Færsluflokkur: Lífstíll
12.11.2008 | 09:52
Um allt og ekkert
Ég ætla ekki að blogga um kreppu, erfiða tíma, peninga, jólaundirbúning eða sjúkdóma. ég held að ég bloggi bara um létta og ómerkilega hluti í dag.
Ég sá í heimsókn minni á netsíðum DV að ungir og myndarlegir menn afar vöðvamiklir, unnu sem þjónar á konukvöldi, þeir voru hálfberir(allt í lagi með það), örugglega gaman fyrir konukvöldskonurnar að sjá velvaxna menn svona einu sinni. En ekki nóg með það, þessir ungu menn voru búnir að sprauta súkkulaði á fagurlega byggða efrihluta sína, ég fór að velta fyrir mér til hvers það væri gert, áttu konukvöldskonurnar að smakka á súkkulaðinu þegar að líða fór á kvöldið.
Ég las um hvað það væri mikill vandi að synda í laugunum heima, ef að þú syndir fram og til baka, þá tekur þú of mikið pláss, æskilegt er að synda í hring(eins og bókstafurinn O), það er vandlifað, ég sjókonan varpaði öndinni léttar yfir að vera blessunarlega laus við svona vandamál, enda illa synd, og ofan á það vatnshrædd, fer nú samt í bað öðru hvoru.
Ein af Sex and the City stjörnunum bendir á ráð við flugþreytu, og það er að vaka lengi, skemmta sér og svo að stunda kynlíf. Ég er að velta fyrir mér hvort að hún laumi á góðum ráðum við flughræðslu. Ef svo er þá má hún alveg hafa samband við mig.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.11.2008 | 13:18
Meiri ósvífnin............
Ég á nú erfitt með að verjast brosi þegar að ég les þessa frétt, meiri ósvífnin hjá vísindamálaráðherra að klappa þingkonunni á bossann, voru þetta ekki vinalæti hjá kallinum, sagði hann eitthvað tvírætt við hana um leið og hann kom við heilagan afturenda hennar.
Danskur ráðherra sakaður um kynferðislega áreitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.11.2008 | 07:07
Þetta með hnífa
Ekkert óvenjulegt að maður undir áhrifum rangli um borð í bát, kannski ætlaði hann að rabba um veiðar, eða kreppuna við bátverja, hver veit.
En þetta, að það virðist vera afar algengt að menn gangi um vopnaðir hnífum finnst mér vera óhugguleg þróun, ef að eitthvað á bjátar þá eru dregnir upp hnífar, og fólk er miskunnarlaust stungið niður með hnífum, sumir fá lífshættulega skaða, aðrir sleppa betur undan hnífafólkinu.
Hérna áður fyrr voru heiðarleg slagsmál, menn lúskruðu á hvor öðrum með hnefunum, oft fauk ein og önnur tönn, og glóðaraugu voru algeng, sá sem að hefði dregið upp hníf hefði verið fyrirlitinn, í dag þykir sjálfsagt að stinga hvort annað í bakið, er þetta framför eða afturför.
Ógnaði skipverjum með hnífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.11.2008 | 13:02
Af hverju er ekki fólk með hjálm
Ég varð hálf rugluð þegar að ég las þessa frétt, voru þau þrjú á vespunni.
Af hverju er ekki fólk með hjálm, og viðeigandi hlífðarfatnað. Ég veit að mörgum finnst þetta, að vera með hjálm, vera bæði hallærislegt og hlægilegt, þegar að sannleikurinn er sá að hjálmur hefur bjargað mannslífum, sem vörn mót alvarlegum höfuðhöggum.
Ég hvet eindregið allt hjólreiðafólk til þess að láta sér ekki detta í hug að hjóla án þess að vera með hjálm.
Um leið votta ég aðstandendum ungmennanna sem að lentu í þessu hörmulega slysi samúð mína.
Slasaðist alvarlega í vespuslysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.11.2008 | 11:55
Á kepputímum
Kreppan getur nú ekki verið svo slæm, ef að átján þúsund sáu nýjustu Bond myndina, það er nú bara fyrir utan allar aðrar myndir sem að eru sýndar þessa dagana, og trúlega vel sóttar.
18 þúsund sáu Bond um helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2008 | 10:25
Hugleiðingar um Kolaportið, Geirfinnsmálið m.m.
Kominn er mánudagur, hér er grátt rigningar og rok veður, svona veður sem að er best að sjá út um gluggann hjá sér, ekkert veður sem að ég vil fara út í, ég verð bara heima hjá mér í dag.
Ég er búin að lesa blöðin á netinu í dag, en ég les DV, Vísir og svo auðvitað Moggann.
Mikið er að gera í Kolaportinu, ég elska Kolaportið, ég reyni að komast þangað í hvert skipti sem að ég kem heim. Góði hirðirinn er líka í uppáhaldi hjá mér, þar hef ég keypt helling af ævisögum fyrir skít á priki, þar sá ég marga eigulega hluti fyrir sanngjarnt verð, sú búð fær fimm stjörnur hjá mér.
Ég las um tvo menn sem að búa í húsbílum á tjaldstæði í Hafnarfirði, þar á að loka fyrir rafmagnið hjá þeim, ég spyr hversvegna, í mörgum löndum eru stærðarinnar hverfi af húsvögnum og húsbílum, og þar sem að útlitið er svart hjá mörgum íbúðareigendum núna, er þá ekki upplagt að leifa fólki að búa í húsvögnunum sínum, og auðvitað borga sanngjarna leigu fyrir plássið og rafmagn.
Og lífverðir passa Dabba og fleiri, í litla landinu okkar þurfa menn að vera með lífverði. Hver borgar kaupið þeirra, er það íslenska þjóðin, eða taka þeir sem að eru passaðir, af vel spöruðum einkasjóðum sínum.
Mikið er komið af nýjum bókum heima á Íslandi, ekkert kreppu væl hjá bókaútgefendum, ég er búin að sjá nokkrar bækur sem að ég vil gjarnan lesa.
Ég vil lesa bókina hennar Jónu, sem að bloggar hérna, og skrifar svo undurvel um drenginn sinn og litlu fjölskylduna sína, hún er frábær penni.
Og ég vil endilega lesa bókina um Erlu, en ég man vel eftir Geirfinnsmálinu (hver getur gleymt því), hef alltaf haldið að þessir unglingar sem að voru dæmdir fyrir hvarf hans, hafi verið saklaus af hvarfi hans, og verið meira og minna neydd til þess að játa.
Og trúlega voru þau frábær fórnardýr, krakkar sem að voru á kafi í rugli, létt að fá þau til að játa hvað sem var, og með svolítið skrautlega fortíð.
En um leið og ég er að skrifa þetta dettur mér í hug, skildi sannleikurinn í þessu Geirfinnsmáli nokkurtíma koma fram, er einhver sem að veit hvað það var sem að skeði, á sú manneskja eftir að gefa sig fram, eiga þessi fjögur sem að voru dæmd, eftir að fá uppreisn æru sinnar, eiga þau eftir að geta horft stolt framan í almenning, eftir að hafa tekið út margra ára dóm fyrir glæp sem að þau hafa ekki framið.
Með þessum orðum slæ ég botninn í mánudags hugleiðingar mínar.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.11.2008 | 09:47
Fjör á Austurvellinum
Hér er hið besta veður, sólin er farin að skína á okkur hér í Malmöborg, upplagt veður fyrir hressandi göngutúr.
Mikið hefur gengið á á Austurvelli í gær, bruðlað með bæði egg og mjólkurafurðir, það jákvæða er að einhverjir hafa fengið aukavinnu við að þvo egg og mjólk af alþingishúsinu.
Ég dáist að löndum mínum sem að hafa dug og þrek til að reisa sig upp og mótmæla ölum skítnum heima, mest kemur mér á óvart ef að verkalýðsfélögin eru ekki með í þessum mótmælum, nema að þau séu orðin eins og allstaðar annars staðar í heiminum, bullandi endalausa vitleysu, og standa ekki við neitt af sínum ótal mörgu loforðum.
Og flest öll kúra í fanginu á atvinnurekandanum, og flest allir samningar sem að eru gerðir, eru atvinnurekandanum í vil, ekki fólkinu sem að borga launin þeirra. Þannig er það meira og minna hér í Svíþjóð, og mitt verkalýðsfélag er engin undantekning, enda hafa verið uppi háværar umræður hjá okkur í minni vinnu, að seigja okkur úr félaginu.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.11.2008 | 08:56
Ekkert má nú
Á Adamsklæðum eftir konubrók | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2008 | 19:04
Verst að vera ekki með í mótmælunum
Stundum er ég virkilega svekkt yfir að búa ekki heima á Íslandinu mínu, ef að ég væri búsett þar, þá hefði ég getað mætt í mótmæli alla laugardaga, ég hefði haldið á stóru spjaldi fyrir framan mig. Á því hefði til dæmis staðið "BURT MEÐ DABBA; TAKIÐ MIG Í STAÐINN", eða "TIL FJANDANS MEÐ ALLA RÍKA, INN MEÐ FÁTÆKA; GAMLA OG HEIMILISLAUSA", ég hefði gert lukku held ég.
Svo hefði verið hressandi að fá sér góðan kaffisopa eftir vera búin að mótmæla óréttætinu, ekki hefði skaðað að fá nýbakaða ástarpunga með kaffinu.
En ég dáist að fólki sem að hefur kjark og dug til að mæta þarna, og vona ég að árangur hafist af þessu öllu saman.
Hér í Malmö er hið besta veður, sólin var eitthvað að glenna sig hérna í dag, ég setti upp sólgleraugu og fór í göngutúr. Fékk þær góðu fréttir í dag að ferjan okkar er ekki búin í slipp, þannig að margir frídagar eru eftir hjá okkur á minni vakt. Ekki amalegt að vakna heila viku í viðbót í eigin rúmi, og nú á ég við að losna við að sofa um borð á vinnustaðnum mínum, svona ef að einhverjir halda nú eitthvað annað.
Óska ykkur góðs laugardagskvölds öllum saman
Lífstíll | Breytt 9.11.2008 kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.11.2008 | 09:46
Er ekki kreppa
Ríflega 7.000 hafa pantað í jólahlaðborð í Turninum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar