Færsluflokkur: Lífstíll

Smávegis frá húsinu mínu

Í gærkvöldi fór ég snemma að sofa, það var þægileg tilfinning að liggja í rúminu sínu, með hlýja sæng og stóra kodda, úti blés vindurinn, ég las spennandi glæpasögu þangað til að ég gat ekki haldið augunum opnum lengur, og sofnaði.

En þar sem að ég sofnaði svona snemma, þá vaknaði ég snemma, og núna sit ég og hlusta á hljóð hússins míns, um leið og ég sit hérna fyrir framan tölvuna mína.

 Maðurinn á þriðju hæðinni var greinilega að fara í vinnuna, hann heitir Hugo, engin veit hvað konan hans heitir, enda fer lítið fyrir þeirri konu, ég hef rekist á hana í þvottahúsinu, og bara náð því að bjóða góðan daginn.

Hugo og nafnlausa konan hans eru ekki vinsæl af öðrum íbúum hússins, Hugo hefur trúlega haft drauma um að syngja óperu, stundum heyrum við hann syngja, ég held að hann syngi í sturtunni, en Gunnel og Hans á fyrstu hæðinni hafa hnussað þegar að ég hef sagt það, og sagt að þá sé hann alltaf í sturtu, hann sé gólandi þetta á öllum tímum sólarhringsins.

Hjúkkan fyrir ofan mig er ennþá ein með drenginn sinn, en er grunuð um að vera farin að gefa öðrum húseigendum hýrt auga, og jafnvel vera farin að gefa honum undir fótinn. Sá maður heitir Anders, og er búinn að vera ekkill í ein tvö ár, Anders finnst gaman að fá sér í annan fótinn, en hann drekkur bara lítil vínglös, en mörg.

Kristján fuglaskoðunarmaður er ekki kominn á fætur, sá hægláti maður býr ennþá einn, hann vinnur í einni dýrustu húsgagnaverslun bæjarins, og safnar að sér merkishúsgögnum, hann er alltaf tilbúinn til að hjálpa mér með tölvuna, umleið fæ ég að skoða nýjustu myndir af fuglunum hans.

Skötuhjúin á fyrstu hæðinni eru bæði komin á aldur, þau drekka saman morgunkaffi á hverjum morgni, og ræða þá um síðustu fréttir morgunblaðsins okkar, bæði hata útlendinga, bæði slá í borðið þegar að þau ræða um þetta dökka pakk sem að tröllríði Malmöborg, og ræni og nauðgi gömlu fólki. Hans er kominn með gisið Hitlers yfirvararskegg, ástæðan fyrir því er sú, að hann er að fá nýjar tennur, og heldur að tannleysið sjáist minna.

Og ég undirrituð bý á annarri hæðinni, ég er ekki mikið heima, vegna vinnu minnar bý ég jafn mikið úti á sjó og hér á annarri hæðinni í húsinu mínu. En ég vil hvergi annars staðar búa, hér líður mér vel, mér líkar vel við nágranna mína, stundum drekk ég kaffi með þeim, á hverjum deigi kemur Hans með morgunblaðið til mín, fyrst les Gunnel blaðið, svo les Hans blaðið og ræður krossgátuna, og svo fæ ég blaðið, þar sem að þeim finnst að ég eigi ekki að þurfa að kaupa blað þessa fáu daga sem að ég er heima.

Gott í bili.


Undarlegur dómur

Undarlegur er þessi dómur, konan er greinilega ofurölvi, það er kallaður svefndrungi á fínna máli, þá virðist ekki vera saknæmt að nota sér ástand útúrdrukknar konu, frítt fram að hafa mök við hana, og um leið er því borið við hún hafi ekki reynt að verjast manninum, ætli að sannleikurinn sé ekki sá að hún gat ekki varist honum, sem að hann notaði sér vel og dyggilega.


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er á kafi í framhjáhaldi þessa dagana

Er búin að belgja mig út á kaffinu góða, verð samt að viðurkenna að ég er á kafi í framhjáhaldi, ég er farin að halda fram hjá honum Arvid með bústnu kinnarnar og myndarlega yfirvaraskeggið, ég er farin að dingla með Zoega kaffi aftur, á krepputímum kaupi ég það sem að er á besta verði, og í augnablikinu er Zoega mikið ódýrara er Arvid kaffi, en um leið og hann Arvid minn setur sitt kaffi á tilboð, þá hætti ég þessu flangsi með Zoega og held mér bara við Arvid, manninn í mínu tilbreytingarlausa lífi.

Nú ætla ég að seigja smávegis frá mínu lítilfjörlega lífi. Fyrir stuttu sátum við Daníel vinnufélagi minn fyrir framan sjónvarpið, og horfðum á þátt um fólk sem að safnar að sér alls kyns drasli(okkur Daníel finnst líka gaman að safna), en okkar söfnun er bara á byrjunarstigi miðað við fólkið í sjónvarpinu. Fólkið í sjónvarpinu komst varla fyrir á heimilum sínum fyrir drasli, á einum stað sáust mýs skjótast um í ruslinu.

Ég gaut ósjalfrátt augunum á Daníel, hann gaut augunum á mig, Daníel hreytir út úr sér, "af hverju lítur þú á mig", ég svara sakleysislega, "já, en þú horfðir á mig". Ég veit nefnilega að Daníel á 8 eldhúsborð, fyrir utan allt annað, en ég verð nú að taka fram að hann selur mikið af sínu safni á netinu, og ætti eiginlega að vera með eigin antik verslun, þar myndi hann sóma sér vel þessi elska, gullfallegur, og mikill smekkmaður.

En þessi þáttur hafði mikil áhrif á mig, ég fór að ímynda mér að söfnunar árátta mín gæti farið út í öfgar, ég sá sjálfa mig í anda sem gamla kellingu sitjandi á ruslahaugunum heima hjá mér, sparandi allt sem að gæti nú verið gott að eiga, gæti einhvertíma komið sér vel. Þannig að í gær fór ég vopnuð stórum svörtum ruslapokum að hreinsa til í fataskápum mínum, ég hreinsaði til í margra ára söfnun af fötum, föt sem að ekki eru í tísku, föt sem að eru orðin of lítil (það verður meira lag á manni með árunum), eftir nokkra tíma sorteringu, þá var ég komin með 4 stóra ruslapoka fulla af fötum, veskjum og skóm.

Á stofugólfinu hjá mér standa þessir pokar, ég þarf trúlega að jafna til í pokunum, láta það verða að 8 pokum, svo að hægt sé að bera pokana hjálparlaust inn í bíl, og svo til Hjálpræðishersins. Um leið og ég jafna til í pokunum, þá athuga ég náttúrlega hvort að ég af mistökum hafi hent einhverju sem að gæti komið sér vel.

Óska öllum góðs dags.


Góð frétt

Loksins kom góð frétt, og einhvern vegin finnst mér að íslendingar eigi að líta fyrst til eigin fólks sem að er hjálpar þurfi, áður en að farið er að senda fleiri miljónir úr landi til annarra landa. Auðvitað er sjálfsagt að hjálpa fátæku löndunum, en hjálpið fyrst íslendingum sem að búa við fátækt og jafnvel húsnæðisleysi, sendið afganginn til annarra landa.
mbl.is Rauði krossinn aðstoðar Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Senda 37 miljónir til......................................

Mikið er nú fallegt að hugsa um fólkið í Kongó, og er nú ekki mikið að því að aðstoða fólk við að finna aftur fjölskyldu sín.

En mér dettur svona í hug hvort að ágóði af næstu söfnun hjá "Göngum til góðs" renni til heimilalausra og fátækra í okkar eigin landi.


mbl.is Senda 37 milljónir til Kongó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hef ekki mikið vit.....................................

Ég hef ekki mikið vit á þessum leiðindamálum Kaupþings og annarra svikahrappa þarna heima á Íslandi, en er svona að velta fyrir mér hvort að þessir menn eigi ekki erfitt með svefn þessa dagana, geta þeir horft í augun á fólki, þora þeir út úr húsi, eða hafa þeir allir flúið land.

Eiginlega hefði átt að stilla þeim út á Lækjartorgi, hafa við höndina tunnur með fúleggjum og skemmdum mat, sem að almenningur hefði getað kastað á þá til að fá smá útrás á reiði sinni gagnvart þessum mönnum.


mbl.is Yfirlýsingin kom frá forstjóra Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara skondið

Þetta er nú með því betra sem að hefur skeð undanfarnar vikur. Og það besta er að það var tekið við seðlinum, veit einhver adressuna hjá þeim sem að prentaði seðilinn, mig hefði vantað marga sænska þúsund kalla.


mbl.is Notaði seðil með mynd af Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ungir menn sakaðir um nauðgun á 17 ára stúlku

Góðan og blessaðan daginn gott fólk. Ekki veit ég hvort að andinn kom aftur til mín eftir nokkra tíma svefn yfir sjónvarpinu. Ég vildi fullvissa mig um að hann Obama yrði forseti, eiginlega var ég afskaplega hlynnt henni Hilary Clinton, fannst tími til kominn að kona færi að hræra í kallaveldinu í Ameríkunni, en hann Obama er næst bestur, sem dökkur maður á hann eftir að leggja sig allan fram, til að sanna að dökka fólkið er ekki síðra en það hvíta, og reynir hann örugglega að koma óefnum í góðæri, og svo er hann ósköp sætur maður, en það passar vel  í landi dýrkunar á fólki sem að líkist Barbie dúkkunni.

Annars vakti athygli mína og reiði, frétt um 17 ára stúlku sem að hafði kært nauðgun, ekki var það einn maður heldur þrír eða fjórir, sem að höfðu framið þennan ljóta verknað.

Ég fer að velta fyrir mér hvað sé að þessum piltum, er þetta að þeirra mati einhverskonar karlmennska, að fleiri manns ráðast á stúlku varla komna af barnsaldri og nauðga henni.

Eiga þessir ungu menn systur á sama aldri, hefði þeim þótt hið besta mál ef að henni hefði verið nauðgað af fjölda manns.

Fannst þeim þetta sniðugt, voru þeir að grobba sig af þessu við hvorn annan, töldu þeir sér trú um að 17 ára stúlkan hafi ekkert viljað frekar, en að fleiri manns notuðu sér hana.

Var hún undir áhrifum áfengis og þar að leiðandi léttari bráð.

Verða þessir menn dæmdir, fá þeir minni dóm en sokkaþjófur fær í Ameríkunni.

 

Óska öllum góðs dags.

 

 


Andlausi dagurinn

Dagurinn í dag er búinn að vera andlausi dagurinn minn, hafið þið ekki orðið fyrir þessu. Ég hef sest fyrir framan tölvuna ætlað að skrifa eitthvað viskulegt(svona einu sinni), en ekki getað komið neinu skammarlaust frá mér.

Ég er búin að lesa DV, mér finnst gaman að DV blaðinu, vonaðist til þess að lesa krassandi fréttir þar, svona til að koma heilabúinu í lag, hélt að frétt um Harrison Ford væri um ólifnað hans í Hollywood, að kallinn velti sér í sukki og svínaríi, nei, nei, þá er mannrolan klæddur baunagrasabúningi, og þetta þykir fréttnæmt. Ég hef aldrei þolað Harrison Ford, alltaf fundist kallinn líta út fyrir að þjást af mikilli tannpínu, og vera stútfullur af verkjapillum.

Hér er sama gráa veðrið, rigningarsuddi og hálfgerð þoka seinni partinn, fólk sem að maður mætir á förnum vegi, er vetrarlega klætt, og flestir komnir með húfur dregnar niður fyrir eyru.

Ungir menn þeysast um bæinn á vespum, tveir saman, annar keyrir hinn slítur veski af gömlum konum, eða að þeir stoppa og gefa sér tíma til að ræna símum og peningaveskjum af (oftast) eldri mönnum.

Þetta er fólkið sem að á að taka við af okkur, sem betur fer eru ekki allir svona, en alltof margir.

Óska öllum góðrar nætur.


Af hverju er kallin ekki kominn kæru bloggvinir, eftir hverju eruð þið að bíða

Og það er kominn þriðjudagur, mikið líður nú tíminn fljótt, áður en að ég veit af verð ég orðin kelling komin á aldur, sitjandi með fjarstýringu í þægilegum stól, horfandi á allar "sápur" sem að ég geri ekki í dag.

Hér í Malmö er þetta venjulega gráa veður, og rigningarsuddi, gott er nú að losna við fjandans rokið.

Ég er í löngu fríi, þar sem að ferjan mín er í Gautaborg í slipp, við fengum að velja starfsfólkið hvort að við vildum fara með, og dunda okkur við hreingerningar, en löt erum við, ekkert af okkur hafði áhuga fyrir því, völdum að vera heima hjá okkur, og nota kraftana í hreingerningar heima hjá okkur, en ég verð nú að viðurkenna að fríið hjá mér hefur farið í allt annað en að hreingerningar, en ég á nokkra daga eftir.

Ég er ekki búin að gefa upp alla von um að bloggvinir mínir sendi mér kall, mér svona datt í hug hvort að einhver af bankaköllunum þyrfti að flýja land, með margar millur í trillunni sinni, hann er velkomin til mín, og getur svo sem fengið að vera svo lengi sem að einhverjar millur eru eftir, og um leið þarf hann að vera duglegur í tiltektum og þvottum.

Hef ekki tíma fyrir meira blogg, en heilsa uppá ykkur eftir hádeigi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband