Laugardagsþvæla

Þá er komin laugardagur hérna hjá mér, en klukkan hjá okkur í Svíþjóðinni er tveimur tímum á undan Íslenskum tíma. Eiginlega finnst mér þetta rugl með klukkuna vera mikil vitleysa, lendi alltaf í sömu vandræðum tvisvar á ári, þegar að verið er að breyta klukkunni, man ekki alltaf eftir að breyta öllum klukkum hérna hjá mér, og þarf stundum að hringja í klukkuna til að fullvissa mig um að klukkan sé tvö, en ekki eitt.

Í gær á föstudegi skrapp ég í bæinn, það var gott veður, og mikið fólk í bænum, það var komin föstudagsstemming í fólkið, langar biðraðir í brennivínsbúðinni(ég sá það þegar að ég labbaði framhjá búðinni, og kíkti inn um gluggana), fyrir utan brennivínsbúðina stóðu nokkrir utangarðsmenn, og báðu vegfarendur um aura fyrir strætó, auðvitað ætluðu þeir ekkert í strætó, þeim langaði bara í hvítasunnuhressingu eins og öllum hinum, sem að komu drekkhlaðnir út úr vínbúðinni(fínna að seiga vínbúð), ég er ekki frá því að þeim hafi tekist að ná sér þó nokkrar krónur, fólk er gjafmildara um helgar.

En í þessari bæjarferð minni fór ég inn í ævintýrabúð fyrir fólk sem að vill læra að spá, eða að láta spá fyrir sér.Ég sjálf var ekki í neinum spáhugleiðingum, en ég var að kaupa draumadót fyrir vinkonu mína heima á Íslandi, en verð að viðurkenna að ég missti mig hreinlega í öllu þessu dularfulla dóti, áður en að ég vissi af á var ég farin að skoða spáspil, og fann meira að seiga bók á hálfvirði, kennslubók í spilaspádómum. Kannski fer ég á morgun og kaupi hana, hver veit nema að ég sé gott efni í spákonu, kannski er ég með svakalega spáhæfileika, svona ef að mér tekst að læra utanað hvað spilin tákna. Á ég eftir að enda sem hin dularfulla spákonan Heidi, sem að tek á móti fólki, með svartan kött liggjandi hjá mér, og kristalkúlu á borði fyrir framan mig (ég sá að spáfólkið sem að var með auglýsingar í búðinni, tók 350 krónur sænskar fyrir 30 mínútur), miðað við þær tekjur, þá er nú ekki amalegt að spá í nokkra tíma á dag, og þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af skattinum, allt greinilega svartir peningar, því að hver vill fá kvittun frá spákellingu.

Ég fullvissa ykkur sem að lesa þetta, að ég er ekki dottin í það. En ætla aftur á móti að óska ykkur góðrar og gleðilegrar hvítasunnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband