Og þá er kominn miðvikudagur

Ég sit hérna snemma á miðvikudagsmorgni, og horfi á fréttir í morgun sjónvarpinu.

Mikið er fjallað um síðasta flugslysið, vélina sem hvarf á leið til Parísar. Hinir og þessir flugmenn og eitthvað annað innum flug, reyna að útskýra fyrir okkur hinum megins við skerminn, hvað það sé nú oftast öruggt að fljúga.

Ég sit stjörf og hlusta á þá, en finn um leið hvernig mín gamla flughræðsla dembist yfir mig, og ég sem að var farin að lagast af þessum skolla, en hugsa um leið, hvað ég sé nú heppin að þurfa ekki að setjast inn í flugvél næstu vikur.

Um leið hugsa ég um vesalings fólkið sem að var með vélinni sem að hvarf, hvað þetta hefur verið hræðilegt, enginn lifandi manneskja getur sett sig í þeirra spor.

Svo er talað svolítið um "svínapestina", greinilega er þessi flensa með skrítna nafninu, komin til Stokkhólms, vonandi sleppum við hérna í Malmö.

Á hverjum morgni er skrapað Triss, þau sem að skrapa Triss geta unnið frá fimmtíu þúsundundum til nokkra miljóna. Flestir vinna fimmtíu þúsund, og eru ánægðir með það, hef samt séð eina miðaldra kellingu sem að sýndi greinilega með miklum fílusvip,hvað hún var óánægð með vinninginn.

Ég hef líka séð konu komna yfir nírætt sem að skrapaði fram þrjár milljónir, án þess að sína svipbrigði, hún varð ekkert glöð, það virtist vera sem að henni leiddist þetta vesen, og sagði hún í lokin, að þetta skipti litlu máli með þessar milljónir, hún væri fyrir löngu  hætt að nota peninga, en að þessir peningar hefðu getað komið sér vel fyrir fimmtíu árum.

Læt þetta gott heita, óska öllum góðrar viku.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Innlitskvitt..Hafðu það gott

Guðný Einarsdóttir, 3.6.2009 kl. 08:15

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Já flugslydid er hrædilegt madur kemst ekki hjá tví ad hugsa til blessad fólksins sem var med vélinni.

Einn Íslendingur var med og einn Dani.

Hér er fallegt vedur en ekki eins hlýtt og sídustu daga.Sit hérna vid tölvuna med svarta teid mitt í Ìslenskri lopapeysu í stuttbuxum.......Ekki alveg fyrir flottheitum konunnar ad fara svona í morgunsárid ,en ótrúlega tægilegt.

Kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 4.6.2009 kl. 07:19

3 identicon

Bestu kveðjur. 

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 21:49

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góða helgi elskuleg

Jónína Dúadóttir, 5.6.2009 kl. 06:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 99438

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband