16.6.2009 | 08:14
Grár dagur í Malmö
Í dag verður grár dagur hérna í Malmö, mér leiðast gráir dagar, ég vil hafa sól alla daga.
Kannski er það vegna þess að ég geri þessi leiðinda húsverk eins og að þurrka rykið hjá mér(sem að virðist vera endalaust) á gráum dögum. Ég er örugg á því að í fyrra lífi var ég rík, og ég var með vinnukonu. Það er skýringin á því hversvegna mér leiðast húsverk, ég hef ekki þurft að gera þau í fyrri lífum.
En í dag ætla ég að þvo(þessir endalausu þvottar), ég á eftir að draslast með þvottinn niður í kjallarann, hrella kóngulærnar, sem að eru búsettar þar, og eftir stærðinni að dæma, þá líða þær engan skort.
Svo verða hlaup upp og niður stigana, hér er enginn lyfta. Og á milli véla ætla ég að þurrka burtu allt ryk sem að er þegar farið að gera svartar bókahillurnar gráleitar. En svo veit ég að mér líður svo ljómandi vel þegar að ég er búin að þessu, og gleymi því í fögnuði mínum yfir ryklausu heimili, og nýþvegnum fötum, að í næstu viku verður dagurinn í dag endurtekinn.
Í blogginu mínu í gær minntist ég á þessi frumlegu nýju Íslensku nöfn, og ein bloggvinkona gerði athugasemd og sagði mér að nöfn eins og Tuddi og Uxi væru leifð. Ég get ekki skilið manneskjur sem að vilja láta börnin sín heita Tuddi, þá er Uxi skárra, eru þá stelpurnar skýrðar Kvíga, eða jafnvel Læða, Kvíga Tuddadóttir passar vel saman, í fjósinu.
Læt þetta gott heita, en vonast samt til þess að einhver fáist til þess að skýra börnin sín venjulegum nöfnum, svo að þau gleymist ekki.
Óska öllum góðs og gleðilegs dags.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:36 | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Smá sumarkvedja til tín svona í tiltektina.
Hér vantar líka sól hún lætur sjá sig tó annad slagid.
Kvedja frá Hyggestuen í Jyderup.
Gudrún Hauksdótttir, 16.6.2009 kl. 09:45
Kvíga TuddadóttirAlveg satt passar vel í fjósinu
Gangi þér vel og góða skemmtun í húsverkum
Jónína Dúadóttir, 16.6.2009 kl. 11:38
já eða Uxi Tuddason hehehe, máður er farin að þakka fyrir þetta gamla góða "Guðrúnar"nafn :)
Guðrún Jóhannesdóttir, 17.6.2009 kl. 12:43
Hehehe...eitthvað yrði maður ílla súr að heita Kvíga Tuddadóttir, vinkona...nei þá eru gömlu góðu frónversku nöfnin betri. Hér er sól og bongóblíða...og enda engin tiltekt í gangi hjá mér. Vonandi fer að birta til hjá þér....
Sigríður Sigurðardóttir, 19.6.2009 kl. 20:58
Innlitskvitt..knús á þig
Guðný Einarsdóttir, 23.6.2009 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.