20.10.2008 | 21:26
Smá rabb fyrir nóttina
Ég vil enn einu sinni þakka fyrir öll þau ótal faðmlög sem að ég hef fengið, og vil í eitt skipti fyrir öll faðma ykkur öll sömum vel og lengi.
Síðan fáið þið engin faðmlög frá mér fyrr en um jólaleitið.
Eftir mikið bæjarrölt með vinkonu minni er ég búin að dunda mér við lestur blaða á netinu, hvað myndi ég gera netlaus, öll mín viska kemur meira og minna frá netinu, ég þarf ekki að kaupa dagblöð, ég les þau á netinu.
Verst er nú að geta ekki lesið viðtalið við hana Dorrit, ég get bara lesið net Moggann, er ekki áskrifandi, ég hefði viljað vita hvort að hún tekur inn lýsi, hvort að hún fær sér hákarl öðru hvoru, og eins hvort að hún bakar stundum pönnsur handa honum Ólafi sínum.
Miklar og mikilvægar fréttir berast af henni Madonnu, hún hefur ekki gert "hittið" með kallinum sínum í 18 mánuði, hefur hún kannski gert "hittið" með einhverjum öðrum kalli, eða kellingu, var hún ekki að kyssa hana Britney á einhverri skemmtun fyrir stuttu, ég meina hana Britney sem að rakar sig ekki undir höndunum.
Svolítið gaman er að lesa um fegurðardrottninguna sem að er í Búlgaríu, á nokkrum vikum er hún orðin fræg í því gamla kommúnistalandi, ég var í Búlgaríu fyrir fjölda mörgum árum, þá varð uppi fótur og fit í einu búðinni í bænum, en það kom ný sending af gúmmískóm í öllum stærðum.
Ég hafði með mér, mikið tyggjó í Búlgaríu, ég gaf einum manni á hótelinu þar sem að við bjuggum, nokkra tyggjópakka, hann féll næstum því á hné og bað mín á staðnum, taldi mig vera kapítalista sem að hafði efni á svona miklu tyggjói.
Óska ykkur góðrar nætur kæru vinir.
Lífstíll | Breytt 21.10.2008 kl. 08:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.10.2008 | 06:58
Hetjurnar ekki lengur hetjur
Í gær spjallaði ég lengi við vinkonu mína, og auðvitað var minnst á ástandið heima á Íslandi.
Sonur þessarar konu er flugmaður, og flýgur út um allan heim, samstarfsmenn hans eru margir hverjir Íslenskir flugmenn sem að tala um ástandið og flottræfilsháttinn heima.
Einn hafði sagt frá 25 einkaþotum sem að voru í eigu nýríkra Íslendinga, og stóðu tilbúnar á vellinum, svona ef að eigendurnir vildu skreppa í kvöldmat fyrir utan landsteinana.
Mér dettur í hug hann Ingvar í Ikea, ekki er hann frægur fyrir einkaþoturnar sínar, hann lét sig hafa það að ferðast eins og venjulegur Svensson, hann sat með öllum hinum, enginn Saga klassi þar.
![]() |
Ást á milljarðamæringum kulnuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 07:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 20. október 2008
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 99591
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar