Um hitt og þetta

Ég er orðin löt að blogga, en stundum er svo mikið að gera hjá mér, á mínu litla heimili, að ég hef engann tíma til að blogga. Auðvitað er þetta hálfgert plat(ég er bara að drepast úr leti þessa dagana).

Ég er búin að líta yfir helstu fréttir og blogg, og sé að í dag er verið að mótmæla einhverju heima í Reykjavíkinni.

 Ég dáist að fólki sem að hefur dug og þrek til að mótmæla öllu því sem að er óréttlátt, ef að ég væri heima á Íslandi, þá myndi ég mótmæla öllu því sem að hægt væri að mótmæla.

Eins og að ég hef minnst á í blogginu hjá mér, þá er ég á fullu í að framleiða Beiska dropa(ég skaust frá núna og hristi upp í flöskunni)Kominn er fallegur litur á það sem að einu sinni var venjulegur litlaus vodki, grasmylsnan er eiginlega orðin að engu, lyktin er ekki góð, en ef að ég man rétt þá er óttaleg fíla af Beiskum dropum(þeim sem að eru keyptir í ríkinu), enda á að drekka þá, ekki nota þá sem ilmvatn eða rakspíra. Ég læt ykkur vita hvað fólkinu finnst um þessa "dropa" mína, vona bara að enginn fái bullandi niðurgang af dropunum mínum.

Í dag fékk ég pakka frá Íslandi, systir mín og dóttir hennar sendu mér hina frægu "Dagvaktina" og úrval af Íslenskum lögum, ásamt mynd af litlum og fallegum strák, sem að systurdóttirin á, hann heitir Aron Máni, svolítið sérstök þessi nýju íslensku nöfn. Er virkilega hætt að skíra börnin heima Guðrúnu,Jón,Sigurð, og Sigríði  öll þessi gömlu heiðarlegu nöfn, sem að var svo létt að muna.

Nú slæ ég botninn í þetta, óska öllum góðrar nætur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Alltaf gaman að "heyra" frá þér mín kæraAron Máni er sko ekki skrítnasta  nafnið... núna má til dæmis láta litla stráka heita Tuddi og Uxi og ýmis önnur fáránleg nöfn eru leyfð sem ég mundi aldrei nokkurtímann klína á lítið barn

Hafðu það gott í brugghúsinu

Jónína Dúadóttir, 16.6.2009 kl. 06:17

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Þakka þér fyrir það kæra Jónína, ég er nú bara yfir mig hissa á að þessi nöfn skuli ver leifð, og efast um andlegt heilbrigði foreldra sem að skýra börnin sín þessum ónefnum eigðu góðan dag ljúfan

Heiður Helgadóttir, 16.6.2009 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 99447

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband