Og þá er kominn miðvikudagur

Og þá er kominn miðvikudagur, eftir einn og hálfann tíma kemur einkabílstjórinn og nær í mig, eins gott að fara ekki að tala um neitt sem að kemur henni í uppnám, það er nefnilega hálka sumstaðar, og ég vil endilega komast á áfangastað, án þess að lenda í díki fyrir utan veginn.

 Svo að ég má ekki minnast á vissan mann sem að hún ekki þolir, en hann á til að krítisera þýskuna hennar, með þeim afleiðingum að hún átti erfitt með svefn í nokkrar nætur fyrir stuttu síðan. Svo að best er að við bara röbbum um flugmiðann minn hjá Sterling sem að gufaði upp, og nýja miðann minn sem að er keyptur hjá norsku flugfélagi, sem að fer vonandi ekki á hausinn fyrir áramót.

Spáin er ekki góð, það verður mikill veltingur, veðurguðirnir hafa eitthvað mikið á móti okkar vakt, það eru oft slæm veður þegar að við vinnum, en sem betur fer erum við vel sjóuð, göngum náttúrlega stundum eins og að við höfum misst eitthvað í buxurnar, eða séum bara ansi hátt uppi.

Alltaf er gaman að hitta vinnufélagana, nú eru þrjár vikur síðan að við sáumst, og verður mikill hlátur í messanum, þegar að við fáum okkur fyrsta kaffibollann, og teljum upp allt það sem að hefur skeð hjá okkur á þessum þremur vikum. Ég á eftir að lýsa kanilsnúðnum mínum, við fögnuð áhorfenda, fæ kannski uppskrift af snúðum sem að lyfta sér.

Nú slæ ég botninn í þetta, ég á eftir að líta inn til ykkar í vikunni. Óska öllum alls góðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gangi þér vel mín kæra og góða skemmtunVona þið haldist á veginum

Jónína Dúadóttir, 19.11.2008 kl. 08:56

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Vonandi gengur þetta alt vel hja þer, ykkur.

Kristín Gunnarsdóttir, 19.11.2008 kl. 14:08

3 identicon

Sæl Heidi Helga.

Já,vonandi fer þetta allt á bezta veg .

Kærleikskveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 04:31

4 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Smá bloggrúntur,gangi þér vel og Góða helgi

Guðný Einarsdóttir, 21.11.2008 kl. 06:54

5 identicon

Hafðu það gott Heidi.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 11:28

6 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Þakka ykkur öllum fyrir innlitið

Heiður Helgadóttir, 1.12.2008 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband