12.6.2009 | 17:44
Beiskir dropar og rigning
Hérna í Svíþjóðinni er leiðinda veður, rok og rigning. Leiðinlegt veður hefur mikil áhrif á mína viðkvæmu sál(mér líður alltaf best í sól og sumaryl), sem dæmi um þessa viðkvæmni mína, þá skaust ég í mígandi rigningu í mollið, og þar voru útsölur í öllum búðum. Svona venjulega hefði ég með sælubrosi á vör kastað mér yfir öll fallegu fötin, sem að eru seld á hálfvirði í dag, en nei, ég skoðaði smávegis, mátaði ekki neitt, fór án þess að kaupa neitt(afar gott fyrir þunnleita budduna mína).
Svo leit ég inn í blómabúðina, er vön að kaupa afskorin blóm þegar að ég kem heim(ekki kaupir neinn blóm handa mér, verð að gera það sjálf), en þar var sama sagan, ég sá engin blóm sem að mér fannst virkilega falleg, og gekk tómhent út úr blómabúðinni.
En þegar að ég kom heim, þá bretti ég upp ermarnar, og fór að útbúa bruggun á Beiskum dropum, sem að er einn mest drukkni snafsinn hér á Skáni, þessi framleiðsla mín á þeim Beisku fór fram á eftirfarandi máta.
Ég opna flösku af vodka, í vodkann helli ég grasmylsnu, sem að ég keypti í brennivínsbúð sem að selur alls kyns grös og dropa fyrir svona framleiðslur. Auðvitað missti ég helling af grasmylsnunni niður á borðið(ég er ekki vön þessu)en ég bara sópaði því upp og hellti í vodkann, það gerir örugglega ekkert til, þó svo að smá brauðmylsna hafi lent með grasinu. Í lokin setti ég sex sykurmola, svo hristi ég þessa blöndu mína, og eftir tvær vikur á þetta að vera orðið að príma Beiskum dropum, og eftir tvær vikur á að vera mikið partý hjá okkur hérna í húsinu mínu, og ætla ég að bjóða gestunum okkar uppá heimatilbúna Beiska dropa.
Læt þetta gott heita, ætla að njóta mín vel undir teppi í sófanum, og horfa á sjónvarpið, vonandi verður veðrið betra á morgun.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn mín kæra, ég ætla að vona að það hafi ræst úr veðrinu hjá þér
Jónína Dúadóttir, 14.6.2009 kl. 06:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.