Bara um lífið í húsinu mínu

Það hefur verið mikil sól síðustu daga,ég undirrituð hef eiginlega flutt út í garðinn okkar, og sleikt sólina, unað mér við lestur spennandi bóka, í góðum félagskap nágranna minna á fyrstu hæðinni.

Fyrsta grillið var á laugardaginn. Hans grillaði svínakjötssneiðar, Gunnel sá um salat, og sauð kartöflur. Ég skolaði af jarðarberjum, og þeytti rjóma, þar sem að ég er þrælvön rjómaþeytingi frá að ég var smábarn, stóð á koll til að ná uppá eldhúsbekkinn, þá var rjóminn afskaplega mátulega þeyttur, og höfðu þau orð á því. Lítillát sem að ég nú er, gerði ég lítið úr þessu, sagði til dæmis að þetta væri enginn vandi(auðvitað vita allir að það er mikill vandi að þeyta rjóma rétt).

Með grillmatnum drukkum við ítalskt rautt vín, ég kenndi þeim að setja kók í vínið, og fannst Hans þetta vera með betri drykkjum sem að hann hafði smakkað, þau urðu svolítið hýr af víninu og kókinu, og endaði veislan okkar á því að Gunnel hljóp á eftir köttunum, sem að stelast inn í okkar garð, og pissa á blómin hennar Gunnelar, en kettirnir unnu þau kapphlaup, mátti samt litlu muna að Gunnel tækist að ná í skottið á þeim, auðvitað var það víninu með kókinu að þakka, mikill kraftadrykkur.

Ég er að undirbúa vinnuferð, vil náttúrlega ekki fara frá þessu fína veðri, og er svo illa innrætt, að ég vonast til þess að það rigni á morgun.

Óska öllum góðs kvölds, og góðrar nætur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 99437

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband