Færsluflokkur: Lífstíll
5.3.2014 | 18:43
Enn einn sem að misnotaði aðstöðu sína.......
Eina ferðina enn, er að komast upp um mann sem að svívirti og misnotaði börn.
Verst er að þetta skeði fyrir fjölda mörgum árum, og maðurinn löngu dáinn.
Hann getur því hvorki játað né neitað því sem að er borið uppá hann.
Versta er að oftast í svona málum þá vita margir hvað er að ske, en af einhverjum ástæðum er ekkert gert.
Er mér í fersku minni Hafnarfjarðarmálið um manninn og dætur hans, enginn þóttist hafa vitað hvað var að ske, samt var maðurinn að þvælast með litlar dætur sínar á nóttunni í leigubílum til hinna og þessara óreglumanna.
Nú veit ég lítið um þennan síðasta mann sem að er nafngreindur og um leið ásakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína sem kennari og misnotað unga drengi, en finnst ömurlegt að honum tókst að svívirða nemendur sína án þess að það kæmist upp. Um leið sorglegt að þetta voru svo mikil feimnismál á þeim árum, vonandi er það liðin tíð.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2014 | 18:03
Gáma íbúar
Mikið leist mér vel á þá hugmynd að flytja inn gáma sem að verður staflað upp, og innréttaðir í pínulitlar, mannsæmandi íbúðir
Reyndar fannst mér leigan ekkert sérstaklega ódýr 80 þúsund fyrir 27 fermetra, en þá er trúlega bæði hægt að fara í bað og líka að þvo þvottana sína.
Var samt að velta fyrir mér hvort að rafmagn og hiti væri innifalinn í þessari upphæð, ef ekki, þá eru þessar litlu kompur komnar yfir 100 þúsund fyrir mánuðinn, og er það ekki nokkuð mikið fyrir 27 fermetra.
Annars er hugmyndin frábær, en leigan mætti vera minni, og fengju íbúar húsaleigu bætur.
Verð samt að viðurkenna að mér datt í hug bragga hverfin gömlu fyrst þegar að ég las um þetta, sem að er náttúrlega mesta vitleysa.
Það verður gaman að fylgjast með þessum málum, og virðingarvert að eitthvað sé gert til að koma fólki inn í mannsæmandi íbúðir.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2014 | 20:16
Mikið varð ég fegin þegar að ég las um konuna...
Mikið varð ég glöð þegar að ég las um konuna sem að fékk íbúð á verði sem að hún réð við, og slapp við að flytja inn í bílinn sinn.
Gott að það finnst ennþá fólk sem að getur hugsað sér að leigja út íbúðir á skikkanlegu verði.
Ekkert er verra en að eiga hvergi heima, nema þá í bílgarmi, vegna ósæmds í húsaleigum heima á okkar litla Íslandi.
Vinkona mín býr ennþá í þvottahúsinu, hefur reyndar haft samband við vissa aðila, og hefur smá vonglætu um að fá hjálp, en hvenær það verður er góð spurning.
Eiginlega er ég farin að velta fyrir mér hvort að það sé verra að hún sé íslendingur, sem að hefur dvalið erlendis, en flutt heim sökum aldurs, og hreinlega vill eiða sínum síðustu árum með ættingjum og vinum, sem að er ósköp eðlilegt.
Hvenær á þessi vitleysa í húsnæðismálum eftir að lagast, eða er beðið eftir því að örvæntingarfullt fólk fari að klambra saman kofum fyrir utan Reykjavík, eins og að er algengt í fátækum löndum, yrði frábær auglýsing fyrir landið.
Læt þetta gott heita
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2014 | 14:02
Margt er skrítið í kýrhausnum
Langt er síðan að ég bloggaði, kíki helst á fjósbókina, sem að er svo leikandi létt, bara að ýta á like við það mesta eða að láta eiga sig að gera athugasemdir, nema að fjölskyldan hafi sett inn nýjar myndir.
Les nú alltaf Moggann okkar og svona til að fylgjast með spennandi slúðri þá les ég DV blaðið sem að allir hafa skömm á, en geta samt ekki stillt sig um að lesa í laumi.
Margt finnst mér skrítið heima, til dæmis húsaleigan sem að virðist hækka daglega, og virðist það bara vera fyrir vel efnað fólk að geta búið í mannsæmandi húsnæði, hinir aumingjarnir kúldrast í sóðalegum herbergjum fyrir ofan bílaverkstæði eða skrifstofur, fyrir okur leigur eða ég kalla okur þegar að eitt herbergi með aðgang að sturtu og klósetti kostar 50 þúsund fyrir mánuðinn, og oft ekki svefnfriður fyrir ópum í alls kyns lýð sem að er annað hvort búandi á sama stað eða fastagestir hjá hinum gestunum.
Þekki eitt dæmi vel, kona nýflutt heim eftir margra ára búsetu erlendis, var svo óskaplega heppin að hún fékk í gegn um kunningsskap leigt gamalt þvottahús, reyndar búið að henda inn sturtu og eldavél í sitt hvort hornið, eini lúxusinn er að það er líka þvottavél. Fyrir þetta borgar hún sem samsvarar því sem að hún fær í ellilífeyrir á mánuði.
Um leið veit ég að það er yfirfullt af tómum íbúðum heima, þannig að enginn á að þurfa að búa við þessar aðstæður sem að líkjast því sem að er venjulegt í afar fátækum löndum, ennþá höfum við ekki tilheyrt þeim hóp, nema að við séum komin í hann núna árið 2014.
Um leið eru atvinnumálin merkileg, man ekki hversu oft kassadömurnar í búðunum gátu svarað spurningum á íslensku, oftast var horft á spyrjandann með spurningar augum, ef spurt var um annað en poka ræfil til að stinga vörunum oní. Þetta var 2013 síðast þegar að ég var heima, en þá var ég síðasta daginn að kaupa smávegis af mat í afar stórri búð, þar þurfti ég að spyrjast til vegar, til að komast að flatkökunum, enginn af starfsfólkinu þar talaði íslensku.
Veit að krafa fyrir því að fá vinnu hérna í Svíþjóð er að fólk sé að minnsta kosti sænsku mælandi.
En þar sem að íslenskan er látin í léttu rúmi liggja heima, þá fer ég að velta fyrir mér hvort að tilfellið sé að það þurfi að borga íslensku mælandi fólki hærra kaup, þess vegna sé mállausa fólkið tekið í vinnu, og þá á algjöru lágmarkslaunum.
Margt er skrítið í kýrhausnum sagði kellingin, og ég held með henni.
Læt þetta gott heita
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2012 | 21:54
Fésabók
Ég haf ekki bloggað í eitt eða tvö ár, ástæðan er þessi bansetta Fésabók, mér finnst allir vera þar, og letiblóðið ég nenni ekki að skrifa neitt, les bara með áfergju hvað aðrir gera svona dags daglega. Flestir drekka mikið kaffi, aðrir eru með fallegar myndir af mat, og aðrir taka óspart myndir af handavinnunni sinni, eða láta okkur vita að nú séu börnin farin að pissa í klósettið.
Ég var alltaf á móti þessari Fésabók, þar til að vinnufélagi minn taldi mér trú um að enginn væri maður með mönnum sem að ekki væri með á Fésabók, og var hann snöggur að bæði skrifa mig inn, og redda vinum, sem að ég reyndar þekkti líka. I dag á ég fullt af vinum, vissi ekki að ég ætti svona marga vini, og auðvitað hef ég laumast við að útvega mér vini, en flestir hafa leitað mig uppi, og er bara gaman að því.
Og mikið er nú hægt að gera á Fésinu, t.d hef ég fengið mejl frá nokkrum köllum, sem að vilja drekka kaffi með mér, þannig að ég er örugg á því að þar gætu konur í kallaleit nælt sér leikandi létt í menn, ekkert mál, leita uppi sæta kalla, senda þeim skilaboð um hvort þeir væru til að fá sér kaffi og með því, með henni, og þá á ég náttúrlega við meðlæti, eins og til dæmis kleinu eða ástarpung.
Þannig að Fésið gegnir mörgum hlutverkum, gamlir kunningjar endurnýja vináttu, einmana fólk eignast fésvini
Handavinnukonurnar koma vinnu sinni á framfæri, þeir sem að eru þreyttir á kreppunni geta komið skoðunum sínum á framfæri, og svona væri hægt að telja endalaust fram góðu hliðarnar á fésinu.
Verri hliðarnar eru, þegar að fólk er með aðdróttanir og söguburð á sama stað, og ljótt orðbragð er alltaf leiðinlegt, en það hef ég því miður rekist á, og ætti eiginlega að loka á þá sem að stunda, að koma að stað leiðindum.
Slæ botninn í þetta, ætla að líta við á fésinu, og sjá hvað vinir mínir eru að dunda sér við á þessu laugardagskvöldi
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2010 | 21:03
Óska ykkur ljúfs kvölds
Ég er orðin löt við bloggið, kalla það samt gott að það er bara rúmur mánuður síðan að ég bloggaði síðast.
Hér í Svíþjóð er mikill vetur, allt á kafi í snjó. Þegar að ég lít út um gluggana hjá mér, þá er óskaplega jólalegt, og það verða örugglega hvít jól í ár.
Ég held mig heima, og geri það síðasta fyrir mitt lítilfjörlega jólaboð, sökum slæmrar færðar eru flestir af gestum mínum búnir að afpanta plássin sín hjá mér, og varð það til þess að þegar að ég rúllaði kjötbollur ( já hér í Svíþjóðinni eru étnar kjötbollur á jólunum) þá tók því ekki að rúlla alltof margar, þannig að ég hafði tíma til þess að skella í eina súkkulaðiköku, ný uppskrift, mjólkursúkkulaði og ýmislegt annað, dásamleg kaka, ég er búin að smakka nokkuð oft, og þori ekki að hugsa um allar kaloríurnar, en það eru bara jól einu sinni á ári.
Ég les oft athugasemdir á FB, og hef tekið eftir því hvað fólk notar orðið ljúfur mikið í íslenskunni.
Ljúfan mín, eigðu ljúfan dag, vona að kvöldmaturinn verði ljúfur, ljúfust af öllum, er þetta orð í tísku, er ég svona hallærisleg að ég hef ekki upptvötað þetta fagra orð fyrr en nú.
Ég fékk bók í jólagjöf, gat auðvitað ekki setið á mér að rifa upp pakkann, og er þegar farin að lesa hana.
Bókin heitir" Ég man þig"eftir Yrsu Sigurðardóttur, frábær bók, en ekkert sérstaklega "ljúft" fólk í þeirri bók, vil ekki rekja atburði bókarinnar hérna, en ráðlegg ekki myrkfælnu fólki að lesa þessa annars velskrifinu bók.
Ég óska öllum sem að nenna að lesa þetta Gleðilegra jóla.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.11.2010 | 15:09
Þeldökka konan og Gunnar
Dagurinn í dag er góður dagur. Úti er allt á kafi í snjó, inni hjá mér er hlýtt og notalegt, held uppá aðventuna með blaðalestri og kertaljósum.
Margt áhugavert les ég í blöðunum á netinu
Ég les um þeldökku konuna sem að hefur stundað vændi í Reykjavíkurborg, og er sárt saknað af viðskiptavinum sínum, en mér datt svona í hug hvort að það væri ekki heimsóknartími í tukthúsinu fyrir aðdáendur hennar.
Ég les líka um Gunnar í Krossinum, og er sagt að hann sé ekki við eina fjölina felldur. Kemur til greina að Guðsmenn séu náttúrumeiri en venjulegir menn, af hverju kemur upp hvert málið á fætur öðru um presta og biskupa sem að ráða ekkert við sig í þessum málum.
Jólin nálgast, og myndarlegar húsmæður eru farnar að baka og bjástra fyrir jólin. Ég verð alsaklaus af öllum kökubakstri, kaupi frekar konfektkassa fyrir jólin, enda fámennt en góðmennt heima hjá mér.
Slæ botninn í þetta
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2010 | 19:03
Ym daginn og veginn
Mikið er nú langt síðan að ég hef bloggað.
En í dag er ég heima, og datt í hug að líta inn til mína gömlu blogg vina.
Margir af þeim eru á FB, og þar er ég líka, þó svo að ég líti á FB sem algjöran tímaþjóf, þá verð ég að viðurkenna að ég dunda mér mikið við spil og spádóma, og njósna um hversu marga kaffibolla vinir mínir hafa drukkið á morgnana, afar fróðlegt.
Spádómarnir eru líka meiri háttar, tvisvar þessa vikuna hefur því verið spáð fyrir mér að ég muni pissa í buxurnar, í annað skipti var það út af hlátri, í hitt skiptið sökum ölvunar, hvernig gátu spákortin vitað þetta.
Plat, auðvitað er ég löngu hætt að pissa í buxurnar, var hætt með bleyju þegar að ég var tveggja ára.
Ég hlusta mikið á stöð 2, gaman er að þessu blessaða stjórnmálafólki. Í dag hlustaði ég á mann og konu sem að kom ekkert sérstaklega vel saman, kom fram að konan var ekki öll þar sem að hún var séð, hún talar í síma, og var með á Hlemmi í einhverjum mótmælum, afar grunsamlegt fannst mér, en því miður dettur stöðin oft út hjá mér, og missti ég af endanum, hefði helst viljað fá að vita sögulok.
Ég les blöðin á netinu, og um leið athuga ég hvaða ævisögur mér líst best á. Og þá verð ég nú að viðurkenna að ég gæti vel hugsað mér að lesa ævisögu Jónínu Ben, gaman væri nú að lesa um ástarævintýri hennar og Bónus kallsins, skyldi hún koma með nýja bók næsta ár, ekki væri nú dónalegt að fræðast aðeins um Kross manninn og hana.
Svona verður það hjá hálf gömlum kellingum eins og mér, ekkert skeður í okkar eigin lífi, eina tilbreytingin er að lesa um ástarævintýri annarra, þar sem að við sitjum í upplituðum flónels náttfötunum okkar.
Nú slæ ég botninn í þetta, en hefði vel getað haldið áfram, en það verður að bíða betri tíma.
Óska öllum góðrar nætur
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.9.2010 | 11:33
Hjálparstofnun
Það sem að mér fannst svo furðulegt við þessa frétt er að það var verið að opna aftur eftir sumarfrí.
Þurfti enginn mat á meðan að það var lokað vegna sumarleyfa.
Og undarlegt er hvað aðstaðan er léleg fyrir þetta vesalings fólk sem að neyðist til þess að sækja um þessa hjálp, að það komist ekki einu sinni á klósett.
Ekki get ég skilið Reykjavíkurborg sem að leigir húsnæði fyrir þessa stofnun, nær væri að útvega betra og ókeypis húsnæði, þar sem að hagur margra er orðinn það slæmur, og fátækt er orðin staðreynd í landi sem að eiginlega velti sér í auðæfum fyrir nokkrum árum síðan
Napurleg bið eftir nauðsynjavörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.8.2010 | 13:24
Ég les pressuna og ................................
Ég les Moggann og Pressuna á hverjum degi í fríinu mínu.
Er nýbúin að uppgötva Pressuna, sem að mér virðist vera ansi líkt DV þegar að það blað var uppá sitt besta.
Merkilegt er biskupsmálið, trúlega enginn vafi að kallinn hefur ekki haft hreina samvisku, en er ekki merkilegt að fara að draga upp þessi leiðindamál eftir andlát hans, hann getur ekki staðið til svars sjálfur, og þetta hlýtur að vera mikil pína fyrir fjölskyldu hans að það sé japlað á þessu löngu eftir eftir maðurinn er dáinn.
Mikið er skrifað um óhuggulega morðið á ungum efnilegum manni, og um leið birtar myndir af hinum og þessum sem að hafa þekkt þennan unga mann, get ég vel ímyndað mér Gróusögurnar sem að ganga um alla þá sem að eru yfirheyrðir, því að það vill oft gleymast að yfirheyrsla ekki sama og að vera sekur.
Vonandi næst sem fyrst í þann sem að framdi þennan viðurstyggilega glæp. Og votta ég fjölskyldu unga mannsins sem að var myrtur samúð mína.
Nú slæ ég botninn í þetta, en óska öllum góðs dags
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar