Færsluflokkur: Lífstíll

Af hverju viljum við ekki eldast

old-ladiesbmpHver seigir að það sé leiðinlegt að eldast. Höldum við bara heilsunni, og getum átt ofan í okkur og á, þá er það bara eðlilegur gangur lífsins.

Hvaða máli skipta hrukkurnar og gráu hárin.

Hvaða máli skiptir það þó að malla kúturinn sé farinn að vaxa svolítið út, og brjóstin farin að hanga, rassinn meira og minna horfinn, bakið ekki eins beint og það var fyrir tuttugu árum,fæturnir lúnari, minnið er farið að svíkja okkur svolítið, við þurfum að leita betur að góðu stöðunum, við setjum kaffikönnuna inn í ísskápinn, allt þetta er eðlilegt, og þetta verðum við að sætta okkur við.botox 1

 

Hver vill líta út eins og konan til vinstri, ekki man ég hvað hún er gömul, en eftir útlitinu að dæma, hefði ég giskað á rúmlega áttræð, þarna er ekki botoxið sparað. Ég hefði orðið hrædd ef að ég hefði mætt þessari hryggðarmynd á förnum vegi, skildi hún vera ánægð með árangurinn af fegrunaraðgerðum sínum.

 

amma

 

 

Nei, þá vil ég frekar vera eins og amman til hægri, ánægð með sjálfa sig, óhrædd að sína sig, skiptir engu máli þó að skrokkurinn sé farinn að gefa sig. Meiriháttar eldri dama, gullfalleg kona komin hátt á áttræðisaldurinn. Ég vil verða eins og hún, sexí gömul kona.

 

Slæ botninn í þetta, er ekki dottin í það, ef að ykkur datt það í hug, er bara feikilega andlaus, hér á laugardagsmorgni í Malmöborg.

Hér er grátt haustveður, fallega veðrið var í gær og fyrradag, en það er logn.

Mér verður hugsað til systur minnar, sem að situr núna í flugvél á leiðinni til Grikklands, og óska henni og ferðafélögum hennar, góðrar ferðar.


Hvar eru litlu feitu kallarnir

Við fyrstu kynni skiptir útlitið miklu máli, en við nánari kynni verður kannski fallega konan ekkert sérstaklega spennandi né skemmtileg.

Og auðvitað er meira gaman að eiga stefnumót við systur Barbie dúkkunnar, en systur Gilitruttar.

Og að karlmenn ofmeti sitt eigið útlit er rétt, lítið í einkamála auglýsingar, þar eru það oftast bara hávaxnir grannir menn, með allt sitt á þurru, bíla, gönguferðir og smá vínglös á rómantískum kvöldum.

 Litlu feitu kallarnir auglýsa ekki, er það vegna þess  að þeir draga inn magann og bæta 20 sentimetrum við hæð sína, og þar með eru þeir komnir í háa granna hópinn.

 

 


mbl.is Karlar ofmeta persónutöfra sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var konan sek um kynferðisáreitni á vinnustað

Ég sit hér og les fréttir og blogg, þetta er að verða fastir liðir eins og venjulega hjá mér hér í Malmöborg, les fyrst fréttirnar heima á Íslandi, áður en að ég les sænsku fréttirnar.

Merkileg frétt í Mogganum var um konuna sem að fékk skaðabætur fyrir að vera flutt á milli deilda, ástæðan sú, að hún var sökuð um að hafa veitt samstarfsmanni sinum allt of mikla athygli, og jafnvel verið að stíga í vænginn við hann.

Oftast eru karlmenn sakaðir um kynferðislega áreitni, en í nútíma samfélagi er auðvitað sjálfsagt að konur séu ekki síðri en menn, þó að þær geti ekki pissað standandi, þá geta þær gert flest annað vandræðalaust. Og af hverju ættu ekki konur að geta klipið í rassinn á mönnum, og sagt um leið "svakalega er rassinn á þér stífur, er allt annað jafn stíft", eða "flösku af viskí, og eina nótt með þér gullið mitt".

Tími til komin að konur sýni hvað í þeim býr, að þær séu jafningjar mannanna, sem að hafa andað þungt í eyrun á konum árum saman, þrýst sér upp að þeim, svo að enginn vafi sé á stærð "litla mannsins", keyrt þær heim og farið fram á kaffibolla með meiru, áður en að þeir halda ferðinni áfram til eiginkonu og barna.

En eiginlega fannst mér vanta í fréttina, hvort að konan játaði sök sína, eða hvort að maðurinn bjó þetta til.

 


Svona um daginn og veginn

Sit hérna með kaffið mitt og blogga eins og að ég fái borgað fyrir það, þess á milli les ég annarra blogg, sem að eru oft á tíðum stórskemmtileg.

Ég les hvað hún sem að alltaf er í strætó skrifar, óskaplega góður penni, stundum skrifar hún um ekki neitt, þannig að það verður samt heilmikið.

Mikið skrifar hún um flóttafólkið á Akranesi þessa dagana, og er það fróðlegur lestur, og virðist vera sem að stuðningsfólkið hafi tekið flóttafólkið inn í hjörtu sín, og er ekkert annað en gott hægt að seigja um það, og vonandi að flóttafólkið eigi eftir að semja sig Íslenskum siðum, og una sér vel í okkar kalda landi.

Mikið er gert fyrir þetta fólk, og get ég ekki að því gert að mér dettur svona í hug, hvort að jafn mikið sé gert fyrir okkar fólk sem að miður má sín og hafa farið undir í lífinu, og nú á ég við heimilslausa fólkið okkar, það fer að verða kalt að hýrast á götum borgarinnar, vonandi fær það gefins skjólflíkur, og jafnvel matarbita öðru hvoru.

Hér í Svíþjóð er líka farið að kólna, haustlitirnir eru komnir, fallegustu litir sem að til eru, og varð ég vör við í búðarrápi mínu í gær, að haustlitirnir eru líka komnir í haust tískunni, það lá við að ég freistaðist til að kaupa jakka í yndislegum gulum lit, en þar sem að ég læt ekki allt eftir mér, þá fór ég jakkalaus heim.

Um leið og ég skrifa þetta, þá hlusta ég á stjórnmálafólkið í sjónvarpinu, og mér svona datt í hug, hvort að skilyrði fyrir góðum stjórnmálamanni væru, að vera afar lyginn maður.

 


Pínupils, samkynhneigðir og þröngar buxur

Alltaf kemur mér jafn mikið á óvart þetta óskaplega hatur á móti samkynjuðu fólki í þessum Afríku og Arabalöndum, samkynhneigð sem að hefur alltaf verið til, og á alltaf eftir að vera til.

Að þeir vilji banna pínupilsin og jafnvel þröngar buxur get ég betur skilið, þar sem að það er svona hættulegt í umferðinni í Úganda, og væri hægt að halda eftir fréttinni að dæma að margir andlega veikir keyri eftir götum og vegum landsins og þar að leiðandi sé hættulegt að leifa konum að vera í pínupilsum, þar sem að andlega veikir menn þola ekki þá sjón, bruni jafnvel inn í næsta bíl.


mbl.is Vill banna pínupils í Úganda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvenjulegur en góður vinningur

Þetta er óvenjulegur vinningur, en samt vinningur sem að getur komið sér vel.

 Vill maður ekki nota vinninginn sjálfur, þá er hægt að gefa vinninginn til þeirra sem að þurfa á hjálp að halda, sem að ekki eru sérlega vel efnaðir, en þurfa samt að sjá til þess að koma einhverjum nánum ættingja í gröfina.

Og ekki man ég betur en að hérna áður fyrr þá var mottóið hjá gamla fólkinu að eiga nú fyrir jarðarförinni sinni.

Ekki veit ég hvað það kostar að yfirgefa þetta blessaða jarðlíf okkar, og að vera potað ofaní jörðina eða inn í ofninn, sem að er að verða algengara, en það kæmi mér ekki á óvart ef að nótan yrði uppá nokkuð mörg hundrað þúsundin, með erfðadrykkju. 

Og skilst mér að algengt sé orðið að jarða í kyrrþey, kannski er það líka gert til að hlífa ættingjum við erfðadrykkjukostnaði.


mbl.is Vann ókeypis jarðarför í happdrætti - vinningurinn er ósóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hælissleitandi kostar 6500 á dag

 Látið fólkið vinna og gera rétt fyrir þeim peningum sem að það fær upp í hendurnar.

 Ég er hrædd um að þeir heimilislausu heima á Íslandi yrðu glaðir ef að þeim stæði til boða þetta húsnæði sem að þetta svo kallaða flóttafólk fær, og virðist ekki kunna að meta, eftir umgengninni að dæma.

Mér finnst undarlegt að það sé hægt að koma til Íslands sem flóttamanneskja, og vera með miklar kröfur, er ekki aðalatriðið að fá húsaskjól og mat, og auðvitað er áríðandi að viðkomendur séu afgreiddir með dvalarleyfi um leið, eða hreinlega sendir strax úr landi.

Ísland hefur ekkert efni á að halda uppi árum saman fullfrísku fólki, er ekki komin kreppa.


mbl.is Hælisleitandi kostar 6500 á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komin heim

Jæja, þá er ég komin heim eftir annasama viku, ástæðan fyrir þessum önnum hjá okkur er sú að nú erum við tvö á vakt, vorum áður þrjú, en  allt gengur út á spara, og um leið erum við kvött til þess að selja aðeins meira í dag, en við gerðum í gær.

En hvað um það, ég hef ekki haft tíma fyrir blogg eða lestur Moggans, sá samt að ein fegurðardísin hafði lent í uppskurði, og er bara að gleðjast yfir því að aðgerðin heppnaðist vel. Um leið veit ég eftir öruggum heimildum að hún Gunna Gunnars var líka að koma úr aðgerð, en ég hef ekki getað fundið neitt um það í blöðunum.

Mér finnst stórsniðugt að borgarstjórinn í Reykjavík sé farin að svara sjálf í síma, þarna er náttúrlega verið að spara.

Ég slæ botninn í þetta, er nefnilega á kafi í eldamennskunni núna, á borðstólum verða hrossabjúgu með uppstúf, alíslensk bjúgu lætt inn í landið fyrir nokkrum mánuðum.

Ég skammast mín fyrir að vera ekki búin að svara skilaboðum frá mínum kæru bloggvinum, en ég verð nú komin í betra stuð á morgun, og reyni þá að bæta ráð mitt.

 


Blessaður bletturinn

Eftir að ég las þessa frétt fór ég að velta fyrir mér göngulagi vina og vandamanna.

Ég byrjaði á nágrönnum mínum, Gunnel er reyndar hölt í dag, en áður en að hún varð hölt, þá er ég ekki frá því að hún hafi skálmað svolítið áfram, ég veit ekki hvort að hún hreyfði sig munúðarfullt, en frekar frjálslega, það hlýtur að vera vottur þess að hún hefur fengið djúpa fullnægingu, svona þegar að hún var þeim bransanum. Hún er löngu hætt kallafari, nú spilar hún bara Canasta, en ég er fegin að ég þarf ekki að óttast um andlegt heilbrigði hennar.

Hjúkkan trítlar, þegar að hún er á labbi með Alex syni sínum, ætti ég að benda henni á líkamsæfingar og sjúkraþjálfun, yrði hún glöð og þakklát ef að ég myndi minnast á þetta við hana. Kannski veit hún ekki að G bletturinn er til, ég gæti svosem sagt henni frá honum, en það eru margir sem að ekki hafa fundið hann, af einhverjum undarlegum ástæður er þessi G blettur oftast í felum.

Ég þori ekki að hugsa út í göngulag nána ættingja minna, sumir skálma  áfram, nú veit ég af hverju. Hvernig ég geng, ég hreyfi mig frekar léttilega, en þakka það hlaupum á brettinu, ekki er það út af, ofsastórum G bletti.


mbl.is Göngulagið kemur upp um G-blettinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 99571

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband