum.
Hef ekki tíma fyrir meira blogg, en heilsa uppá ykkur eftir hádeigi.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.11.2008 | 10:00
Kreppan og ruslið
![]() |
Kreppan kemur fram í sorpinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2008 | 13:54
Þarf þetta að kallast afbrigðilegt
![]() |
Afbrigðileg fasteignaviðskipti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.11.2008 | 15:24
Atómljóð
Ein sit ég og blogga
í ofurstóru húsi
enginn vill sjá mig
nema litla lúsin
sem að felur sig
á grænu blaði
út í glugga
af henni sé ég bara skugga
ég gæli við prinsinn minn
hann verður aldrei þinn
bráðum drep ég hann
oh hvað hún kann
en ég á marga prinsa eftir
alla á ég eftir að brenna og pína
og það vil ég sína
að bráðum verð ég laus við þá
dillum dillum dá
Ég held að ég sé afar efnileg sem atómsljóðaskáld, að öllu forfallalausu þá gef ég út ljóðabók mína fyrir næstu jól. Þið sem að hafið áhuga fyrir fögrum ljóðum mínum getið sent inn pantanir nú þegar, ásamt 100 evrum, innifalið í því gjaldi er, að ég krota vel og læsilega nafnið mitt á fyrstu síðu.
Bækur | Breytt 4.11.2008 kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
2.11.2008 | 12:08
Sunnudagsblogg
Og hér sit ég á sunnudagsmorgni, með kaffið hans Arvid míns í hlunknum, og les blogg, fastir liðir eins og venjulega.
Hér í Malmö er ósköp grátt veður, er eiginlega búin að ákveða að vera bara heima í rólegheitum, kannski þvæ ég nokkra glugga á eftir, en hér í Svíþjóð er gluggaþvottur jafn áríðandi og að strjúka yfir gólfin. Ég verð nú að viðurkenna að ég er ekki mikið fyrir þessa gluggaþvotta, mest vegna þess að ég er með háa glugga, og er eiginlega í lífshættu þegar að ég er að þvo gluggana að utan. En nágrannar mínir láta það ekki á sig fá, og eru í endalausum gluggaþvottum, og horfa stundum meinfýsilega á mig, þegar að þau eru að lýsa síðasta þvotti, ég þykist ekkert skilja, en auðvitað finnst þeim ég vera skömm fyrir húsið.
Ég er búin að kaupa miða til Spánar, fékk miða með Norsku flugfélagi, og nú er von mín sú að þeir fari ekki á hausinn fyrr en eftir áramót, svo að ég komist vandræðalaust ferða minna.
Ekki vann ég í bansettu Lottóinu, eins og að ég vandaði mig þegar að ég valdi númerin, en um leið samgleðst ég þeim sem að unnu 33 milljónir heima á Íslandi, vona að vinningurinn hafi lent á réttum stað, hjá einhverjum sem að virkilega þurftu peninga.
Tel þetta vera nóg í bili, óska öllum góðs sunnudags.
Bækur | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.11.2008 | 09:32
Mikið fyllerí í bænum
Ekkert skrítið þó að fólk hafi bara dottið í það, drekkt sorgum sínum yfir
Kreppu
Atvinnuleysi
Verðlausum krónum
Að geta ekki grýtt vissa menn með fúleggjum og mygluðum tómötum á mótmælafundinum í gær, bara það er ástæða til að drekkja sorgum sínum, eða.
![]() |
Mikið að gera hjá lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.11.2008 | 15:02
Mótmælaganga
Verst að vera ekki heima og að geta tekið þátt í mótmælagöngunni. Ég dáist að ykkur sem að mótmælið ástandinu og reiðuleysinu á fallega skerinu okkar.
Verst er að þeir sem að hafa komið landinu okkar í þetta óefni láta ekki sjá sig, annars hefði verið hægt að kasta fúl eggjum á þá.
![]() |
Efna til mótmæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.11.2008 | 14:22
Sparnaðarþula
Góðan og blessaðan daginn. Í gær las ég frábæra færslu Tigercopper, þar benti hann á góðar leiðir til þess að hjálpa þeim sem að minna mega sín á þessum erfiðu tímum, það er maður með stórt hjarta, mér leið vel eftir að hafa lesið færsluna hans
Jólin nálgast, þessi fallega hátíð, sem að er fyrir löngu orðin að hátíð brjálæðingslegra innkaupa, og yfirkeyrðra plastkorta.
Er ekki kominn tími til að banna jólagjafir, stinga einhverju smávegis að litlu börnunum, loka á jólagjafahrúgurnar sem að hafa tíðkast undanfarin ár, börn voru farin að metast á um hvað þau fengu marga pakka, eiginlega held ég að innihald pakkanna hafi ekki skipt svo miklu máli. Mesti spenningurinn var að tæta utan af pökkunum, og henda gjöfunum í hrúgu á gólfið, sjaldan var mikil hrifning af gjöfunum, enda eiga flest börn í dag alla skapaða hluti, og þarf eitthvað afar sérstakt til að gera þau glöð yfir gjöfunum sínum.
Einkennisbúningur í skólum væri ekki vitlaus hugmynd, allir jafnir þar, engum strítt eða lagður í einelti fyrir að vera í hallærislegum fötum, enginn rígur um fínustu og dýrustu merkin.
Og við konur sem að gerum oft skrítin fatakaup, hversu margar konur eru ekki með föt hangandi inni í skápum sem að ekki eru notuð, hafa jafnvel aldrei verið notuð, í sumum tilfellum er ekki búið að taka verðmiðinn af flíkunum. Tilvalið að tína allt fram úr skápum, hengja inn það sem að er notað, hafa fataskipta partý með vinkonunum, eða gefa til Hjálpræðishersins, sem að selur föt á vægu verði.
Þarna er hægt að slá tvær flugur í einu höggi, loksins að hreinsa til í fataskápnum, loksins er komið gott pláss, kannski nælir þú þér í peysuna sem að hún Jóhanna keypti í fyrra, en notaði aldrei, og hún fær pilsið þitt, sem að þú fílaðir ekki, og báðar eru alsælar.
Svona væri hægt að telja endalaust.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 99571
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar