Færsluflokkur: Lífstíll

Ekki veitir vist af

Ég hef nú grun um að þetta eigi eftir að koma sér vel, margir eru búnir að missa vinnuna, eða eru að fara að missa vinnuna, og örugglega er ekki létt að tóra af mögrum atvinnuleysisbætum, svo að ég minnist ekki á öryrkjana sem að höfðu það nógu erfitt fyrir kreppuna, að láta styrkinn duga fyrir mat og húsnæði. Og svo er allt heimilislausa fólkið, sá hópur á trúlega eftir að stækka í vetur.


mbl.is Söfnun í Vesturheimi til styrktar Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um börn

1527Ég skemmti mér alltaf jafn vel þegar að ég les hvað börn skrifa, börn seigja alltaf sannleikann, það gera nú fyllibytturnar líka, en það er önnur saga.

KÆRI GUÐ!

ÉG FÉKK KJÖTBOLLUR Í HÁDEGINU, HVAÐ FÉKKST ÞÚ.

KÆR KVEÐJA
ANNA MARÍA

=========================================

KÆRI GUÐ!

ÉG ELSKA ÞIG GUÐ. Í REIKNINGSTÍMANUM KOM INN HUNDUR. KRISTINA

================================================

KÆRI GUÐ!

HVAÐAN KEMUR ALLT FÓLK, ÉG VONA AÐ ÞÚ GETIR ÚTSKÝRT ÞAÐ BETUR EN PABBI:
VALTER

============================================

cookies

KÆRI GUÐ!

AFHVERFU STENDUR EKKI FRÚ GUÐ Í BIBLÍUNNI. VARSTU EKKI GIFTUR ÞEGAR AÐ ÞÚ SKRIFAÐIR BIBLÍUNA.

LARRY

=========================

KÆRI GUÐ!

ÉG ER BÚIN AÐ LESA ALLA BIBLÍUNA, OG FANNST HÚN GÓÐ, ERTU BÚINN AÐ SKRIFA FLEIRI BÆKUR.

ALICE
===================================

KÆRI GUÐ

EF AÐ ÞÚ VILLT EKKI AÐ FÓLK BLÓTI, AVHVERJU VARSTU ÞÁ AÐ BÚA TIL BLÓTSYRÐIgod-robert

====================

KÆRI GUÐ!

REIKNAÐU MEÐ MÉR. ÞINN VINUR HUBBI
========================

Fyrir fjölda mörgum árum var ég að fara í göngutúr með systur minni og tveimur börnum hennar. Fyrir utan húsið heima hjá henni stoppar leigubíll, út úr leigubílnum veltur bifvélavirkinn á fyrstu hæðinni svo fullur að ég hef sjaldan séð annað eins, hann hreinlega valt um götuna og átti erfitt með að komast á fætur. Systir mín hnussaði og sagði eitthvað á þessa leið "að sjá þennan viðbjóð, mígandi fullur um miðjan dag", en þá gall í fjögra ára stelpunni hennar, "hann er ekki fullur mamma", "hvernig veistu það" seigir systir mín, "ég spurði hann" svaraði sú fjögra ára, "og hann sagði nei".

Slæ botninn í þessa barnaspeki mína.


Fyllibytta á Austurvelli

Þetta var stórfengleg frétt, fyllibytta girðir niður um sig og gerir stykkin sín á Austurvelli. Var hann ekki bara að mótmæla kreppunni með þessu atferli sínu, hann hreinlega skeit á alla vitleysuna heima.


mbl.is Gekk örna sinna í runna á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggleti

Þar sem að ég er búin að þjást af bloggleti, og um leið verið löt að lesa öll blöð, bæði sænsk sem íslensk, þá hef ég ekki látið ljós mitt skína hér á Moggablogginu, ég held nú varla að mín hafi verið sárt saknað, en ætla samt að reyna að koma einhverju af viti frá mér.

Hér í Svíþjóðinni er alltaf sama gráa vetrarveðrið, það liggur við að ég sé farin að óska þess að það komi smá snjór, þó ekki væri nema í einn dag, reyndar kom smá föl hérna fyrir nokkrum dögum, en þá var ég í miklum vinnu önnum, og hafði engan tíma til að fara í land, með snjónum kom mikil hálka og urðu ótal árekstrar og fjöldi fólks datt á götum borgarinnar, þeir óheppnu brutu eða brákuðu bein, hinir sluppu ómeiddir.

Á laugardaginn var ég ásamt vinkonu minni á kappreiðum, sem að eru haldnir hér í Malmöborg öðru hvoru, óskaplega mikið fólk mætti á staðinn, ekki veit ég hvort að margir af þeim sem að stóðu í kring um okkur fóru sem nýríkir heim til sín, við tilheyrðum ekki þeim hóp, okkur tókst að velja alla hesta sem að ekki unnu, og var það þó nokkur vandi, þannig að við fórum fátækari heim en við komum,  en áttum skemmtilegan dag.

Nú slæ ég botninn í þetta.


Og þá er kominn miðvikudagur

Og þá er kominn miðvikudagur, eftir einn og hálfann tíma kemur einkabílstjórinn og nær í mig, eins gott að fara ekki að tala um neitt sem að kemur henni í uppnám, það er nefnilega hálka sumstaðar, og ég vil endilega komast á áfangastað, án þess að lenda í díki fyrir utan veginn.

 Svo að ég má ekki minnast á vissan mann sem að hún ekki þolir, en hann á til að krítisera þýskuna hennar, með þeim afleiðingum að hún átti erfitt með svefn í nokkrar nætur fyrir stuttu síðan. Svo að best er að við bara röbbum um flugmiðann minn hjá Sterling sem að gufaði upp, og nýja miðann minn sem að er keyptur hjá norsku flugfélagi, sem að fer vonandi ekki á hausinn fyrir áramót.

Spáin er ekki góð, það verður mikill veltingur, veðurguðirnir hafa eitthvað mikið á móti okkar vakt, það eru oft slæm veður þegar að við vinnum, en sem betur fer erum við vel sjóuð, göngum náttúrlega stundum eins og að við höfum misst eitthvað í buxurnar, eða séum bara ansi hátt uppi.

Alltaf er gaman að hitta vinnufélagana, nú eru þrjár vikur síðan að við sáumst, og verður mikill hlátur í messanum, þegar að við fáum okkur fyrsta kaffibollann, og teljum upp allt það sem að hefur skeð hjá okkur á þessum þremur vikum. Ég á eftir að lýsa kanilsnúðnum mínum, við fögnuð áhorfenda, fæ kannski uppskrift af snúðum sem að lyfta sér.

Nú slæ ég botninn í þetta, ég á eftir að líta inn til ykkar í vikunni. Óska öllum alls góðs.


Og þá er kominn þriðjudagur

Ég er búin að þjást af bloggleti, hef lesið helstu fréttir á netinu, gladdist þegar að ég las um góða mætingu á Austurvelli, gott hjá ykkur íslendingum að rísa upp og mótmæla svínaríinu, og þó svo að nokkur egg hafi lent á alþingishúsinu, hvað um það, þið voruð bara að skapa vinnu í atvinnuleysinu.

Ég sit hérna á þriðjudagsmorgni og er að velta fyrir mér hvað ég sé búin að afreka á þessum þremur vikum sem að ég er búin að vera heima frá vinnunni. En eins og að ég hef áður skrifað, þá fór ferjan okkar í slipp, enda orðin dauðþreytt(ferjan) á rúntinum á milli Svíþjóðar og Þýskalands, vélarnar voru endalaust að fara í pásu, við vorum í sæluvímu ef að allar fjórar gengu samtímis, þá vissum við að við héldum tíma áætlun.

Ég hef ekki bakað laufabrauð, ég er ekki búin að baka tíu smákökusortir, ég er ekki búin að hnoða í nokkrar randalínur, en mér tókst að baka kanilsnúða um daginn, eitthvað urðu þeir skrítnir, enda í fyrsta skipti sem að ég baka með geri sem að á að lyfta sér eftir kúnstarinn reglum. Bragðið var nokkuð gott, en útlitið var ekki eins gott, "þú hefur ekki látið snúðana lyfta sér" sagði Hans á fyrstu hæðinni, og þurrkaði mylsnuna úr munnvikunum áður en að hann greip næsta snúð, sem að hvarf oní hann á nokkrum sekúndum. Þannig að bragðið var nokkuð gott, enda á maður aldrei að dæma eitt eða neitt eftir útlitinu.

Í gær þvoði ég nokkra glugga, vökvaði blóm og tókst að reka löppina á mér í stólfót með svo miklu afli að ég er draghölt, það verður gaman að dragast um í hælaskóm á morgun, en á morgun tekur alvara lífsins við, ég þarf að fara að vinna fyrir kaupinu mínu.

Hér í Malmö er hið venjulega gráa veður og rigning, nú sé ég veðrið svo vel, þar sem að ég er búin að pússa gluggana.

Ég sit í rauða herberginu mínu, með kertaljós og Kim Larsen, er hægt að hafa það betra, en svona til að leiðrétta væntanlegan misskilning, þá hlusta ég á Kim Larsen, ég er ekki svo heppin að vera með hann lífs lifandi hjá mér.

Læt þetta gott heita.

 


Er þetta bara bull allt saman

Þetta er nú ljóta bullið, og eiginlega sannar að ekki sé hægt að trúa öllu því sem að er skrifað í blöðin. Nú hélt ég í einfeldni minni að blaðamaður eða blaðamenn kynntu sér málin frá báðum aðilum, í þessu máli frásögn Ólafs og að þeir hefðu haft samband við Dönsku yfirvöldin áður en að þeir birtu þessa frétt.


mbl.is Lögregla ber sögu Íslendings til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég og Hans fórum til Hjálpræðishersins

Í dag er grenjandi rigning og rok hérna í Malmö, og ég sem að ætlaði að sjokkera nágranna mín með því að þvo nokkra glugga, nú er ég löglega afsökuð, því hver fer að þvo glugga í rigningu.

Í gær sá ég nágranna minn hann Kristján fuglaskoðunarmann þvo eldhúsgluggann hjá sér, hann brosti út undir eyru þegar að hann sá mig, og kallaði út til mín að nú væri kominn tími fyrir jólaseríuna.

Ég fór með Hans á fyrstu hæðinni til Hjálpræðishersins með alla fatapokana mína, það lá við að hann signdi sig þegar að hann sá hvað pokarnir voru margir, hann var ekki sáttur við að Hjálpræðisherinn fengi fötin mín og skóna." Þetta pakk er ekkert nema peningurinn" sagði hann, og gaf í, "okurverð á öllu hjá þeim, og svo stela þeir sjálfir bestu hlutunum", bætti hann við. Ég hélt með honum, svona til að halda friðinn, það eina sem að ég vildi, var að losna við pokana, sem að höfðu tekið alltof mikið pláss á stofugólfinu.

Á leiðinni til ræningjanna sem að vinna hjá Hjálpræðishernum mættum við flottum bíl, svo flottum að ég sá ekki hvaða tegund það var, og líka vegna þess að ökumaður bílsins var þeldökkur, og komst mikill æsingur í Hans þegar að hann sá þennan þeldökka mann, "sérðu þetta" sagði hann og sló í kring um sig, " kolsvartur aumingi á rándýrum bíl, náttúrlega er hann að koma frá félagsmálastofnuninni, búinn að sníkja peninga þar, áður en að hann fer oní bæ að selja eiturlyfin sín", ýmislegt annað miður fallegt kom á eftir, svona orð sem að ekki er hægt að setja á prent.

Þegar að við vorum loksins komin til Hjálpræðishersins þá hjálpaði Hans mér með pokana, konan sem að tók á móti þeim var þeldökk, hún var ákaflega kurteis og þakkaði mér mikið vel fyrir alla pokana, hún þakkaði Hans líka fyrir pokana.

Þegar að við komum út í bílinn þögðum við, ekki var minnst meira á dökku vesalingana.

 


Enn einn

Eitthvað mikið er að þegar að tólf ára barn er komið í samband við tvítugan mann, og vill hitta hann.

Og það sýnir bara það sem að allir vita, að netið getur verið hættulegt, og börn geta freistast til þess vera inn á stöðum sem að eru alls ekki fyrir óharðnaða unglinga.

Undir venjulegum kringumstæðum finnst tólf ára krökkum fólk um tvítugt vera ævagamalt, og hafa engan áhuga á að umgangast þessi gamalmenni.

Og auðvitað hefur maðurinn séð að hann var komin í samband við barn, og hver heilvita maður hefði ekki látið sér detta í hug að hafa kynmök við barnið, eða yfirleitt að vera í sambandi við telpuna.

 


mbl.is Fangelsi fyrir samræði við 12 ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fingralangir Svíar

Fræg hér í Svíþjóð er sagan um kellingu sem að fór út í búð og stal frosnum kjúkling, kellingin var með hatt á hausnum, og tróð hún kjúklingnum undir hattinn. Við kassann lenti hún í langri biðröð, kjúklingurinn var kaldur, og leið yfir þá gömlu í biðröðinni. Þannig að hún missti bæði hattinn og kjúklinginn, þarf varla að taka fram að hún át engan kjúkling þann daginn.

 


mbl.is Svíar þjófóttastir á Norðurlöndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband