Færsluflokkur: Bækur
31.10.2008 | 12:01
Og þá er kominn föstudagur
Þá er kominn föstudagur, var það ekki dagurinn til fjár, ég þarf endilega að spila á Lottó um helgina, þarf að reyna að vinna peninga fyrir nýjum Spánar miða. Held að ég sé búin að finna ferð með Norsku flugfélagi, vonandi fara þeir ekki á hausinn fyrir áramót.
Er búin að dunda mér á netinu, skoða hitt og þetta, forðast að lesa of mikið um kreppuna, sem að er erfitt, þar sem að síðdegisblaðið í gær var yfirfull af fréttum frá gjaldþroti Sterlings, og svívirðulegri framkomu þeirra, en þeir dunduðu sér við sölu á miðum eftir að félagið var komið í gjaldþrot, að tala um að mjólka beljuna þurra.
Þolinmæði þrautir vinnur allar, dettur mér í hug þegar að ég sé þessa mynd af kisu lúrunni og gullfiskinum.
Í næsta húsi við mig býr hún Pólska Anna sem að er með fjöldann allan af köttum, hún átti líka stórann svartan afar illilegan hund, sem að var stundum í göngutúrum með Pólsku Önnu í eftirdragi, okkur var öllum í nöp við þennan hund, og í gær frétti ég að hundurinn væri kominn upp í hunda Himnaríkið, verð að viðurkenna að ég fann fyrir léttir, engum söknuði.
Er þetta framtíðarmaðurinn datt mér í hug, ákaflega hentugt, passar konum á öllum öldrum.
Verst að hann er eitthvað svo hjárænulegur á svipinn, en kannski er hægt að fá margar tegundir af andlitum.
Held samt að ég myndi ekki velja mér þessa tegund af slökkvara, tekur alltof mikið veggpláss.
Flestir menn myndu elska að pissa í þetta klósett.
Minnir mig á munn Marilyn Monroe heitinnar.
Nú er kellingin orðin alvarlega biluð hugsið þið. Nei en ég vil ekki skrifa mikið meira um þetta leiðindaástand alls staðar.
Bráðum koma blessuð jólin, allar búðir eru þegar yfirfullar af alls kyns jóladóti. Þegar er farið að hvetja fólk til að kaupa stóru jólagjafirnar núna, og byrja að borga þær eftir áramót. Er ekki tilvalið að taka upp þann sið að gefa hvort öðru bara kerti og spil, hætta þessari gjafa vitleysu, borða frekar góðan mat, og taka upp siðinn að grípa í spil, sem að er stórskemmtilegt, en hefur gleymst í nútíma önnum.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.10.2008 | 12:45
Þetta með að eldast
Öll verðum við eldri, það er jú lögmál lífsins. Þegar að ég var lítil, þá fannst mér fólk um tvítugt ekki eiga langt eftir, þegar að ég var tvítug þá fannst mér fólk á þrítugs aldri vera hundgamalt, og svona mætti lengi telja.
Í dag er ég ósköp venjuleg kelling á besta aldri finnst mér, en er trúlega hundgömul í augum unga fólksins.
Í gær skeði það sem að ég hef lengi óttast, ég tók strætó oní bæ, nennti ekki að hjóla. Strætó var fullur af fólki, kona á mínu reki (eða kannski 15 árum yngri) stóð upp og bauð mér sæti, ég ætlaði ekki að vilja þiggja boð hennar, en hún ýtti mér niður í stólinn.
Ég hef alltaf grobbað mig af því, að svo lengi sem að enginn sé farin að standa upp fyrir mér í strætisvagninum, þá finnist mér ég vera ung kona, nú er farið að standa upp fyrir mér. Ég hugga mig við það að allir aldrar hafi sinn sjarma.
Það þarf ekki að verða leiðinlegt að eldast, höldum við heilsu þá er hægt að lifa skemmtilegu lífi, kynnast nýju fólki, ferðast á milli landa (ef að einhver flugfélög eru þá eftir)
Það er hægt að vera í bófaleik með barnabörnunum, ömmur geta látið taka af sér djarfar myndir án þess að valda hneyksli, og jafnvel lenda í steininum fyrir ósiðsamlega hegðun.
Viagra gerið lífið léttara fyrir eldri herrana, enda þykir það ekki merkilegra eða meira en að taka inn lýsispillu á morgnana.
Þreytist maður á hrukkunum, þá eru til duglegir læknar, sem að strekkja á hrukkum, og lyfta upp hangandi brjóstum.
Svo hvað er að óttast, betra að gleðjast yfir því að eldast og vitkast um leið.
Bækur | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.10.2008 | 09:17
Fimmtudags hugleiðingar
Óvinsælasti Íslendingurinn þessa dagana er hann sem að er hæsta hænsnið hjá Sterling.
Í augnablikinu gæti ég vel hugsað mér að sitja ofan á honum, og neita að standa upp fyrr en að ég fengi flugmiða með SAS til Alicante, án þess að borga fyrir hann.
Ég dauðvorkenndi fólkinu sem að stóðu eins og strandglópar út um allan heim, sumir höfðu keypt miða á síðustu stundu. Ein kona var á leið til móður sinnar sem að hafði fengið hjarta áfall, og keypti platmiða hjá Sterling, í þeirri trú að hún kæmist fljótt til móður sinnar.
Mér svona dettur í hug hvort að Expressin tóri mikið lengur. Auðvitað er sorglegt þegar að hvert fyrirtækið á fætur öðru rúllar yfir, það eru svo sannarlega slæmir tímar.
Hér í Malmö er hið besta veður, svolítið grátt úti, en logn, spáð er kaldara veðri, auðvitað hljótum við að fá að finna fyrir vetrinum.
Óska öllum góðs dags, og verið góð við hvort annað, ekki veitir af, og það kostar ekkert.
Bækur | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.10.2008 | 20:37
Kannski þótti ömmu gaman að þessu
Ég átti erfitt með að verjast hlátri þegar að ég las þessa frétt.
Kannski þótti ömmu gömlu gaman að þessu, ólíkt skemmtilegra að vera í hasarleik með barnabarninu, en að sitja með prjónana sína.
Þetta er ein skemmtilegasta frétt síðustu vikna, væri gaman að fá fleiri svona.
![]() |
Misnotaði ömmu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.10.2008 | 16:26
Mýfluga verður að fíl
![]() |
Vilja upplýsingar um ósanngjarna meðferð á Íslendingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.10.2008 | 06:19
Góðan daginn
Góðan og blessaðan daginn, öll sömum.
Hér sit ég á gráum miðvikudagsmorgni í Malmöborg, og er með hlunkinn minn fullann af nýlöguðu Arvid kaffi, ég nýt þess að sitja hérna fyrir framan tölvuna mína, ég drekk kaffið mitt, dáist að því hvað kaffið er gott, ég kveiki í sígarettu(þetta átti ég ekki að skrifa) ég lít út um gluggann, og horfi eftir götunni minni, ég sé konu með stórann svartan hund, hundurinn pissar á ljósastaur, konan bíður á meðan, þegar að hundurinn er hættur að pissa þá halda þau áfram ferð sinni, ég horfi á eftir þeim og tek eftir því að konan er í náttfötum undir kápunni, kannski ætlar hún að skríða uppi aftur, og kannski fær sá svarti að kúra til fóta hjá henni.
Ég gladdist mikið þegar að ég sá frétt þess efnis að súkkulaði væri gott fyrir heilsuna, ég sem elska súkkulaði, en læt sjaldan eftir mér að fá mér súkkulaði, vegna hræðslu minnar við að verða of feit. En nú fer ég að láta eftir mér súkkulaðiát, hvað gerir maður ekki til að halda heilsunni, því dýrmætasta sem að við eigum.
Ég er búin að pakka fyrir vikuferð að heiman, stundum finnst mér ég búa í ferðatösku, en hugga mig við að ég sé með vinnu, það eru ekki allir svo lánsamir.
Ég óska öllum góðrar viku.
Bækur | Breytt s.d. kl. 07:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.10.2008 | 05:18
Er ekki miklu bætt við þessa frétt
Mér finnst þetta vera merkilegar fréttir, bæði þessi og eins um konurnar sem að voru reknar út úr búð í Kaupmannahöfn.
Annað hvort lentu þessar dömur í búðum sem að voru í eigu algjörra blábjána, eða að miklu er bætt við söguna.
Hef aldrei vitað til þess að fólki sé hent út úr búðum að annarri ástæðu en að það hafi þá komið illa fram sjálft, skiptir engu máli frá hvaða landi það kemur.
![]() |
Óvelkomnar í gæludýraverslun í Glasgow |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.10.2008 | 16:26
Er einhver hissa
Fyrir nokkrum vikum var ég steinhissa á því að Bauhaus væri að opna stóra verslun á Íslandi, mér fannst hálfgerð firra að bæta við einni búðinni enn, var mér þá bent á að það væri þörf á þessarri búð til þess að hægt væri að kaupa byggingarvörur á þokkalegu verði.
Örugglega var mikið til í því, en mér fannst þetta samt vera algjörlega út í bláinn, þar sem að það lá í loftinu að það væru versnandi tímar framundan.
Auðvitað samhryggist ég þeim sem að voru búnir að fá vinnu þarna, og sitja núna eftir með sárt ennið.
![]() |
Flestum starfsmönnum Bauhaus sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.10.2008 | 21:26
Smá rabb fyrir nóttina
Ég vil enn einu sinni þakka fyrir öll þau ótal faðmlög sem að ég hef fengið, og vil í eitt skipti fyrir öll faðma ykkur öll sömum vel og lengi.
Síðan fáið þið engin faðmlög frá mér fyrr en um jólaleitið.
Eftir mikið bæjarrölt með vinkonu minni er ég búin að dunda mér við lestur blaða á netinu, hvað myndi ég gera netlaus, öll mín viska kemur meira og minna frá netinu, ég þarf ekki að kaupa dagblöð, ég les þau á netinu.
Verst er nú að geta ekki lesið viðtalið við hana Dorrit, ég get bara lesið net Moggann, er ekki áskrifandi, ég hefði viljað vita hvort að hún tekur inn lýsi, hvort að hún fær sér hákarl öðru hvoru, og eins hvort að hún bakar stundum pönnsur handa honum Ólafi sínum.
Miklar og mikilvægar fréttir berast af henni Madonnu, hún hefur ekki gert "hittið" með kallinum sínum í 18 mánuði, hefur hún kannski gert "hittið" með einhverjum öðrum kalli, eða kellingu, var hún ekki að kyssa hana Britney á einhverri skemmtun fyrir stuttu, ég meina hana Britney sem að rakar sig ekki undir höndunum.
Svolítið gaman er að lesa um fegurðardrottninguna sem að er í Búlgaríu, á nokkrum vikum er hún orðin fræg í því gamla kommúnistalandi, ég var í Búlgaríu fyrir fjölda mörgum árum, þá varð uppi fótur og fit í einu búðinni í bænum, en það kom ný sending af gúmmískóm í öllum stærðum.
Ég hafði með mér, mikið tyggjó í Búlgaríu, ég gaf einum manni á hótelinu þar sem að við bjuggum, nokkra tyggjópakka, hann féll næstum því á hné og bað mín á staðnum, taldi mig vera kapítalista sem að hafði efni á svona miklu tyggjói.
Óska ykkur góðrar nætur kæru vinir.
Bækur | Breytt 21.10.2008 kl. 08:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.10.2008 | 06:58
Hetjurnar ekki lengur hetjur
Í gær spjallaði ég lengi við vinkonu mína, og auðvitað var minnst á ástandið heima á Íslandi.
Sonur þessarar konu er flugmaður, og flýgur út um allan heim, samstarfsmenn hans eru margir hverjir Íslenskir flugmenn sem að tala um ástandið og flottræfilsháttinn heima.
Einn hafði sagt frá 25 einkaþotum sem að voru í eigu nýríkra Íslendinga, og stóðu tilbúnar á vellinum, svona ef að eigendurnir vildu skreppa í kvöldmat fyrir utan landsteinana.
Mér dettur í hug hann Ingvar í Ikea, ekki er hann frægur fyrir einkaþoturnar sínar, hann lét sig hafa það að ferðast eins og venjulegur Svensson, hann sat með öllum hinum, enginn Saga klassi þar.
![]() |
Ást á milljarðamæringum kulnuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 07:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 99571
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar